Síða 1 af 1

Vatnskæling :)

Sent: Þri 24. Jún 2003 20:58
af Rednex
Hvaða vatnskælingu mælið þið með, undir 25 þúsund (takmörkuð fjárráð). Ættla að yfirklukka eitthvað, líklega 2500 barton. Hef ekki settuppsvona áður svo þetta má ekki vera "slungið". Er eitthvað mál að panta að utan?

Sent: Þri 24. Jún 2003 21:32
af MezzUp
kaupa eitthvað kit bara, Task.is með eitthvað á 20k minnir mig

Sent: Þri 24. Jún 2003 21:50
af Fletch
Thermaltake kit'ið hjá task er fínt beginners kit... átti það... en mig langaði í meira og pantaði utan og seldi Aquarius kitið... mæli frekar með því. Eini gallinn við það er að það er ekki complete úr kassanum allt sem þig vantar... þ.e. þarft að eyða smá tíma í að kaupa leiðslur, millistykki etc... en það er ekkert mál.. ég hef keypt það í vatnvirkjanum í ármúla.. Þeir eru mjög almennilegir...

Basically 3 hlutir sem þú þarft,
1. Dæla
2. Vatnskassi
3. Waterblock á örran
Einnig þarftu helst sæft eða eimað vatn, og gott að blanda það með frostlegi og WaterWetter(ekki must)

Tengir svo Dæla->Vatnskassi->Waterblock->dæla...

Svo þarftu einhverja leið til að fylla á kerfið... Annað hvort setja vatnsforðabúr í loop'una, eða eins og ég gerði, setti T á loopuna sem ég get opnað og sett slöngu á og helt uppá.

Ég mæli með þessu,
1. dæla Eheim 1048 ~$40
2. Waterblock Swiftech MCW5000 eða DangerDen3 ~$40
3. Vatnkassi BlackIce Xtreme ~$50 (og hljóðláta 120mm viftu)

en endalaus combó til svosem....

svo spurning hvernig þú kemur þessu fyrir... bæði dælan og kassinn taka sitt pláss, ég er með vatnskassan fyrir utan tölvuna til að fá enn meiri kælingu...

ég hef eytt mörgum kvöldstundum að stilla og breyta, tel mig hafa orðið þokkalega góða þekkingu á þessu, er með 2500 XP keyrandi 210x11 ~2310MHz, vel rúmmlega 3200XP (tæplega 500mhz overclock, hækkaði voltin úr 1.650 í 1.9) og það er ekki hitinn á örranum sem heldur mér aftur, minn fer bara ekki hærra....
(örrinn fer niður í 20-22°C í idle og mest hef ég séð hann í 35°C, waterblockið sjálft fer niður í 16-17°C og mest séð það í 27-28°C)


Fletch

Sent: Þri 24. Jún 2003 22:09
af gumol
Fletch skrifaði:waterblockið sjálft fer niður í 16-17°C og mest séð það í 27-28°C)

Hvað er eiginlega kalt í herberginu þínu? :)
en er ekki sniðugt að nota þurkarabarkaaðfeðina og láta loftið fara á "radiatorinn", þá skemmist tölvan ekki útaf raka ?

Sent: Þri 24. Jún 2003 22:11
af Fletch
gumol skrifaði:Hvað er eiginlega kalt í herberginu þínu? :)
en er ekki sniðugt að nota þurkarabarkaaðfeðina og láta loftið fara á "radiatorinn", þá skemmist tölvan ekki útaf raka ?


lol ;)

spurning bara hvað er kalt úti.... gaman að sjá hvað gerist í vetur! :twisted:

en ég breytti barkadæminu aðeins, kalt loft að utan fer á radiatorinn, og frá honum í inntakið á tölvunni...

ég er langt frá daggarmörkunum núna svo enginn hæta á raka...

en gæti verið vandamál þegar fer að kólna!!! :roll:

Sent: Þri 24. Jún 2003 22:51
af Rednex
hvar er hægt að panta þetta á öruggum stað?

Sent: Þri 24. Jún 2003 23:17
af Fletch

Watercooling

Sent: Þri 24. Jún 2003 23:38
af hell
Ég smíða mér svona kit bara með því að versla allt hérna heima nema blokkina á cpu, fékk mér dælu frá danfoss kostaði um 14.000 svo fann ég mér gamlan lítinn forhitara dengdi dæluhliðina á honum með hringrás á cpu blokkina og er með áfyllingarstút á því fékk mér svo 5l af spes myglufríum forstlegi sem á líka að auka kælinguna er tengdi svo bara kalda vatnið inn á hina hliðina á forhitaranum og er með svo renniloka til að stjórna flæðinu í gegnum hann og er að senda 13 gráðu heitt kælivatn inn á örran hjá mér og er að halda honum góðum í 16 gráðum mjög sáttur við það og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að eitthvað saggi hjá mér þar sem ég er búinn að setja segulloka á vatnið sem fer inn á forhitara og er með hann þannig að hann slái út ef vatnið fer undir 11 gráður sem eru sagga mörkinn :)

Allt þetta kostaði mig í heildina 22.000 ætla mér að bæta aðeins við þetta er með aðra tölvu hérna og hafði hugsað mér að láta þetta kæla hana líka er búinn að reikna það út að ég á alveg að geta kælt allt að 10 tölvum með þessum forhitara sem ég er með.. Og stærsti kosturinn við þetta allt samann er að ég er ekki með neina viftu sem heyrist í og þetta er alveg hljóðlaust því forhitarinn og það er inni í þvottahúsi hjá mér svo lagði ég bara leiðslur í tölvuna :)

Sent: Þri 24. Jún 2003 23:43
af Fletch
lol snilld ;)

ertu að overclocka ?

áttu myndir af þessum forhitara?

Overclocka :)

Sent: Þri 24. Jún 2003 23:46
af hell
Ég hef eitthvað leikið mér með það en ég er með P4 Xeon og mín reynsla er sú að hann vinnur bara ágætlega án þess en aftur á móti las ég það að hann sé að skila mér mestu þegar hann er í 15-18 gráðum og þess vegna er ég að kæla hann niður í það :)

Skal reyna útvega mynd fljótlega

Sent: Þri 24. Jún 2003 23:47
af Fletch
man, I would tune that Xeon UP!!!! ;)


segðu mér meira af þessum forhitara? how does it work ? pics ? hvar er hægt að fá svolleis?

Fletch

Hérna getur þú séð svona svipaða forhitara

Sent: Þri 24. Jún 2003 23:56
af hell
http://www.swep.net/index.php?tpl=highl ... =en&id=309

Þetta er reyndar kallað varmaskiptir hérna heima forhitari er frekar eldra nafn yfir þá þetta er hægt að fá í flest öllum pípulagningar búðum bara spurning um að finna nóg lítinn minn er t.d. frá tengi en notaður skilst að það þurfi að fá pípara til að versla hann þar fyrir sig

Re: Hérna getur þú séð svona svipaða forhitara

Sent: Mið 25. Jún 2003 15:40
af gumol
hell skrifaði:..það þurfi að fá pípara til að versla hann þar fyrir sig
Aldrei myndi ég versla við svoleiðis búð í gegnum einhvern annan. Ef þeir vilja ekki selja mér þetta útvega ég mér það með öðrum hætti.

Re: Hérna getur þú séð svona svipaða forhitara

Sent: Mið 25. Jún 2003 20:53
af hell
gumol skrifaði:
hell skrifaði:..það þurfi að fá pípara til að versla hann þar fyrir sig
Aldrei myndi ég versla við svoleiðis búð í gegnum einhvern annan. Ef þeir vilja ekki selja mér þetta útvega ég mér það með öðrum hætti.


Ég skil það nokkuð vel en ég skil líka stefnu búðarinnar því að í raun er píparinn eins og aðrar iðnaðar stéttir lögverndaðar þannig að þú meigir ekki gera neitt sjálfur held að það sé þess vegna sem þetta sé svona stefna hjá búðinni og svo líka það þetta er náturlega heildverslun fyrir pípulagingarmenn svo ég skil þá stefnu bara vel :) En ég vill líka benda á að ég verslaði ekki þar ég fékk gamlann notaðann gefinst :)

Re: Hérna getur þú séð svona svipaða forhitara

Sent: Mið 25. Jún 2003 21:29
af gumol
hell skrifaði:...í raun er píparinn eins og aðrar iðnaðar stéttir lögverndaðar þannig að þú meigir ekki gera neitt sjálfur held að það sé
Er það rétt? Máttu ekki leggja pípurnar heima hjá þér?
Það er fáránlegt.

Re: Hérna getur þú séð svona svipaða forhitara

Sent: Mið 25. Jún 2003 21:35
af hell
gumol skrifaði:
hell skrifaði:...í raun er píparinn eins og aðrar iðnaðar stéttir lögverndaðar þannig að þú meigir ekki gera neitt sjálfur held að það sé
Er það rétt? Máttu ekki leggja pípurnar heima hjá þér?
Það er fáránlegt.


Já það er rétt þú mátt það ekki... Ekki það að margir gera það sjálfir en þá þurfa þeir að fá meistara til að skrifa upp á hjá sér og ég segi það fyrir minn part að ef ég væri meistari þá myndi ég ekki skrifa upp á fyrir neinn og fara taka ábyrgð á lögnum sem einhver annar hefði lagt áttaðu þig á því að Meistari af húsi er ábyrgur í 10 ár fyrir göllum eða þá lekum sem hægt er að rekja til hans