Síða 1 af 1

Vantar kassa sem DFI NF4 LanParty passar í með hljóðkorti

Sent: Lau 10. Des 2005 01:17
af hilmar_jonsson
Mig vantar s.s. kassa sem DFI LANPARTY nF4 LanParty Ultra-D passar í.
Það nægir að eftirfarandi borð komist í hann:

Lanparty nF4 SLI-DR
Lanparty UT nF4 SLI-DR
Lanparty UT nF4 SLI-D
Lanparty UT nF4 Ultra-DR
Lanparty UT nF4 Ultra-D
Lanparty UT nF4-D

Vandamálið er að hljóðkortið er að flækjast fyrir mér.
Ég hef þegar reynt tvo kassa. Það kemst í þá báða ef ég tek 120mm viftuna að aftan úr. Ætli ég endi ekki á CM stacker ef engar lausnir koma.

*Ég fæ örugglega plús frá stjórnendum fyrir lýsandi titil. :D

Sent: Lau 10. Des 2005 07:35
af kristjanm
Þetta borð á að passa í alla venjulega ATX kassa.

Sent: Lau 10. Des 2005 10:03
af @Arinn@
CM er bara góður kassi.

Sent: Lau 10. Des 2005 11:10
af wICE_man
Þú gætir komið við og litið á kassana hjá mér, ég er nokkuð viss um að þú findir einn við hæfi.

Sent: Lau 10. Des 2005 13:18
af hilmar_jonsson
kristjanm skrifaði:Þetta borð á að passa í alla venjulega ATX kassa.


Þetta gerir það, en hljóðkortið (eða hljóðtengin) sem hægt er að taka af stendur upp úr. Sjá mynd. Það passar því ekki í alla venjulega ATX kassa ef maður vill setja viftu aftast í kassann og hafa hljóðkortið í.

Sent: Lau 10. Des 2005 13:42
af hahallur
Þetta dót passar ill í CM Stacker.

Sent: Lau 10. Des 2005 13:53
af hilmar_jonsson
hahallur skrifaði:Þetta dót passar ill í CM Stacker.


Útaf einhverju öðru en mínu vandamáli?

Sent: Lau 10. Des 2005 14:08
af kristjanm
Það fylgir spjald með móðurborðinu þar sem eru göt fyrir öll þessi tengi, svo skiptirðu spjaldinu í kassanum út og setur hitt í.

Þessi tengjaspjöld eru öll jafnstór, eða svo hélt ég allavega :roll:

Sent: Lau 10. Des 2005 14:17
af Pandemic
kristjanm skrifaði:Þessi tengjaspjöld eru öll jafnstór, eða svo hélt ég allavega :roll:


Þau eru það bara staðall :)

Sent: Lau 10. Des 2005 15:04
af hilmar_jonsson
kristjanm skrifaði:Það fylgir spjald með móðurborðinu þar sem eru göt fyrir öll þessi tengi, svo skiptirðu spjaldinu í kassanum út og setur hitt í.

Þessi tengjaspjöld eru öll jafnstór, eða svo hélt ég allavega :roll:


Þetta passar í. Það er ekki vandamálið. Vandamálið er að það sem rauði hringurinn er utanum stendur upp fyrir tengispjaldið og opið fyrir viftuna er alveg við tengispjaldið á báðum þessum kössum. Þess vegna kemst bara annaðhvort í, Karjan sound modulið eða 120 mm vifta.

Sent: Lau 10. Des 2005 16:06
af Mencius
Ég er með dragon kassa með 120mm viftu í og þetta passar í hjá mér, rétt svo. Það var samt smá vesen að koma viftuni í.

Sent: Lau 10. Des 2005 16:10
af hilmar_jonsson
Ég held að ég kíki bara til wICE_man með málband...