Síða 1 af 1

Yfirklukkun GPU

Sent: Þri 31. Jan 2023 17:54
af Bajazzy
Ég er búinn að yfirklukka Asus tuf 3070 en Max hitinn er um 65-70 get ég flashað biosinn á því til að hleypa meiri kraft í það. Ég er bara að pæla hvort það er bara að gpuið höndli ekki meiri hraða og er með op kælingu eða hvort ég sé bíós bound.
Mynd frá hæstu stable klukkunni

Re: Yfirklukkun GPU

Sent: Þri 31. Jan 2023 21:19
af jonsig
yfirklukkar ekki skjákort í dag nema að hafa massíva vatnskælingu á þeim. Færð kannski nokkur prósent boost á þessum stock kælingum en kortið verður ónýtt áður en þú veist af.

Re: Yfirklukkun GPU

Sent: Mið 01. Feb 2023 04:10
af Viggi
jonsig skrifaði:yfirklukkar ekki skjákort í dag nema að hafa massíva vatnskælingu á þeim. Færð kannski nokkur prósent boost á þessum stock kælingum en kortið verður ónýtt áður en þú veist af.


Ekki alveg. Það er verið í rafnámugrefti á þessum kortum með stock í mörg ár yfirklukkuð 24/7 nánast og eina sem þarf að gera er að skipta um kælikrem.

Re: Yfirklukkun GPU

Sent: Mið 01. Feb 2023 08:48
af jonsig
Viggi skrifaði:Ekki alveg. Það er verið í rafnámugrefti á þessum kortum með stock í mörg ár yfirklukkuð 24/7 nánast og eina sem þarf að gera er að skipta um kælikrem.


Mátt alveg rökstyðja..

Það eru til nokkrar kynslóðir af örgjörvalínum ... þær yfirklukkast mis vel. Þótt þú hafir verið með Vega64 í oc með non-referance kælingu gerir það ekki að meginreglu.

Flestir með grundvallar skilning á rafeindatækni kannast við Arrhenius jöfnuna.Og undirstrikar það sem ég hélt framm í grófum dráttum.

Re: Yfirklukkun GPU

Sent: Mið 01. Feb 2023 14:58
af Jekloz
Viggi skrifaði:
jonsig skrifaði:yfirklukkar ekki skjákort í dag nema að hafa massíva vatnskælingu á þeim. Færð kannski nokkur prósent boost á þessum stock kælingum en kortið verður ónýtt áður en þú veist af.


Ekki alveg. Það er verið í rafnámugrefti á þessum kortum með stock í mörg ár yfirklukkuð 24/7 nánast og eina sem þarf að gera er að skipta um kælikrem.


Flest allir í námugreftinum undervolta/underclocka kortin slatta og yfirklukka svo VRAMið. Að draga sem minnst rafmagn og keyra sem kaldast án þess að fórna hraða minnisins og stöðuleika er svolítið markmiðið þar...

Eins og Jonsig segir þá hefur maður mjög lítið uppúr því að overclocka skjákort í dag, örfá prósent fyrir meiri hita og minna stability.

Re: Yfirklukkun GPU

Sent: Mið 01. Feb 2023 17:32
af Bajazzy
Okok ég fiffaði í msi afterburner og stress prófaði helling. Þetta score er overclockið sem ég runna búið að vera alveg stable og ég er mjög sáttur við hitan fer varla yfir 70. Ty

Re: Yfirklukkun GPU

Sent: Mið 01. Feb 2023 18:50
af jonsig
Best að halda sig við undervolt og kannski overclocka smá ef þú ert með góðan GPU kjarna meðan þú hefur svifrúm hitalega séð, síðan fara varlega GDDR6 OC ,þau hafa ekki verið að standa sig vel á ampere uppá endingu.

Best að kaupa bara nýtt kort og selja gamalt en nothæft kort.

Re: Yfirklukkun GPU

Sent: Mið 01. Feb 2023 20:37
af jojoharalds
eins og jonsig var búin að tala um her fyrir ofan þá mæli ég einnig ekki með því að yfirklukka mikið án þess að vera með góða kælingu.

er með mitt 3080 smá yfirklukkað, getur séð samanburð á hítatölu.