Síða 1 af 1

Kassi

Sent: Þri 24. Jún 2003 18:48
af Bitchunter
ég var að pæla, vegna þess að ég er að fara uppfæra tölvuna mína,

get ég skipt um kassa, þessi er svo eldgamall og ljótur, og mjög mjög lítill!

Sent: Þri 24. Jún 2003 18:55
af OliA
Já.. Þú getur skipt um kassa, flottir kassar á http://www.task.is og http://www.start.is ;)

Sent: Þri 24. Jún 2003 19:37
af Bitchunter
ok, takk :)

Sent: Þri 24. Jún 2003 19:46
af Bitchunter
ég er að pæla í því að fá mér
AOpen H600B Black 350W
Mynd

hann er flottur og á góðu verði

ef einhver er með einhverjar betri hugmyndir

Sent: Þri 24. Jún 2003 20:08
af Ekoc
Ég sjálfur ætla að kaupa svona Dragon kassa :8)

Sent: Þri 24. Jún 2003 20:31
af Bitchunter
úff þetta er flottur kassi, ég ætla kannski frekar að fá mér hann

Sent: Þri 24. Jún 2003 21:19
af halanegri
Bitchunter skrifaði:úff þetta er flottur kassi, ég ætla kannski frekar að fá mér hann


þú ættir að íhuga að kaupa ál-útgáfuna af Dragon kassanum, hún er aðeins dýrari(3000-4000 held ég) en miklu léttari(þægilegra að færa hann), aðeins 6kg minnir mig. hann kælir líka held ég aðeins betur.

Sent: Þri 24. Jún 2003 22:31
af Bitchunter
jamm mun íhuga það mjög..

Sent: Mið 25. Jún 2003 17:28
af Mal3
Ég rakst á þennan Antec kassa á BT.

Hann er á 19.999 krónur, sem hljómar dýrt, en þegar hann er skoðaður ætti hann að sannfæra. Öll áferð er frábær og innviðirnir eru nánast sömu og í Chieftec Dragon sem ég var að pæla í áður. Verðið réttlætist svo af því að Antec kassinn kemur með þremur kassaviftum, USB/Firewire að framan og síu á loftinntaki. Þar að auki er hann með 430W PSU.

Ef maður tekur Chieftec Dragon kassa með tengjunum að framan, setur í hann tvær kassaviftur er hann farinn að kosta álíka.

...

Sent: Mið 25. Jún 2003 18:41
af Digerati
ég var að fá mér dragon kassa og mér finnst hann bara ekkert þungur með öllum kortum og drasli, held að hann sé í 19 kg loaded...

A.m.k. finnst mér ekkert erfitt að ferðast með hann...

Sent: Mið 25. Jún 2003 20:06
af Damien
Þú átt bara að fá þér almennilegann kassa eins og ég :lol:
Ég keypti mér nýlega Thermaltake Xaser III kassa. Hann er OFUR! 7 viftur og sammt heyrist ekkert í honum! Viftustýring, blátt ljós að framan og læti! Hann er nú sammt dáldið dýr 23.900 á task.is og svo er hann heldur ekki með powersupply og recomended fyrir þennan kassa (ef þú ert með eitthvað almennilegt í honum) er ekki minna en 430w. Hann er líka doldið hevví, 17kg! Dýr kassi, en örugglega einn sá flottasti :wink:

Mynd

Sent: Mið 25. Jún 2003 20:12
af Mal3
Aðeins og mikið 2F2F fyrir minn smekk ;)

Ábyggilega góður kassi, en ef ég hefði efni á svona græjum væri ég ekkert að plana að fá mér lowly 2500XP system heldur P4C og læti :P

Sent: Mið 25. Jún 2003 20:13
af Mal3
Reyndar dauðlangar mig í glæran akríl kassa, en það myndu engin neónljós rata í hann. Samt, eftir að ég skoðaði þennan Antec kassa tilheyrir hjarta mitt honum. Þvííkt stykki! Urgh, best að fara að nurla saman pjéning til að geta keypt tölvu sem fyrst... :?

Sent: Mið 25. Jún 2003 21:22
af kemiztry
Damien.. þessi kassi rokkar :D

Sent: Fös 27. Jún 2003 11:52
af zooxk
Sko ég var að kaupa mér tölvu og PC6085B kassinn frá Lian-Li er bara algjör snilld.

Svartur og allur úr áli.
4 x geilsadrifabay
3 x disklingabay
2 rauð ljósdíóaðar sitthvoru megin við geisldrifin
Rautt og blátt ljós sem segja til um hvort harði diskurinn sé að vinna.
Og viftu stillingar low - med - high.

Og ég var ekki nema ca. 40 mínútur að koma öllu inn í tölvuna held ég því að það er hægt að taka móðurborðstrayið útúr svona slide-in og slide út. Og svo er þessi kassi sér hannaður fyrir gott loft flæði, einn sá besti í dag.

farðu á google og leitaðu að PC6085B Reviews.

ps eini gallinn er að hann kostar 18 þúsund krónur.

but well worth it

Sent: Fös 27. Jún 2003 12:44
af Ekoc
halanegri skrifaði:
Bitchunter skrifaði:úff þetta er flottur kassi, ég ætla kannski frekar að fá mér hann


þú ættir að íhuga að kaupa ál-útgáfuna af Dragon kassanum, hún er aðeins dýrari(3000-4000 held ég) en miklu léttari(þægilegra að færa hann), aðeins 6kg minnir mig. hann kælir líka held ég aðeins betur.



Álkassinn kostar 18900 kr, sem sagt 7000 kr dýrari :?

Sent: Fös 27. Jún 2003 13:22
af Mal3
zooxk skrifaði:Sko ég var að kaupa mér tölvu og PC6085B kassinn frá Lian-Li er bara algjör snilld.

Svartur og allur úr áli.
4 x geilsadrifabay
3 x disklingabay
2 rauð ljósdíóaðar sitthvoru megin við geisldrifin
Rautt og blátt ljós sem segja til um hvort harði diskurinn sé að vinna.
Og viftu stillingar low - med - high.

Og ég var ekki nema ca. 40 mínútur að koma öllu inn í tölvuna held ég því að það er hægt að taka móðurborðstrayið útúr svona slide-in og slide út. Og svo er þessi kassi sér hannaður fyrir gott loft flæði, einn sá besti í dag.

farðu á google og leitaðu að PC6085B Reviews.

ps eini gallinn er að hann kostar 18 þúsund krónur.

but well worth it


Með eða án PSU? Hvar fékkstu hann?

Sent: Fös 27. Jún 2003 14:47
af Castrate
ég held að Lian-Li kassarnir séu án psu. Annars keypti ég mér Vínrauðan Dragon kassa núna um dagin á 10þús kr fékk eikkurn mega afslátt hjá þeim því það var eikkur pínku ponsu rispa á hliðinni á kassanum en hún sést voða lítið finnst mér. Annars er ég ánægður með hann.[/list]