Síða 1 af 1

error í prime95 og hiti ...

Sent: Fim 08. Des 2005 10:00
af MuGGz
ég var að keyra Prime95 torture blend test í nótt og hún feilaði eftir ca 5klst og 34 mín..

Segjum að ég breyti engum stillingum og hafi vélina bara svona, ef hún frís/crashar ekki og runar alveg smooth ætti þetta þá ekki að vera í lagi ?

síðan hvað er HÁMARKS hiti sem vélin má fara í þegar ég er að keyra þetta test ? ég lét viftuna blása 60% í nótt og hún fór aldrei yfir 55° enn er að spá í að reyna breyta stillingum og komast hærra og þar að leiðandi þarf ég líklegast að hækka spennuna meira enn ég hef þegar gert..

er í lagi að hann fari alveg í 65-70° í torture test ?? hann mun þó aldrei fara það hátt í minni daglegri noktun tölvunnar þar sem ég nota hana aðalega bara í cs, er aðalega bara að spá í torture testinu og hitanum..

btw þetta er vélin sem er í undirskrift

Re: error í prime95 og hiti ...

Sent: Fim 08. Des 2005 10:41
af Stutturdreki
MuGGz skrifaði:ég var að keyra Prime95 torture blend test í nótt og hún feilaði eftir ca 5klst og 34 mín..

Segjum að ég breyti engum stillingum og hafi vélina bara svona, ef hún frís/crashar ekki og runar alveg smooth ætti þetta þá ekki að vera í lagi ?
Eh.. nei? Ef það kemur villa í Prime95 þá áttu það á hættu að það komi villa í öðrum forritum.. td. ef það kemur villa í stýrikerfinu þá fer allt í steik. Getur náttúrulega rebootað og byrjað upp á nýtt en ég myndi ekki segja að tölvan þín væri 'stable'. Getur prófað að keyra Prime95 aftur og sjá hvort það gengur eitthvað betur.

Og varðandi hitan, örgjörvin/tölvan ætti alveg að þola upp í 80°C og jafnvel hærra, finnur örugglega upplýsingar um þetta hjá framleiðanda. En myndi halda að það væri ekki gott að keyra lengi á þessum hita.

Sent: Fim 08. Des 2005 10:59
af gnarr
villa eftir tæpa 6 tíma er alsekkert alverlegt.

Ég hef verið á tölvu sem gat ekki keyrt prime í eina mínútu (þetta var tilraun), og ég keyrði hana þannig í 2 mánuði án þess að fá crash. Prime sýnir bara hvað örgjörfinn geturu keyrt lengi í 100.1% notkun ;)

Sent: Fim 08. Des 2005 11:19
af MuGGz
já ég hef engar svakalegar áhyggjur af þessum error í prime95, hlít að getað komið í veg fyrir hann með smá breytingum

Segjum að ég keyri prime95 yfir nótt og örgjörvinn er i um 65-70° alla nóttina meðan testið er í gangi eða svona mest megnis, fer það illa með örgjörvann að vera í þessum hita í svona langan tíma ??

Svo önnur spurning sambandi við vinnsluminni.. (sumum finnst þessi spurning kannski nýgræðingsleg)

enn hvað græði ég á því að keyra kannski minnið mitt á 440 mhz eða jafnvel hærra, ef að móðurborðið supportar bara 400mhz ?

Síðan annað hehe, hvort skiptir hraðin meira máli á minninu eða timings ?

núna er minnið í 166mhz @ 200 í 2 2 2 5 , segjum að ég fari með það hærra og þurfi þar að leiðandi hugsanlega að hækka timings, er ég að tapa á því ? þeas að hækka hraðan á minninu enn á móti að hækka timings ?

Sent: Fim 08. Des 2005 11:31
af Stutturdreki
Þú verður bara að benchmarka fyrir og eftir til að komast að því (varðandi minnið það er).

Ég prófaði að setja minnið mitt í 3-3-3-7 og kom því í 452mhz og það scoraði lægra heldur en 2-3-2-5 á 400mhz. Prófaði reyndar ekki hvort ég gæti lækkað timings-in aftur þegar ég var kominn í 452mhz.

Og, ef þú kemur minninu í 440mhz, þá ertu að fá 440mhz sama hvað móðurborðið segir.

Sent: Fim 08. Des 2005 11:57
af MuGGz
takk fyrir þetta Stutturdreki :)

*edit* góð benchmark forrit fyrir vinnsluminni?

Enn þá með hitann, færi það illa með örgjörvann að vera keyra yfir nótt í torture test og hitinn í 65-70° mest megnis nóttina ?

Sent: Fim 08. Des 2005 12:07
af gnarr
það er líklegra að þú græðir meira á ða hafa lág timing og minni bandvídd heldur en há timing og háa bandvídd.

Prófaðu þig bara áfram með dividerinn.

Sent: Fim 08. Des 2005 12:11
af Stutturdreki
MuGGz skrifaði:góð benchmark forrit fyrir vinnsluminni?
Minnið hefur áhrif á flest benchmarks, kannski síst 3D Mark en PC Mark ætti að vera fínt, svo eru memory Benchmarks í Everlast og örugglega SiSoft Sandra líka.


MuGGz skrifaði:Enn þá með hitann, færi það illa með örgjörvann að vera keyra yfir nótt í torture test og hitinn í 65-70° mest megnis nóttina ?
Ætti að vera í lagi ef það fer ekki mikið yfir 70°C, en myndi checka á hámarks hita hjá framleiðanda.

Sent: Fim 08. Des 2005 13:24
af kristjanm
Þessi hiti er í lagi, en ég myndi samt halda að örgjörvinn væri óstöðugur í svona háum hita.

Síðan er sennilega betra að hafa lágar timings á minninu heldur en háan klukkuhraða. Nema að þú sért með einhverja bh-5 kubba eða álíka, þá geturðu keyrt minnið nokkuð hátt með 2-2-2-5 timings (þarft háa spennu reyndar).

Sent: Fim 08. Des 2005 13:32
af MuGGz
ég er ekki með bh5 kubba, er með minnið sem er í undirskrift

ég var að leika mér í gær og setti það í 480mhz og 2.5 3 3 8 runaði super_pi og breytti þessu svo hehe, gerði enga tilraun til að lækka timings neitt frekar ..

enn hérna, sambandi við minnið, ég get ekkert breytt mhz á því öðruvísi enn að láta það fylgja með fsb-inu ? eins og núna er ég með örgjörvann í 245 * 9 = 2.2Ghz og minnið er þá í 166mhz @ 200mhz 2 2 2 5 ..

Sent: Fim 08. Des 2005 13:36
af Stutturdreki
Nei.. mhz talan á minninu er FSBx2. Það er nebblilega það sem DDR stendur fyrir :)

Sent: Fim 08. Des 2005 13:48
af MuGGz
amh, hélt það líka :wink:

enn já, maður heldur ámfram að dunda sér í kvöld með þetta, skal komast í 2.3ghz þá er ég orðin sáttur :)

*edit* maður getur ekkert skemmt annað enn örgjörvann er það t.d. með of miklum hita eða eitthvað? móðurborðið er ekkert í hættu eða aðrir hlutir ? :roll:

Sent: Fim 08. Des 2005 14:10
af kristjanm
Neinei hlutirnir þínir eru ekkert í hættu, en ég er nokkuð viss um að þeir eigi ekki eftir að vera stöðugir í svona miklum hita.

Ættir að prófa að hækka voltin örlítið á minninu og athuga hvað þú nærð þeim hátt með 2-2-2-5 timings.

Sent: Fim 08. Des 2005 14:46
af gnarr
MuGGz skrifaði:enn hérna, sambandi við minnið, ég get ekkert breytt mhz á því öðruvísi enn að láta það fylgja með fsb-inu ? eins og núna er ég með örgjörvann í 245 * 9 = 2.2Ghz og minnið er þá í 166mhz @ 200mhz 2 2 2 5 ..


Hvað ertu að reyna að segja???

Minnið fylgir alltaf FSB að einhverju leiti. Hinsvegar geturu notað dividera. Ef þú vilt tildæmis ná minninu í DDR440, þá stilliru á "200" í bios, og FSB overclockar svo í 220. þá er minnið komið í 220MHz líka.
Hinsvegar, ef þú vilt hafa minnið undir 200MHz, þá getur sett divider, tildæmis 166 (9/11), 133 (9/14) eða 100 (9/18).

Þú getur notað þessar formúlur:

MHz á minni = FSB x MEMdivider*
MHz á örgjörfa = FSB x Multi
MHz á HTT = FSB x HTT


* ATH. að vegna þess að minnisstýringin er í örgjörfanum á A64, þá er dividerinn settur á heildarklukku örgjörfanns. 939 3000+ er tildæmis með hæst 9x í multi, þannig að "200" dividerinn er 9/9, "166" 9/11, "133" 9/14 og "100" 9/18. Ef þú lækkar multi tildæmis í 8x, þá er "200" 8/8, "166" 8/10, "133" 8/12 og "100" 8/16.

Sent: Fim 08. Des 2005 15:21
af gnarr
Ef þið hafið áhuga, þá getið þið notað þetta excel skjal til að reikna út fyrir ykkur:

http://notendur.mi.is/gnarr/misc/OC.htm

Breytið bara því sem er udnirstrikað. allt annað er reiknað út :)

Sent: Fim 08. Des 2005 15:33
af Stutturdreki
Firefox skrifaði:To use this Web page interactively, you must have Microsoft® Internet Explorer 5.01 Service Pack 2 (SP2) or later and the Microsoft Office 2003 Web Components.
crappy crap :)

Office Web Components eru alveg óþolandi drasl btw :| Algerlega client based og skapa endalaust vandamál við uppfærslur á Office, fólk þarf td. að vera með office 2003 til að þetta virki.

Sent: Fim 08. Des 2005 15:34
af gnarr
reddaðu þér á office... ;)

Sent: Fim 08. Des 2005 16:02
af gumol
Síður sem virka ekki í firefiox = síður sem virka ekki fyrir mig :)

Sent: Fim 08. Des 2005 16:09
af gnarr
Gaurar sem nota firefox = gaurar sem virka ekki fyrir mig.. ;)

Þið getið líka downloadað þessu og opnað með excel ef þið erum með excel á tölvunni.

Sent: Fim 08. Des 2005 16:58
af CraZy
síður sem virka ekki með opera= síður sem eru ekki fyrir mig ;) (nema cad reyndar..)