Síða 1 af 1

Intel 12th og 13th gen - RAM Secondary timings hafa mikil áhrif

Sent: Mið 30. Nóv 2022 22:32
af Templar
Smá um Intel z690 og z790

Fyrir þá sem eru með Intel 12th eða 13th gen CPU og Z690 eða Z790 þá var ég að vinna með secondary og tertiery timings á RAMi. Þetta er þess virði ef menn hafa gaman að því að tjúna rigginn.
Hérna geta menn séð CPU scoreið mitt í núverandi TimeSpy meti, CPU 22181 og er að keyra DDR 7200 á standard timings frá framleiðenda.
https://www.3dmark.com/spy/32799997
Set hraðann í 7000 og vinn með timings og ég fæ í sama testi þetta, CPU 25320. Ekkert overclock á CPU í báðum tilfellum og RAMið ennþá á default volt 1.4, engu breytt í minnisspennu. Klst. sem þetta tók, við erum að tala um 10% performance aukningu með engri fyrirhöfn og það er ennþá meira þarna inni, fór svona safe leið sem þar sem ég mixaði timings frá Luumi og öðrum sem ég fann á netinu sem eru að hamast í þessu.
Secondary og tertiery timings gerðu mun meira en lækkun á primary timings, er með Hynix RAM, veit ekki hvort það er M eða A die, held A die.

Re: Intel 12th og 13th gen - RAM Secondary timings hafa mikil áhrif

Sent: Þri 07. Mar 2023 13:20
af KristinnK
Þetta er nokkuð gamalt innlegg en ég er forvitinn um hvernig þú fórst að þessu. Lækkaðir þú hvert timing fyrir sig þangað til það byrjaði að valda óstöðugleika, eða varstu með einhvers konar kerfi svo sem að lækka öll timing til skiptis eins og þegar hert er á róm á bílfelgu?

Re: Intel 12th og 13th gen - RAM Secondary timings hafa mikil áhrif

Sent: Fim 09. Mar 2023 08:18
af Templar
Ég mixaði settings frá öðrum aðilum sem höfðu verið að yfirklukka, Luumi og Buildzoid. Það sem ég gerði er að ég tók stillingar sem þeir höfðu notað á DDR 6800 og svo DDR 8000, mixaði þessu saman sjálfur.
Ég byrja á primary timings, finn safe stable OC á default spennu, keyrir memtest pro eða álika software, tekur ca. 10m að vita hvort allt sé 100%. Eftir það eru það aftur "safe" seconary timings og svo tertiery. Þegar þú ert með algörlega safe timings sem virka á þitt minni og tegund, mitt er Hynix A die. Þá reynir þú aðeins að ýta á þau timings fyrst sem draga úr latency, þú finnur fljótlega sársaukapunktinn þarna með memtest pro t.d. sem sýnir þá errors, þetta er svona 1-2klst. jobb, vistar svo góðar stillingar og þú ert búinn að auka performancinn allt að 10% í sumum tilfellum, engin auka hiti eða neitt.

Er núna í DDR 8000 sjálfur, cl 36 með loose timings, núna byrja ég að skoða að þrengja í rólegheitum og minnka latency enn meira, er í 57ns. í AIDA.