OC á nýja örgjörvanum
Sent: Þri 20. Des 2005 20:49
Jæja, ég er kominn með AMD 64 3500+ (Socket 939) Venice örgjörva og hann er að keyra á 32° idle svo ég ákvað að reyna að overclocka hann aðeins.
Fór að lesa helling um hvernig á að overclocka þessa örgjörva, eftir mikið hausklór held ég að ég hafi loksins náð grunnhugmyndinni
FSB * Multiplier = Megahertz (Vissi þetta)
FSB * LTD * 2 = HTT
HTT á að vera í kringum 2GHZ
Þarna verð þetta svolítið flókið
Jæja eftir eitthvað af útreikningum ákvað ég að hækka FSB úr 200 í 236 og lækka LTD úr x5 í x4 sem gerir HTT = 1888, taldi það vera nógu nálægt og gerði Save Settings og Reboot í BIOS.
Jæja, það virkaði ekki betur nema að ég fékk enga mynd á skjáinn, eftir fikt komst ég að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti hreinlega að taka BIOS batteríið úr, ég gerði það og viti menn, tölvan hrökk í gang.
Fór svo að skoða aðeins meira svona specialized um MSI móðurborð og sá að ég gat kveikt á MSI Dynamic Overclocking sem hækkaði örgjörvann eftir notkun og ég gat stillt hann eftir þörfum.
Í því eru nokkur skref
Private
Sergeant
Captain
Colonel
General
Commander
Stillti á Commander og tölvan í heild sinni fraus, rebootaði og reyndi aftur, tölvan fraus, rebootaði og valdi General, tölvan fraus líka þá. Reyndi svo við Colonel og tölvan hélst stöðug. Núna er örgjörvinn í 2354MHz og ég held að ég sé bara sáttur við það.
En ef einhver veit hvað það var sem orsakaði að ég fékk enga mynd á skjáinn í fyrstu tilraun endilega segja hér af hverju.
Og ég veit að ég hefði kannski frekar átt að overclocka hann í skrefum en mig langaði svo mikið í 2,6ghz örgjörva.
Fór að lesa helling um hvernig á að overclocka þessa örgjörva, eftir mikið hausklór held ég að ég hafi loksins náð grunnhugmyndinni
FSB * Multiplier = Megahertz (Vissi þetta)
FSB * LTD * 2 = HTT
HTT á að vera í kringum 2GHZ
Þarna verð þetta svolítið flókið
Jæja eftir eitthvað af útreikningum ákvað ég að hækka FSB úr 200 í 236 og lækka LTD úr x5 í x4 sem gerir HTT = 1888, taldi það vera nógu nálægt og gerði Save Settings og Reboot í BIOS.
Jæja, það virkaði ekki betur nema að ég fékk enga mynd á skjáinn, eftir fikt komst ég að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti hreinlega að taka BIOS batteríið úr, ég gerði það og viti menn, tölvan hrökk í gang.
Fór svo að skoða aðeins meira svona specialized um MSI móðurborð og sá að ég gat kveikt á MSI Dynamic Overclocking sem hækkaði örgjörvann eftir notkun og ég gat stillt hann eftir þörfum.
Í því eru nokkur skref
Private
Sergeant
Captain
Colonel
General
Commander
Stillti á Commander og tölvan í heild sinni fraus, rebootaði og reyndi aftur, tölvan fraus, rebootaði og valdi General, tölvan fraus líka þá. Reyndi svo við Colonel og tölvan hélst stöðug. Núna er örgjörvinn í 2354MHz og ég held að ég sé bara sáttur við það.
En ef einhver veit hvað það var sem orsakaði að ég fékk enga mynd á skjáinn í fyrstu tilraun endilega segja hér af hverju.
Og ég veit að ég hefði kannski frekar átt að overclocka hann í skrefum en mig langaði svo mikið í 2,6ghz örgjörva.