Síða 1 af 1

Er þetta of lítill aflgjafi?

Sent: Mið 14. Des 2005 21:00
af hilmar_jonsson
Ekki nóg afl?

Ég byrjaði að OC'a fyrir um viku og er bara nokkuð sáttur við árangurinn. Nú held ég að aflgjafinn sé að takmarka mig. Gæti það verið?

Rig:
DFI lanparty UT Ultra-D
AMD S939 3000+ Venice
Corsair TwinX 2-3-2-6 (2*512)
BFG 7800 GFX
Thermaltake 480W SilentX
Eitt drif og einn diskur.
3 80mm viftur auk tveggja á aflgjafa. Ein 120mm. Zalman 9500 á örgjörva. Stock kæliviftur á skjákorti og kubbasetti.

Ég get keyrt prime95 í 6 klst á þessum stillingum.

CPU 267 * 9 @ 1,550V
DRAM 3:4 2-3-2-5 @ 2,6
HTT á x4
LTD @ 1,3V
Chipset @ 1,8v

CPU 290 @ 1,703V
DRAM 2:3 2-3-2-5 @ 2.6 V
HTT á x3
LTD @ 1,2v
Chipset @ 1,8v

Í því fyrra get ég keyrt skjákortið á 540/1410 og náð í gegnum Aquamark án laggs. Ef ég reyni það á síðara þá slepp ég í gegn með laggi fram að lokasprengingunni. Þá slekkur tölvan á sér.

Ef ég lækka það niður í 520/1350 þá næ ég að komast í gegn með verra skor.
Ef ég lækka það svo niður í 430/1200 (niður fyrir stock BFG) þá næ ég að keyra þetta smooth í gegn.

Haldið þið að aflgjafinn sé of lítill eða er ég að missa af einhverju?

*BUMP* og Aukaspurning.

Sent: Lau 17. Des 2005 03:41
af hilmar_jonsson
*bump*

Niðurstaða: Þetta er mögulega aflgjafinn.

Aukaspurning: Ætti ég að nota gamlan 235W Forton ATX aflgjafa fyrir skjákortið?

Sent: Lau 17. Des 2005 05:56
af Vilezhout
Ég myndi ekki halda að hann væri of afllítill nema hann sé að hitna eitthvað óeðlilega og fer þá afkasta mun minna.

hef verið að rekast á athugasemdir um að silenx aflgjafarnir séu að skila rétt í kringum 300W að meðaltali og hann nái einungis að skila þessum 480W í rúmar tvær mínútur.

Sent: Lau 17. Des 2005 10:28
af wICE_man
Samkvæmt þessu: http://www.thermaltake.com/purepower/W0027.htm þá er bara 18A á 12Volta línunni sem er allt of lítið í dag. Jafnvel í aflgjöfunum sem koma í kössunum sem ég er að selja eru það 25A. Í dag er helst ætlast til að þú sért með tvöfalda 12V línu með yfir 30A samanlagt, þ.e. á PCI-express móðurborðum.

Mig grunar sterklega að þetta sé aflgjafinn.

Sent: Lau 17. Des 2005 11:09
af start
Vilezhout skrifaði:Ég myndi ekki halda að hann væri of afllítill nema hann sé að hitna eitthvað óeðlilega og fer þá afkasta mun minna.

hef verið að rekast á athugasemdir um að silenx aflgjafarnir séu að skila rétt í kringum 300W að meðaltali og hann nái einungis að skila þessum 480W í rúmar tvær mínútur.


Það er ekki til neinn 480W aflgjafi frá SilenX.

Sent: Mán 19. Des 2005 20:13
af hilmar_jonsson
start skrifaði:
Vilezhout skrifaði:Ég myndi ekki halda að hann væri of afllítill nema hann sé að hitna eitthvað óeðlilega og fer þá afkasta mun minna.

hef verið að rekast á athugasemdir um að silenx aflgjafarnir séu að skila rétt í kringum 300W að meðaltali og hann nái einungis að skila þessum 480W í rúmar tvær mínútur.


Það er ekki til neinn 480W aflgjafi frá SilenX.


Enda er þetta ekki aflgjafi frá SilentX heldur Thermaltake.

hilmar_jonsson skrifaði:Thermaltake 480W SilentX


Ég er ekki sáttur við seinustu vörur sem ég fékk hjá ykkur. Ég keypti 4(3) stykki af viftum og tvær af þeim voru í ólagi. Í einum kassanum var engin vifta, bara aukahlutir og í einum var beygluð Zalman vifta. Auk þess vantaði aukahlut í þann kassa. Þetta kostar mig bæði tíma og peninga.

Sent: Þri 20. Des 2005 13:17
af hsm
hilmar_jonsson skrifaði:
Ég er ekki sáttur við seinustu vörur sem ég fékk hjá ykkur. Ég keypti 4(3) stykki af viftum og tvær af þeim voru í ólagi. Í einum kassanum var engin vifta, bara aukahlutir og í einum var beygluð Zalman vifta. Auk þess vantaði aukahlut í þann kassa. Þetta kostar mig bæði tíma og peninga.


Keypti CoolerMaster Stacker kassa hjá Start sem að kom svo í ljós að hann var með 2 dældir á toppnum, sem vor að vísu ekki mjög stórar en samt galli.

Ég hringdi ( það þurfti 3 tilraunir til að fá réttan aðila sem gat eitthvað svarað mér ).

Ég sendi honum myndir af toppnum þar sem að ég er staddur í keflavík (nokkrar hringingar í viðbót til að fá staðfest að búið væri að skoða myndirnar)

Þá áttu þeir einn svona kassa í viðbót en hann var líka gallaður svo að þeir ætluðu að hafa samband út (enn var beðið og beðið) þá átti að fá svör í næstu viku þegar ég hringdi og ég sagði að ég ætlaði að koma við þegar ég kæmi í bæinn næst.

Svo þegar ég kem viku seinna þá eru engin svör en þeir vildu fá kassan til að meta hvort að "þeir" sæu ástæðu til að bæta gallan.

Mér fanst þeir bara vera að tefja málið fram og aftur láta mann bíða og hringja seinna hringja seinna en samt fékk ég aldrei nein svör.

Þeir voru búnir að fá myndir þar sem að gallin sést greinilega.
Þeir áttu eins kassa sem var með sama galla.
En samt þarf að meta hvort að þeir sæu ástæðu að bæta fyrir það.
Þvílík hræsni

Ég gafst upp því að ég var búinn að setja allt í kassan, en hefði ekki átt að láta þá komast upp með þetta.

Þeir mistu mig bara sem viðskiptavin í staðin ég veit að ég held ekki upp heilli tölvubúð en ef að þeir eru fleiri eins og ég sem að eiða tugi og stundum hundruð þúsunda í tölvuhluti á ári þá hlítur það að telja.

Góðar stundir

Sent: Þri 20. Des 2005 13:26
af Veit Ekki
Ég hef nú bara einu sinni verslað við Start og þá fékk ég fína þjónustu.

Ég keypti DVI snúru fyrir LCD skjáinn minn en svo þurfti einhverja aðra tegund af DVI snúru fyrir skjáinn og það var ekkert mál að skila þótt ég væri búinn að opna pakkann. Fékk innleigsnótu í staðinn og var bara sáttur. :)

Veit allavega að hefði ég keypt þessa snúru í BT, eða einhverja aðra snúru sem er í svona pakkningum eins og snúrur eru oft í, þá hefði ég örugglega ekki getað skilað henni.

Sent: Þri 20. Des 2005 13:38
af gnarr
ég hef alltaf fengið toppþjónustu hjá þeim.

Auðvitað getur maður lent í að fá gallaðar/ónýtar vörur hjá öllum. Hinsvegar er annað mál hversu fúsar búðirnar eru að bæta manni gallann og hversu mikið maður þarf að nöldra eða sanna að þetta hafi komið "svona". Ég efast ekki um það að start hafi/hefðu bætt þér þetta um leið og þú hefðir nefnt þetta við þá.

Sent: Þri 20. Des 2005 14:41
af hsm
gnarr skrifaði:ég hef alltaf fengið toppþjónustu hjá þeim.

Auðvitað getur maður lent í að fá gallaðar/ónýtar vörur hjá öllum. Hinsvegar er annað mál hversu fúsar búðirnar eru að bæta manni gallann og hversu mikið maður þarf að nöldra eða sanna að þetta hafi komið "svona". Ég efast ekki um það að start hafi/hefðu bætt þér þetta um leið og þú hefðir nefnt þetta við þá.


Ég nefndi þetta við þá í heilan mánuð!!

Ég hélt að það hafi komið skýrt fram að þeir voru frekar tregir til þess, heldur voru þeir að tefja málið, það leið um mánuður sem að þeir tóku í að skoða málið en voru alldrei í raun að skoða neitt.

Ég gafst upp eftir mánuð eða svo þegar þeir sögðu mér loksins að koma með kassan þrátt fyrir að vera með myndir sem að sést greinilega að hann er allveg eins gallaður að hinn kassin sem að þeir voru með????

Ég er ekkert að reyna að gera lítið úr Start sem fyrirtæki heldur vildi ég bara benda á þá þjónustu sem ég fékk.

Ég er ekki að segja að allir eigi að versla annarstaðar.

En ég vil helst versla þar sem að ég fæ þá þjónustu sem ég óska eftir.

Til dæmis versla ég ekki í Tölvulistanum í Rvk en aftur á móti geri ég það hér í Keflavík því að það er ekki hægta að líkja þjónustuni saman þó að þetta sé sama fyrirtæki.

Ekkert fyrirtæki er betra en starfsfólkið sem að það hefur.

Sent: Þri 20. Des 2005 15:45
af start
hilmar_jonsson skrifaði:Ég er ekki sáttur við seinustu vörur sem ég fékk hjá ykkur. Ég keypti 4(3) stykki af viftum og tvær af þeim voru í ólagi. Í einum kassanum var engin vifta, bara aukahlutir og í einum var beygluð Zalman vifta. Auk þess vantaði aukahlut í þann kassa. Þetta kostar mig bæði tíma og peninga.


Ef þú hefur fengið afgreidda skemmda eða gallaða vöru frá okkur, endilega hafðu þá samband við okkur, 5442350 eða komdu til okkar í Bæjarlind 1.
Mjög skrítið að þú hafir keypt hjá okkur tómar glærar umbúðir utan af viftu!

Sent: Þri 20. Des 2005 15:55
af start
hsm skrifaði:Ég nefndi þetta við þá í heilan mánuð!!

Ég hélt að það hafi komið skýrt fram að þeir voru frekar tregir til þess, heldur voru þeir að tefja málið, það leið um mánuður sem að þeir tóku í að skoða málið en voru alldrei í raun að skoða neitt.

Ég gafst upp eftir mánuð eða svo þegar þeir sögðu mér loksins að koma með kassan þrátt fyrir að vera með myndir sem að sést greinilega að hann er allveg eins gallaður að hinn kassin sem að þeir voru með????

Ég er ekkert að reyna að gera lítið úr Start sem fyrirtæki heldur vildi ég bara benda á þá þjónustu sem ég fékk.

Ég er ekki að segja að allir eigi að versla annarstaðar.

En ég vil helst versla þar sem að ég fæ þá þjónustu sem ég óska eftir.

Til dæmis versla ég ekki í Tölvulistanum í Rvk en aftur á móti geri ég það hér í Keflavík því að það er ekki hægta að líkja þjónustuni saman þó að þetta sé sama fyrirtæki.

Ekkert fyrirtæki er betra en starfsfólkið sem að það hefur.


Við tökum allri gagnrýni af opnum hug, ræðum hana innanhúss og reynum að læra af henni. Enda mjög sjaldan sem kvartað er út af okkar þjónustu.
Hvað þín viðskipti varðar þá var um að ræða dæld á tölvukassa sem stafar út af hönnun hans, og var á öllum Stacker kössum framleiddum á ákveðnum tíma. Stackernum var svo breytt lítillega, og þessi og fleiri "gallar" lagaðir. Þau svör sem við fengum frá okkar birgja var að þessi dæld væri eðlileg og á öllum kössum sem þeir áttu. Við eyddum miklum tíma í að kanna netið og reyna að fá kassa án þessarar dældar, og auðvitað tók það allt of langan tíma þegar við hefðum einfaldlega átt að endurgreiða þér kassann þar sem þú varst ósáttur.

Ég bið þig hér með afsökunar á því hvernig þetta mál dróst á langinn og á að hafa ekki strax boðið þér annan kassa, afslátt eða endurgreiðslu.

Svona að lokum ef einhver annar er ósáttur við Start, þá er lang best að tala við okkur beint þar sem við reynum alltaf að koma til móts við alla og leysa öll mál þannig að allir séu sáttir við sín viðskipti.

kv
Vigfús

Sent: Þri 20. Des 2005 16:24
af hsm
Jæja, ég er búinn að hringja í Vigfús

Og við útskýrðum okkar mál og erum bara sáttir í dag.

Svo að þessu er bara formlega lokið hjá mér.

Takk fyrir.

Og svo í lokin þá er þetta allveg magnaður kassi mæli með honum.

Sent: Þri 20. Des 2005 17:36
af MuGGz
start skrifaði:Við tökum allri gagnrýni af opnum hug, ræðum hana innanhúss og reynum að læra af henni. Enda mjög sjaldan sem kvartað er út af okkar þjónustu.
Hvað þín viðskipti varðar þá var um að ræða dæld á tölvukassa sem stafar út af hönnun hans, og var á öllum Stacker kössum framleiddum á ákveðnum tíma. Stackernum var svo breytt lítillega, og þessi og fleiri "gallar" lagaðir. Þau svör sem við fengum frá okkar birgja var að þessi dæld væri eðlileg og á öllum kössum sem þeir áttu. Við eyddum miklum tíma í að kanna netið og reyna að fá kassa án þessarar dældar, og auðvitað tók það allt of langan tíma þegar við hefðum einfaldlega átt að endurgreiða þér kassann þar sem þú varst ósáttur.

Ég bið þig hér með afsökunar á því hvernig þetta mál dróst á langinn og á að hafa ekki strax boðið þér annan kassa, afslátt eða endurgreiðslu.

Svona að lokum ef einhver annar er ósáttur við Start, þá er lang best að tala við okkur beint þar sem við reynum alltaf að koma til móts við alla og leysa öll mál þannig að allir séu sáttir við sín viðskipti.

kv
Vigfús


Ég get lítið annað sagt enn =D>

Alltaf gaman að sjá þegar tölvuverslanir fylgjast með opnum spjallborðum og svari fyrir sig og útskýri málin, bara annað =D>

Sent: Þri 20. Des 2005 18:59
af hilmar_jonsson
start skrifaði:Mjög skrítið að þú hafir keypt hjá okkur tómar glærar umbúðir utan af viftu!


Þetta var reyndar í kassa... Ég hefði samt átt að finna hvað hann var léttur... :P

Hringi eða kem eftir svona 2-3 vikur. Ég er aðallega fúll útaf því að ég kemst ekki fyrr.

Sent: Lau 07. Jan 2006 14:26
af hilmar_jonsson
Jæja, ég er mjög sáttur við Start núna. Takktakk.

Sent: Lau 07. Jan 2006 19:22
af DoRi-
MuGGz skrifaði:[...]Alltaf gaman að sjá þegar tölvuverslanir fylgjast með opnum spjallborðum og svari fyrir sig og útskýri málin, bara annað =D>


ég gæti ekki verið meira sammála, það væri gott ef að fleyrri tölvubúðir myndu gera það sama

Sent: Fim 12. Jan 2006 18:53
af bluntman
Svona að lokum ef einhver annar er ósáttur við Start, þá er lang best að tala við okkur beint þar sem við reynum alltaf að koma til móts við alla og leysa öll mál þannig að allir séu sáttir við sín viðskipti.


Ekki beint ósáttur en mig langar samt að biðja ykkur um að íhuga það að byrja að selja Coolermaster Wavemaster kassana. Klassa kassar og veit um nokkra sem langar mjög í þannig.

Ætla sjálfur að fá mér Wavemasterinn þegar ég kaupi nýja tölvu von bráðar.