Síða 1 af 1

Að tengja viftu og stýra loftflæði

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:34
af Viktor
Var að spá í að kaupa mér tvær 120MM viftur, ein að framan, blæs inn og aftan sem blæs út, en spurningarnar eru þessar:

Hvernig tengir maður viftur við PSU? -er með OCZ Modstream

Hvernig ræð ég í hvaða átt hún snýst? Er það ekki bara tveggja víra tengi, eftir því hvernig maður snýr því þegar maður tengir?

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:36
af CraZy
tengir beint í molex eða notar millistikki...
og þú snýrð viftunni við til að breyta í hvaða átt hún blæs, það er vanalega svona ör á viftunnu sem sýnir hvað snýr fram.

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:36
af viddi
það fer eftir því hvernig þú snýrð viftunni sjálfri, viftan blæs alltaf bara í eina átt, svo er bara annaðhvort 3 pinna viftutengi eða 4 pinna molex

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:37
af SolidFeather
Þarft 3pin fan -> molex millistykki til að tengja hana við PSU

Skil ekki alveg seinustu spurninguna.

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:41
af Viktor
Takk fyrir þetta, með hvaða viftum mælið þið með? Væri mjög gott ef þið gætuð mælt með einhverri úr Task, er að fara þangað. Svo var ég líka að spá hvort ég þyrfti 120 eða 80, gatið er 8x8 cm stórt sýnist mér... sé ekki 160mm viftur svo ég held það sé alveg örugglega 120

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:44
af SolidFeather
Viktor skrifaði:Takk fyrir þetta, með hvaða viftum mælið þið með? Væri mjög gott ef þið gætuð mælt með einhverri úr Task, er að fara þangað. Svo var ég líka að spá hvort ég þyrfti 120 eða 80, gatið er 8x8 cm stórt sýnist mér... sé ekki 160mm viftur svo ég held það sé alveg örugglega 120



8x8 = 80mm x 80mm þannig að þú þarft 80 mm viftu. :roll:

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:46
af Viktor
SolidFeather skrifaði:
Viktor skrifaði:Takk fyrir þetta, með hvaða viftum mælið þið með? Væri mjög gott ef þið gætuð mælt með einhverri úr Task, er að fara þangað. Svo var ég líka að spá hvort ég þyrfti 120 eða 80, gatið er 8x8 cm stórt sýnist mér... sé ekki 160mm viftur svo ég held það sé alveg örugglega 120



8x8 = 80mm x 80mm þannig að þú þarft 80 mm viftu. :roll:


k, thanx...var eitthvað að rugla rúmmáli í þetta =) Afsakið

en er eitthvað sem er í task sem heyrist ekki mikið í, verður samt að gera eitthvað gagn!

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:47
af zedro
SilenX viftur úr Start
Heyrist ekki bofs í þeim :D

Sent: Fim 26. Jan 2006 16:49
af Viktor
Nenni varla að fara niður í Start :roll:

Sent: Fim 26. Jan 2006 17:13
af @Arinn@
SilenX for the win ef þú ætlar að fá eitthvað sem er silent.

Sent: Fim 26. Jan 2006 17:37
af k0fuz
http://www.task.is/?prodid=878

Mæli með þessari en annars er eg með svona

http://www.task.is/?prodid=875

Sent: Fim 26. Jan 2006 19:14
af Viktor
Hlullaðist niður í start og fékk mér bláar SilenX viftur, virka mjööög smooth!