Síða 1 af 1

Vantar hjálp við að minnka hávaða í örgjörva viftu

Sent: Mið 14. Des 2005 20:43
af Skoop
er með 4ra ára gamla vél 1700 xp amd orgjörva með einni viftu á kubbasettinu og eina á örranum.

er nýbúinn að kaupa mér anatec overture 2 kassa til að þagga smá niðrí henni, og hávaðinn fór úr 65db í 52db við það, en ég er ekki orðinn sáttur.

mesti hávaðinn kemur úr örgjörva og kubbasettsviftunni en ég hef aldrei fiktað mikið í slíku :oops: , er alveg öruggt fyrir mig að fjarlægja örgjörva viftuna og setja eitthvað hljóðlátara og jafnvel betra á ?

ef svo er hvernig viftu væri hentugast að fá mér ?

hér er skjásýnishorn úr everest sem sýnir véla spekkana ef það hjálpar

Mynd

Sent: Mið 14. Des 2005 21:33
af kristjanm
Zalman 7000B er hljóðlát og góð vifta, með hraðastilli ef þú vilt lækka enn frekar í henni.

http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=805

Sent: Mið 14. Des 2005 21:41
af Skoop
takk fyrir þetta , en passar þetta örugglega á móbóið ? og er þetta ekki overkill fyrir svona gamla vél eins og mína ?

einnig, er ekki einfalt að fjarlægja gömlu viftuna og setja nýju á ?

Sent: Mið 14. Des 2005 21:47
af @Arinn@
Það er ekkert mál.

Sent: Mið 14. Des 2005 23:25
af @Arinn@
Af hverju hárblásara ?

Sent: Mið 14. Des 2005 23:51
af hilmar_jonsson
Ég notaði hreinsað bensín.

Sent: Mið 14. Des 2005 23:57
af Pandemic
Hreinsað bensín all the way :)

Sent: Fim 15. Des 2005 01:48
af Skoop
ók, er eitthvað krem sem ég þarf líka semsé ?
og hvað með chipset viftu ?

Sent: Fim 15. Des 2005 08:13
af @Arinn@
Fáðu þér þetta frekar er viftu http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=668

Sent: Fim 15. Des 2005 13:26
af DoRi-
hvar fær maður hreinsað bensín?

Sent: Fim 15. Des 2005 13:33
af hilmar_jonsson
DoRi- skrifaði:hvar fær maður hreinsað bensín?


Apótekum.

Sent: Fim 15. Des 2005 13:40
af Stutturdreki
Og http://start.is/product_info.php?cPath=76_117&products_id=668 til að losna við chipsett viftuna.

Kannski spurning hvort það passi saman með Zalman bollanum, blóminu eða hvað sem þetta er nú kallað, ef NB er nálægt örgjörvanum.

Btw.. nóg að láta tölvuna bara ganga í kannski 20 mín til hálftíma áður en þú kippir gamla af og þá er hitakremið/thermopadinn orðin laus.

Sent: Fim 15. Des 2005 14:27
af gnarr
Ég er með zalman heatsink á MSI k8n neo2 platinum. Það var fyrir 9800xt kortinu mínu (þetta var alltilæi þegar ég var með 9700pro), svo ég braut bara 3 pinna af heatsinkinu, og núna passar þetta fínt :)

Sent: Fim 15. Des 2005 18:19
af @Arinn@
@Arinn@ skrifaði:Fáðu þér þetta frekar er viftu http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=668


Stutturdreki ég var að segja honum frá þessu.

Sent: Fim 15. Des 2005 20:16
af Stutturdreki
@Arinn@ skrifaði:
@Arinn@ skrifaði:Fáðu þér þetta frekar er viftu http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=668


Stutturdreki ég var að segja honum frá þessu.
Skúsí.. scrollaði framhjá þessu :)

Sent: Fös 16. Des 2005 22:44
af Viktor
Gangi þér vel með þetta alltsaman.

En annars vil ég benda á:
Passaðu þig að þegar þú tekur ökka viftuna af, ekki nota neitt afl, notaðu hárblásara eða þetta bensín til að losa kælikubbinn af örranum. En í mínu tilfelli var límfilma, svipuð þeirri sem er notuð sem þjófavörn í búðum, með lími báðu megin; notuð til að leiða hitann. Ég notaði alla mína krafta til að losa og ég náði því á endanum og enginn pinni skemmdist :)

Svo þegar ég var að nota hníf til þess að þvinga límfilmuna frá örranum, rispaði ég kælikubbinn, stakk hnífnum DJÚPT ofan í puttan á mér, en fékk strumpaplástur svo þetta jafnaði sig c.a. viku eftir!

Fara varlega :)

Bara smá tips :)

Sent: Lau 17. Des 2005 02:25
af Skoop
sælir aftur og takk fyrir svörin.
náði gamla heatsinkinu af með smá afli og þrautsegju :P

Ég keypti mér þetta
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1241 og er búinn að smella því í kassann, sem er að gerðinni overture II
Þetta rétt svo fittar, en mér sýnist ég ekki geta notað chipset kælinguna sem var stungið uppá hér vegna plássleysis , hafiði einhverjar aðrar hugmyndir varðandi það ?

Þessi kassi er með mjög fínum hard disk rack alveg við hliðina á örranum en ég neyddist til að fjarlægja hann þar sem viftan komst ekki fyrir, munar samt helv. litlu. spurning hvort það megi beygja eða jafnvel klippa smá af heatsinkinu til að koma hard disk rackinu fyrir ?

neyddist nefninlega til að setja hörðu diskana oná power supplyið, en þar er pláss fyrir tvo harða diska en þar eru ekki gúmmí skrúfugöng þannig að það kemur meiri hávaði frá hörðu diskunum en ef ég gæti notað plássið þar sem þeir voru ásamt því að kælingin þar er skelfileg.

svo er reyndar eitt 5.25 inch slot laust hjá mér þar sem ég er bara með eitt geisladrif, er kannski hægt að fá eitthvað sem leyfir mér að mounta hörðum disk þar ?

svo annað, núna þegar örgjörva viftan er orðin hljóðlát þá er viftan á sparkle 6600gt kortinu farin að pirra mig, eitthvað ódýrt sem ég get keypt til að redda því ?

en þessi vifta svínavirkar, örrinn fór úr 49c í 37c í idle
, hvaða kælikubb ertu annars að tala um ? eina sem ég sá var örgjörvinn, heatsink og vifta

Sent: Lau 17. Des 2005 07:05
af DoRi-
það var það fyrsta sem ég gerði eftir að ég eignaðist kælikrem, ég tók örgjörva viftuna af og setti kælikrem, virkar mikið betur

Sent: Lau 17. Des 2005 08:16
af kristjanm
Skoop skrifaði:sælir aftur og takk fyrir svörin.
náði gamla heatsinkinu af með smá afli og þrautsegju :P

Ég keypti mér þetta
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1241 og er búinn að smella því í kassann, sem er að gerðinni overture II
Þetta rétt svo fittar, en mér sýnist ég ekki geta notað chipset kælinguna sem var stungið uppá hér vegna plássleysis , hafiði einhverjar aðrar hugmyndir varðandi það ?

Þessi kassi er með mjög fínum hard disk rack alveg við hliðina á örgjörvanum en ég neyddist til að fjarlægja hann þar sem viftan komst ekki fyrir, munar samt helv. litlu. spurning hvort það megi beygja eða jafnvel klippa smá af heatsinkinu til að koma hard disk rackinu fyrir ?

neyddist nefninlega til að setja hörðu diskana oná power supplyið, en þar er pláss fyrir tvo harða diska en þar eru ekki gúmmí skrúfugöng þannig að það kemur meiri hávaði frá hörðu diskunum en ef ég gæti notað plássið þar sem þeir voru ásamt því að kælingin þar er skelfileg.

svo er reyndar eitt 5.25 inch slot laust hjá mér þar sem ég er bara með eitt geisladrif, er kannski hægt að fá eitthvað sem leyfir mér að mounta hörðum disk þar ?

svo annað, núna þegar örgjörva viftan er orðin hljóðlát þá er viftan á sparkle 6600gt kortinu farin að pirra mig, eitthvað ódýrt sem ég get keypt til að redda því ?

en þessi vifta svínavirkar, örgjörvinn fór úr 49c í 37c í idle
, hvaða kælikubb ertu annars að tala um ? eina sem ég sá var örgjörvinn, heatsink og vifta


Þú getur alveg klippt einhvern hluta af heatsinkinu í burtu ef þú þarft þess, en þá náttúrlega kælir það örlítið verr.

Svo til að lækka niður í skjákortinu geturðu keypt þér heatsink á það, vinur minn er með þetta og er mjög ánægður:

http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=962

Annars geturðu kannski tekið skjákortsviftuna úr sambandi ef skjákortið hitnar ekki of mikið við það.

Sent: Þri 20. Des 2005 21:00
af Mazi!
Bara að spá sko en límir svona kælikrem eitthvað saman?

Sent: Þri 20. Des 2005 21:37
af SolidFeather
maro skrifaði:Bara að spá sko en límir svona kælikrem eitthvað saman?


Á ekki að gera það, en það gerist oft eftir nokkurn tíma.