Síða 1 af 1

CPU hiti = 128°C

Sent: Mið 14. Des 2005 16:38
af Viktor
Allt í lagi...titillinn segir mest allt...!
Er með 2,4 Ghz örgjörva og þetta er niðurstaðan mín úr forritinu PC'Doctor eða eitthvað svoleiðis. Þegar forritið sér að CPU hitinn er þetta hár restartar það tölvunni til að hún skemmist ekki...!

Hvað get ég gert til þess að ná þessu niður í 40-80°? Það er ein stór rispa í kælikubbnum, hefur hún svona mikil áhrif? Er með kælikrem, hélt að það myndi nú jafna þessa rispu eitthvað út, en hvað segið þið?

Er að spá í eina viftu að framan sem blæs inn og eina að aftan sem blæs út, en vifturnar verða að hreyfa mikið loft, veit ekki mm...!

Sent: Mið 14. Des 2005 17:13
af Pandemic
Er forritið ekki að mæla hitan sem Fahrenheit

Sent: Mið 14. Des 2005 17:50
af Viktor
Hvað er 128 fahrenheit margar C gráður?

Sent: Mið 14. Des 2005 17:51
af CraZy
er hann ekki að tala um að þegar hitin verður þetta hár, þá restartar PC-Doctor tölvunni? td. einsog fídusinn í mbm
þá er þetta bara stillingar atriði í tölvunni, og ég skal lofa þér því að CPU-inn þinn er ekki í 128 c°

Viktor skrifaði:Hvað er 128 fahrenheit margar C gráður?
53,3333333333333...3

Sent: Mið 14. Des 2005 17:58
af axyne
hentu út forritinu og hættu að pæla í þessu, skiptir eingu máli meðan tölvan er stabíl.

Sent: Mið 14. Des 2005 18:20
af @Arinn@
Athugaðu bara hitann í BIOS

Sent: Mið 14. Des 2005 19:42
af Viktor
Haha, installaði þessu forriti á ömmu tölvu, allt í lagi með hana og forritið sagði aftur að hitinn væri 128C :lol: drasl forrit!

By the way, það heitir PC Alert 4, mæli ekki með því :)

Sent: Mið 14. Des 2005 20:07
af MezzUp
Hitinn í tölvunni fer aldrei uppí 128°. Ef að eitthvað forrit sýnir 127° eða 128° gráður þá er það ótengdur hitaskynjari á móðurborðinu.
Blessaður hættu að pæla í þessu :)

Sent: Mið 14. Des 2005 20:55
af Viktor
En tölvan mín er alltaf að re'startast :(

Sent: Mið 14. Des 2005 22:07
af MezzUp
Viktor skrifaði:En tölvan mín er alltaf að re'startast :(
Er það ekki bara útaf þessu forriti sem fattar ekki að skynjarinn er ótengdur, eða þú átt eftir að breyta stillinginum þannig að það taki ekki mark á þessum skynjara?
Ef að þú sleppir því að hafa áhyggjur af þessu og lætur forritið vera, þá ætti hún að keyra fínt.

Sent: Mið 14. Des 2005 22:12
af @Arinn@
Mitt borð er ekki til i MBM og ég setti á það líkasta sem ég fann bara prufa uppá djókið, hún sýndi að hitinn væri í eitthverju bulli fyrst í -90 og svo allt í einu 200 C°. Gæti verið vegna þess að þetta forrit er ekki fyrir þetta borð, en þú verður að eyða forritinu. Getur verið þegar þú ert búinn að eyða forritinu að eitthverjar skrár verði eftir þá ferðu í Program files og eyðir því.


Ég held að það sé ekki skynjari eða hann ekki tengdur á mínu borði virkar ekkert forrit sem sýnir hita, er hægt að tengja hann eða fá sensor ?

Sent: Fim 15. Des 2005 08:45
af Gestir
Fáðu þér Speedfan eða Sisoft Sandra 2005


eina sem er guaranteed ...

Sent: Fim 15. Des 2005 18:17
af @Arinn@
Oki hef ekekrt heyrt um Sisoft Sandra en speedfan virkar allavega ekki hjá mér.

Sent: Fim 22. Des 2005 00:34
af galileo
sisoft sandra er snilld.