Síða 1 af 1
Nett pæling með Hita
Sent: Lau 24. Des 2005 01:00
af DoRi-
ég var að pæla hvort það væri ekki í lagi að aftengja viftuna á Geforce 6600GT kortinu mínu því það er ekkert nema hávaði í henni, þegar ég reyni að sjá hitann í Speedfan get ég ekki gert uppá milli Temp1 og Temp2, því þau eru bði mjööög lík, í kringum 40 (já það er heitt inni hjá mér), einhver ráð til að gá hvort að hvað?
Sent: Lau 24. Des 2005 01:05
af Viktor
Prufaðu að aftengja og athugaðu hvort t1 eða 2 hækki...ef það fer yfir 70-80 gráður mæli ég með því að tengja hana aftur
Gangi þér vel
Sent: Lau 24. Des 2005 01:26
af MuGGz
ertu viss um að t1 eða 2 séu skjákortið ??
þarf ekkert endilega að vera að það sé hita sensor á kortinu ..
Sent: Lau 24. Des 2005 01:41
af fallen
Eru yfirhöfuð hitamælar á 6600 kortum ?
Sent: Lau 24. Des 2005 01:57
af Snorrmund
Viktor skrifaði:Prufaðu að aftengja og athugaðu hvort t1 eða 2 hækki...ef það fer yfir 70-80 gráður mæli ég með því að tengja hana aftur
Gangi þér vel
frekar bara stoppa viftuna með puttanum..
getur verið bras að fylgjast með skjánum og líka reyna að tengja viftuna aftur
Sent: Lau 24. Des 2005 02:47
af Skoop
sum 6600 gt kort eru með sensor, ef þú ert með stock kælinguna á eru 42 gráður ólíklegur hiti á því korti, idle hiti var t.d 55 gráður og 75-80 gráður í load hjá mér áður en ég fékk mér aðra viftu á kortið nú er hann 40 í idle og fer ekki yfir 50 gráður.
ef þú vilt prófa kortið downlódaðu þessu
http://www.daionet.gr.jp/~masa/rthdribl/ og fylgstu með hvaða hitastig hækkar.
Sent: Lau 24. Des 2005 11:49
af DoRi-
var akkurat að leita að einhverju sem myndi reyna mikið á kortið
og t1 er annaðhvort chipsettið eða skjákortið, því það er ekki annað sem gæti hugsanlega verið annað með hitasensor kannski PSUinn
Sent: Lau 24. Des 2005 14:53
af SolidFeather
Ég var með viftuna aftengda í smá tíma á MSI 6600GT korti. Það virtist allt í lagi í idle en eftir smá leikjaspilun rauk það uppí 90+ gráður og leikirnir fóru að hökta.
Sent: Lau 24. Des 2005 15:44
af Skoop
DoRi- skrifaði:var akkurat að leita að einhverju sem myndi reyna mikið á kortið
og t1 er annaðhvort chipsettið eða skjákortið, því það er ekki annað sem gæti hugsanlega verið annað með hitasensor kannski PSUinn
Hvað fer kortið þitt hátt þegar þú keyrir forritið sem ég linkaði í ?
Sent: Mið 28. Des 2005 12:30
af DoRi-
hvorugt hækkaði mikið, jafnvel þótt að ég stoppaði viftuna og alles,, ætla að runna 3dmark05 í hæstu stillingum á grafískum testum án viftu og gá hvað gerist