Síða 1 af 1

Vatnskæling - minni hávaði?

Sent: Þri 08. Nóv 2005 19:53
af Skrekkur
Ég er mikið að spá að fá mér vatnskælingu af tveimur ástæðum 1. minnka hávaðan í tölvunni, og kæla draslið soldið betur.
Þetta mun verða í coolermaster stacker kassa. Ég vil ekki borga mikið meira en 20.000 kall fyrir slíka kælingu.
Ég vil helst fá einhverja kælingu sem endist mér amk í næstu uppfærslu.

Kerfið sem ég er með núna er:
Intel pentium 4 HT 2,8 ghz @ 3.1 ghz (max hiti með current kælingu 55c)
Ati Radeon 9800 pro 128mb með Zalman CU-7700 flower kælingu
Asus P4800C deluxe - engar viftur á borðinu.

Gæti kannski verið sniðugt að kaupa bara góða silent kælingu á örgjörvan í staðinn fyrir vatnskælingu. Ef svo hverju mæliði með sem er hljóðlátt og kælir amk ekki verr en mín kæling.
Ég er svona að miða á um og undir 20db

Sent: Þri 08. Nóv 2005 20:15
af fallen
Okay.. ertu með örgjörvaviftu á skjákortinu ?
Annars veit ég ekkert um vatnskælingar, gl.

Sent: Þri 08. Nóv 2005 20:27
af kristjanm
Ættir bara frekar að fá þér öfluga loftkælingu.

Zalman gerir hljóðlátar og góðar kælingar og nýja 9500 kælingin frá þeim er alveg mjög öflug. Hún fæst í start.

Sent: Þri 08. Nóv 2005 22:29
af Skrekkur
fallen skrifaði:Okay.. ertu með örgjörvaviftu á skjákortinu ?
Annars veit ég ekkert um vatnskælingar, gl.


hehe ég mundi aðeins vitlaust greinilega er með VF700-Cu á kortinu, Örgjörvagaurinn er eitthvað sem ég keypti fyrir löngu síðan (á sama tíma og örgjörvann) og kostaði einhvern 3 eða 4 þúsund kall í tölvuvirkni.
Hafði ekkert pælt mikið í kælungum þar, en það er soldill hávaði í þeirri viftu.

kritjanm skrifaði:Ættir bara frekar að fá þér öfluga loftkælingu.

Zalman gerir hljóðlátar og góðar kælingar og nýja 9500 kælingin frá þeim er alveg mjög öflug. Hún fæst í start.


Hef skoðað nokkur reviews um hana , jú hún virðist vera ágætis-kostur en virðist líka heyrast hátt í henni í perfomance mode- fer uppí 37 db smkv reviews.
Ég myndi helst vilja eitthvað hljóðlátara en það, en ef ég fer í loftkælingu þá verður það sennilega 9500, nema ég sjái eitthvað betra og lágværara en það

Sent: Þri 08. Nóv 2005 23:40
af kristjanm
Það er hraðastillir á viftunni, getur stillt hana þannig að hún sé mjög hljóðlát. Ætti að kæla mjög vel þrátt fyrir það.

Thermaltake Big Typhoon á að vera jafngóð ásamt því að vera alveg hljóðlát en ég hef ekki séð hana til sölu hér á landi.

Ef ég væri að kaupa mér kælingu í dag væri það Zalman 9500.

masi

Sent: Mán 14. Nóv 2005 00:00
af Mazi!
keiptu bara piron eða það er svona hljo' einangrandi efni í kasan

Re: masi

Sent: Þri 21. Mar 2006 18:13
af skuliaxe
maro skrifaði:keiptu bara piron eða það er svona hljo' einangrandi efni í kasan


Getur gerð það en ath að þá hitnar kassinn um kannski 2-3°c sem hefur áhrif á flest annað. Og þessi aðferð hefur sæmileg áhrif ef það eru hljóð INNÍ kassanum sem angra þig. Viftur sem eru framan/aftan/ofan/undir kassanum og aflgjafinn munu samt hljóma nákvæmlega eins.

Þar sem þú ert með Stackerinn mæli ég með:
1) Sleppa því að hugsa um Vatnskælingu. Fyrir 20.000 max muntu fá Kit sem kælir verr en góður heasink. Auk þess mun hávaðinn vera sá semi þar sem flestar vatnskælingar eru hvort er með 1+ viftur...
Nema t.d. Restoratorinn frá Zalman en hann kælir ekkert sérlega vel!

2) Loka fyrir framhliðina NEMA þar sem intake vifta er. Því öll framhliðin er semí opin og heyrist mikið út úr kassanum þaðan, einmum frá hörðum diskum.

3) Fá þér heatsink eins og t.d. Thermalright XP-90, XP-120, Sythe Ninja, Termaltake Big Thypoon (afhverju fást þeir ekki á klakanum!?!?!?) eða þá , Zalman 9500.

P.s.: Með Vatnkælingu muntu einnig þurfa auka viftu til að blása yfir móðurborðið.

P.s.: Ég er með Stackerinn, XP-120 með 120x38mm viftu og Intel 550 D0 stepping (115W) er um 31-34°c idle (fer eftir veðri) og 49°c Load hjá mér.
Viftan á XP-120 hjá mér snýst á 1400RPM... einnni stillingu hægar og það slökknar á henni. S.s. tölvan er öflug en hljóðlát.

Re: masi

Sent: Þri 21. Mar 2006 18:21
af Veit Ekki
skuliaxe skrifaði:
maro skrifaði:keiptu bara piron eða það er svona hljo' einangrandi efni í kasan


Getur gerð það, og þá hitnar allt smá í kassanum.

Þar sem þú ert með Stackerinn mæli ég með:
1) Sleppa því að hugsa um Vatnskælingu. Fyrir 20.000 max muntu fá Kit sem kælir verr en góður heasink. Auk þess mun hávaðinn vera sá semi þar sem flestar vatnskælingar eru hvort er með 1+ viftur...
Nema t.d. Restoratorinn frá Zalman en hann kælir ekkert sérlega vel!

2) Loka fyrir framhliðina NEMA þar sem intake vifta er. Því öll framhliðin er semí opin og heyrist mikið út úr kassanum þaðan, einmum frá hörðum diskum.

3) Fá þér heatsink eins og t.d. Thermalright XP-90, XP-120, Sythe Ninja, Termaltake Big Thypoon (afhverju fást þeir ekki á klakanum!?!?!?) eða þá , Zalman 9500.

P.s.: Með Vatnkælingu muntu einnig þurfa auka viftu til að blása yfir móðurborðið.

P.s.: Ég er með Stackerinn, XP-120 með 120x38mm viftu og Intel 550 D0 stepping (115W) er um 31-34°c idle (fer eftir veðri) og 49°c Load hjá mér.
Viftan á XP-120 hjá mér snýst á 1400RPM... einnni stillingu hægar og það slökknar á henni. S.s. tölvan er öflug en hljóðlát.


Fást í Kísildal.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=36

Re: masi

Sent: Þri 21. Mar 2006 18:27
af skuliaxe
Veit Ekki skrifaði:Fást í Kísildal.


Klassi. Takk fyrir ábendingun.
Ég átti samt við alla upptalninguna á undan sviganum...s.s. XP-xxx líka

Þó mæli ég frekar með XP-120.
Thernaltake BigT kælir líklega 2-3°c betur en XP-120 en festingar-kerfið á BigT. er lélegt. Maður veit aldrei hversu mikið á að herða og áður en mar veit af því er móðurborðið farið að sveigjast... hehe
En samt sam áður hreyfist hann til hliðanna... hægt að juða honum til. Sem þýðir að hann er ekki nógu fastur á....

Sent: Þri 21. Mar 2006 19:48
af einzi
þú veist hvað þeir segja um vatnskælingar og óvarið kynlíf

One little spill and you are in deep shit

Sent: Mið 22. Mar 2006 07:22
af elv
Hefur einhver af ykkur snillingunum, sem eru að ráðleggja honum verið með vatnskælingar?

En í sambandi við vantkælingu þá áttu ekki eftir að sjá grýðarlega mun á hita hjá þér.(Að vísu verður minni munur á idle hita og load, og vatnkælinging mun taka betur við hitanum ef þú ert að OC grimmt með mikilli spennu á örranum.)

En með almennilegri dælu þá verðu vatnkælingin hljóðlaus, og þá meina ég alveg, hef aldrei heyrt í loftkælingu sem er alveg hljóðlaus.

En svo kemur á móti að það að setja vatnkælingu upp, sem er meira mál en að setja loftkælinug, báðar þurfa svipað viðhald, (ryksuga ryk/fylgjast með vatninu).

Jæja er of ný vaknaður til að hafa þetta lengra

Sent: Mið 22. Mar 2006 08:47
af Skoop
ég myndi segja vatnskæling, ég er búinn að vera að þagga niðrí minni vél undanfarna mánuði með lofti, og ég held ég geti fullyrt að það er ekki hægt að fá algerlega hljóðláta vél með loftkælingu.

er með viftustýringu til að draga úr viftuhraða, thermaltake big typhoon, 2x 12cm viftur, zalman blóma kælingu á skjákortinu, og svo psu.

ég er búinn að setja hljóðeingangri efni á kassann sem er úr stáli.
Vélin er orðin mjög hljóðlát hjá mér en alls ekki hljóðlaus sérstaklega er hátíðnihljóð í hörðu diskunum sem sleppur út ásamt smá hljóði þegar raptorinn er að vinna.

btw hérna sérðu hvað typhooninn er stór ef þú færð þér hann.
Mynd

Sent: Mið 22. Mar 2006 12:55
af Pandemic
Það væri nátturulega ráð að henda þessari háværu Tt viftu. Ég hef ekki átt eina Tt vöru sem er hljóðlát.

Sent: Mið 22. Mar 2006 13:16
af Mazi!
Pandemic skrifaði:Það væri nátturulega ráð að henda þessari háværu Tt viftu. Ég hef ekki átt eina Tt vöru sem er hljóðlát.

Tt viftur eru ekkert slæmar :?

Sent: Mið 22. Mar 2006 18:03
af Birkir
Ekki þessi, rétt er það, en allar aðrar sem ég hef prófað hafa verið mjög háværar.