Síða 1 af 1

OC á nýja örgjörvanum

Sent: Þri 20. Des 2005 20:49
af Icarus
Jæja, ég er kominn með AMD 64 3500+ (Socket 939) Venice örgjörva og hann er að keyra á 32° idle svo ég ákvað að reyna að overclocka hann aðeins.

Fór að lesa helling um hvernig á að overclocka þessa örgjörva, eftir mikið hausklór held ég að ég hafi loksins náð grunnhugmyndinni

FSB * Multiplier = Megahertz (Vissi þetta)
FSB * LTD * 2 = HTT
HTT á að vera í kringum 2GHZ

Þarna verð þetta svolítið flókið

Jæja eftir eitthvað af útreikningum ákvað ég að hækka FSB úr 200 í 236 og lækka LTD úr x5 í x4 sem gerir HTT = 1888, taldi það vera nógu nálægt og gerði Save Settings og Reboot í BIOS.

Jæja, það virkaði ekki betur nema að ég fékk enga mynd á skjáinn, eftir fikt komst ég að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti hreinlega að taka BIOS batteríið úr, ég gerði það og viti menn, tölvan hrökk í gang.

Fór svo að skoða aðeins meira svona specialized um MSI móðurborð og sá að ég gat kveikt á MSI Dynamic Overclocking sem hækkaði örgjörvann eftir notkun og ég gat stillt hann eftir þörfum.

Í því eru nokkur skref

Private
Sergeant
Captain
Colonel
General
Commander

Stillti á Commander og tölvan í heild sinni fraus, rebootaði og reyndi aftur, tölvan fraus, rebootaði og valdi General, tölvan fraus líka þá. Reyndi svo við Colonel og tölvan hélst stöðug. Núna er örgjörvinn í 2354MHz og ég held að ég sé bara sáttur við það.

En ef einhver veit hvað það var sem orsakaði að ég fékk enga mynd á skjáinn í fyrstu tilraun endilega segja hér af hverju.

Og ég veit að ég hefði kannski frekar átt að overclocka hann í skrefum en mig langaði svo mikið í 2,6ghz örgjörva.

Mynd

Sent: Fim 22. Des 2005 13:43
af einarsig
downclockaðiru minnið í samræmi við örgjörvann ? þannig að það var nálægt uppgefinni tölu fyrir minnið eftir OC á örranum.

ef þú ætlaðir að klukka minnið í leiðinni þá þarftu líklega að slaka á timings og/eða hækka voltin.

Held ég sé ekki að fara með tóma steypu hérna.

Sent: Fim 22. Des 2005 16:09
af Gestir
Verður að breyta minni líka.

ég er með 3200 64 AMD in og Gnarr setti hann í 2.5GHZ hjá mér án vandkvæða.

Lækkaði meira að segja hitinn í vélinni fyrir vikið ;)

Stock er hann 2.0GHZ þannig að þetta eru 500mhz sem er slatti

Sent: Fim 22. Des 2005 16:56
af hsm
Ég er með 3000+ 64 939s sem keyrir á ca 1809Mhz
ég náði að setja hann í 2.6Ghz HTT í sirka 290 en þurfti að lækka minnið talsvert og ég var með hana svona í nokkra daga og virtist vera í fínu lagi.

Annara eru hér leiðbeiningar fyrir móðurborð eins og ég er með þú getur kanski nýtt þér það eitthvað, ég veit ekki.

Er búinn að kaupa mér nýtt móðurborð [url=http://www.tolvulistinn.is/goto.asp?go=product&code=642b425fab3aa5e968a4c8135e6bfe6d9030e7c98dad0495089ad3305576ff18&level=2&top=íhlutir&s=móðurborð]MSI K8N Diamond-nForce4[/url] og örgjörva 3500+ 64 939s ásamt fleiru (á reindar eftir að fá mér nýjan aflgjafa eins og ÓmarSmith ætti kanski að vita :8) )

En þessi sem er í undirskriftini verður en sem komið er aðal leikjavélin mín er að bíða eftir að komast til USA til að fjárfesta í 2xeinhver brjálaðislega góð skjákort :roll: .

Sent: Fös 23. Des 2005 02:42
af Icarus
takk, þessi grein er alveg töfrar fyrir mig :D

Sent: Fös 23. Des 2005 11:30
af Gestir
Verði þér að góðu.

Gangi þér vel.



Með Manchester United Kveðju

Ómar Örn Smith ..

Sent: Fös 23. Des 2005 11:58
af hsm
ÓmarSmith skrifaði:Verði þér að góðu.

Gangi þér vel.



Með Manchester United Kveðju

Ómar Örn Smith ..


Hmm....
Er verið að gera grín að manni :?:

Kanski ég verði bara að breyta undirskriftinni, þú veist ég vill ekki særa neinn :P

Sent: Fös 23. Des 2005 13:03
af Gestir
Nei alls ekki ..

Bara létt jólagrín ,

Annars... hvernig er það, ætlar enginn að redda mér Shuttle :P

Sent: Fös 23. Des 2005 13:16
af @Arinn@
Kíktu uppí Kísildal þar geturu fengið .jög lítinn kassa og sett nánast hvaða móðurborð sem er í kassann, hann kostar örugglega ekki mikið og það er handfang framan á kassanum, mjög nice kassi.

Sent: Fös 23. Des 2005 13:58
af Gestir
NEibb

hann er alltof stór ;)

Og ég vill bara fá Shuttle. Henni fylgir sér tækni á hitapípum og kælingu og sniðugheit.

Muggzara kvikindið sýndi mér lipurðina á þessu og þá er ekki aftur snúið.

Re: OC á nýja örgjörvanum

Sent: Lau 24. Des 2005 16:45
af hilmar_jonsson
Icarus skrifaði:(...)


Mér finnst að þú ættir að gera fleiri tilraunir. Þú nærð honum örugglega(Já, ég veit að það er ekkert öruggt við það) í 2.6 að lokum.

Re: OC á nýja örgjörvanum

Sent: Lau 24. Des 2005 20:24
af Icarus
hilmar_jonsson skrifaði:
Icarus skrifaði:(...)


Mér finnst að þú ættir að gera fleiri tilraunir. Þú nærð honum örugglega(Já, ég veit að það er ekkert öruggt við það) í 2.6 að lokum.


Ég er búinn að finna hvað er að.

Víst mál með þetta móðurborð að það er voða takmarkað að marka hitamælana og ég hef verið að lenda í hitavandamálum stock...

S.s. tölvan frýs alveg í þungri vinnslu til lengri tíma eins og gerðist með gömlu tölvuna þegar ég var búinn að overclocka örgjörvann, allt var fullt af ryki og þarafleiðandi mjög takmörkuð kæling.

Svo á sama tíma finn ég dóma um SilenX sem segja að þær kæli ekki shit, held að það verði fleirra en bara þetta minni keypt eftir áramót, ný alvöru kæling, Zalman t3h shit :P