Síða 1 af 1

HLJÓÐLAUS vatnskæling frá Zalman

Sent: Fim 10. Nóv 2005 23:46
af Róbert
Ég er að spá í þessu svona til að losna við viftusuð úr vélinni.
Hefur einhver reynslu eða þekkingu hvort þetta virki vel.
eða er eitthvað betra til?
Er ekki að OC neitt, bara með AMD XP 3000
Það sem ég fann á google sýndist bara þetta reynast nokkuð
vel en mig langar að fá ykkar álit.
takk fyrir
kv.Róbert
http://start.is/default.php?cPath=76_141

Sent: Fös 11. Nóv 2005 00:15
af hilmar_jonsson
Sumum finnst OC snúast um að vera með ódýran örgjörva og góða kælingu.

Því ætti þetta einmitt að hvetja þig til OC.

Sent: Fös 11. Nóv 2005 01:28
af MuGGz
þessi kæling er ekki hugsuð til að oc ... heldur til að vera með hljóðlausa vél

Sent: Fös 11. Nóv 2005 01:32
af gumol
Ég býst við að þetta sé alveg hljóðlaust, en ertu viss um að það séu vifturnar inní kassanum sem eru að gefa mesta hávaðan? Ekki td. kassaviftur eða hörðu diskarnir?

Sent: Fös 11. Nóv 2005 02:08
af ICM
Skjákort eru oft með einna mesta hávaðan

Sent: Fös 11. Nóv 2005 08:27
af Mumminn
ég er eimmitt með vatnskælingu sem er frá AlphaCool og hún hefur lækkað hljóðið í kassanum mínum mikið. En síðan um daginn fékk ég mér "Arctic Silencer" á skjákortið og þá fyrst er kassinn minn gjörsamlega hljóðeinangraður. \:D/

Sent: Fös 11. Nóv 2005 10:21
af kristjanm
Þessi Zalman reserator kælir ekki vel, hann er hugsaður til að vera hljóðlátur.

Las samt einhversstaðar að hann kæli betur ef hann er fyrir aftan kassann og fær blástur frá PSU viftunni, veit ekki hvað það munar miklu.

Þetta er samt frekar dýr kæling, myndi persónulega frekar fá mér hljóðláta örgjörva/skjákorts kælingu og hljóðlátar kassaviftur.

Sent: Fös 11. Nóv 2005 11:25
af Mumminn
þessi zalman vatnskæling er alveg hljóðlaus en hún kælir eginlega ekki neitt.
ég held meira að segja að Zalman blómið kælir töluvert betur en þessi.

Sent: Fös 11. Nóv 2005 12:23
af @Arinn@
Ég held að waterchill sé það besta en annars er ekki mikill munur á waterchill og blóminu (mér var sagt það)

Sent: Fös 11. Nóv 2005 12:47
af Mumminn
það fer náttla eftir Water-Chilli. eins og ég hef átt "AlphaCool og Asetec" og ég finn mikinn mun á þeim. Asetec-inn er mun betri kæling en það heyrist helvíti vel í henni. síðan er það AlphaCollinn sem heyrist nákvæmlega ekkert í og kælir aðeins betur en blómið. Örrinn er í messtalagi 20°C á AlphaCoolinu.

Sent: Fös 11. Nóv 2005 13:19
af Róbert
Hilmar þetta á EKKI að hveta mig í OC eins og skrifaði ÞÁ ER ÉG EKKI AÐ OC.
Er bara að reyna að fá sæmilega kælingu og losna við viftusuð á litlu vélina mína,þetta ætti nú að vera nógu gott fyrir AMD XP 3000
og þagga niður í skjákorti eða hvað
takk
Róbert

Sent: Fös 11. Nóv 2005 13:21
af CraZy
jamm ef þú vilt hljóðlaust þá er þetta málið,einsog hefur verið nemt

Sent: Lau 12. Nóv 2005 03:21
af MuGGz
þarna ertu bara að losna við hávaðann á örgjörvanum ...

finnst þetta anskoti mikil peningur bara til að losna við hávaðann frá einum hlut ... :roll:

gætir gert alla vélina silent fyrir minni pening ef eitthvað er ...

Sent: Lau 12. Nóv 2005 03:23
af @Arinn@
Já en verður að átta þig á því að þetta er vatnskæling

Sent: Lau 12. Nóv 2005 03:24
af hilmar_jonsson
*utan efnis*
Það er bara stuð hér á nóttinni.

Sent: Lau 12. Nóv 2005 03:28
af @Arinn@
jájájá.... fáðu þér bara nýju Zalman viftuna eða semsagt 9500 línuna hún er bara 18db se mer ekki mikið miðað við örgjörvakælingu ! :shock:

Sent: Lau 12. Nóv 2005 13:03
af MuGGz
@Arinn@ skrifaði:Já en verður að átta þig á því að þetta er vatnskæling


vatnskæling sem kælir svo ekki jack shit :roll:

Sent: Lau 12. Nóv 2005 13:06
af @Arinn@
MuGGz skrifaði:
@Arinn@ skrifaði:Já en verður að átta þig á því að þetta er vatnskæling


vatnskæling sem kælir svo ekki jack shit :roll:

Hvar ætlaru að fá vatnskælingu sem er hljóðlát undir 15000 á Íslandi.. Vatnskælingar kosta bara meira en Vifturnar þú sumar hverjar geta kælt betur heldur en sumar vatnskælingar.

Sent: Lau 12. Nóv 2005 13:20
af MuGGz
@Arinn@ skrifaði:
MuGGz skrifaði:
@Arinn@ skrifaði:Já en verður að átta þig á því að þetta er vatnskæling


vatnskæling sem kælir svo ekki jack shit :roll:

Hvar ætlaru að fá vatnskælingu sem er hljóðlát undir 15000 á Íslandi.. Vatnskælingar kosta bara meira en Vifturnar þú sumar hverjar geta kælt betur heldur en sumar vatnskælingar.


vá gaur ég veit það alveg :!: enn það er ekki það sem ég er að segja hérna..

ég er að meina, að aldrei myndi ég fara fjárfesta mér í svona utanáliggjandi vatnskælingu sem kostar 20.000 bara til að losna við hávaðan frá örgjörvanum og í þokkabót sem kælir minna heldur enn góð zalman vifta sem er samt nánast dead silent ... :roll:

fyrir þessar 20k gætiru gert alla vélina silent...

og svo er bara vesen að vera með svona utanáliggjandi vatnskælingu ef maður er á einhverju flakki með vélina

*edit* svo er hann að segja að hann sé ekkert að fara oc neitt, þannig tilhvers í óskupunum að fá sér vatnskælingu :roll: fyrir mér er þessi vatnskæling waste of money

Sent: Lau 12. Nóv 2005 13:24
af Róbert
ég vil þakka fyrir þessa umræðu hér fékk mig til hugsa betur.Hvað ég mun gera kemur í ljós síðar.
takk fyrir mig að sinni
kv.Róbert