Hvernig ætli maður hafi lækkað viftuhraðann um 6-8% á 970 kortinu mínu við 2klst heaven benchmark ?
Gamalt hitakrem ? nei. (MX-4 síðan í gær og settur slatti á með "X" aðferðinni án þess að það pressist yfir annað en GPU die.)
Nýjir sílíkon púðar yfir kubbasettið ? nei.
Meiri hersla á skrúfunum kringum GPU ? nei. nota alltaf hersluskrúfjárn sem er stillt á 22 Ncm.
Lægri herbergishiti ? Nei. (hitamælir sýnir ~21°C báða daga)
Keypti ég super duper BS 15W/mk hitakrem á 5-10þ per grammið ? nei.
Notaði ég "drasl" hitakrem sem er bara hlægilegt 1.5W/m´c ? Já/ og nei.
Eina sem ég gerði var að skipta um arctic mx-4 og láta fáránlega þunnt lag af 1.5 W/mk gumsinu með plast spatulu sem ég bjó til með að klippa niður útrunnið sjúkratrygginga ferðatrygginakort
Finnst Mx-4 fínt, maður átti kannski að nota það, og kannski virkar það svona vel því það flýtur vel. En ég þarf þess ekki því ég á helling af "crap" hitakremi sem ég get notað út ævina núna, með að spara það (vonandi spillist það ekki fljótt með tímanum)
Hverju gæti ég verið að klúðra hérna annars ? Var ekki að gera einhverja thermal paste tilraun, heldur prufa kortið eftir "djúphreinsun" og setti þá Mx-4 kremið en langaði að prufa 1.5W/mk uppá jókið. Sérstaklega í ljósi þess að gamersnexus bloggið segir 1.5W/mk krem "NOT reccomanded" , hinsvegar var ég alveg tilbúinn að taka áhættu með kortið með upplýsingum af Igors lab.
Með að lesa viturlegar síður á netinu varðandi tölvuhobbýið þá fær maður nýjar hugmyndir stundum.
Igors lab
Heimskulegar síður á netinu ráðast oftar en ekki á peningaveskið hjá manni.
Kælikrem BS
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 955
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Kælikrem BS
Hitakremið verður gult og svo brúnt á litinn með tímanum. Annars gildir alltaf less is more þegar kemur að hitakremi.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kælikrem BS
arons4 skrifaði:Hitakremið verður gult og svo brúnt á litinn með tímanum. Annars gildir alltaf less is more þegar kemur að hitakremi.
Já, þetta kemur allt í ljós svo hvort þetta kælikrem endist svo eitthvað, Notaði einu sinni úrgang af aliexpress (GD900) sem virkaði ok í tvær vikur, síðan rauk upp hitinn á CPU.
Þetta 1.5W/mk goo er líklega vandaðara samt og hefur datasheet sem gefur upp -30 - 300°C operational temperature fyrir industrial usage. Með dielectric konstant = 5 sem er eitthvað líkt Mica eða Gleri. og því ekki leiðandi rafmagn.
Hugsa að enginn af þessum fancy thermal paste makers búi þau til sjálfir, heldur kaupi bara eitthvað svona iðnaðargums af ýmsu gæðum og setji einhvern matarlit í þetta og skella 15W/mk miða á túbuna