Síða 1 af 1

3070 Coil whine

Sent: Mið 29. Sep 2021 23:52
af gisli98
Sælir, ég var að uppfæra tölvuna mína fyrir tveimur vikum og það er gríðarlega mikið coil whine undir load og hef bara tekið eftir þvi eftir ég setti tölvuna uppá borðið, ég hélt að ég gæti lifað með þessu en er eiginlega kominn með nóg þar sem ég heyri líka í það í gegnum headsettin.
Hefur ehv reynslu við að underclocka til að losna við þessu eða er hægt að fá RMA vegna coil whine?

Re: 3070 Coil whine

Sent: Fim 30. Sep 2021 11:28
af bjornvil
Hvernig kort ertu með? Ég tók eftir þessu hjá mér líka. Það er kannski ekki það slæmt að ég heyri það í gegnum headset. En vifturnar hjá mér eru líka frekar háværar, á eftir að reyna að túna þetta eitthvað betur. Er með Gigabyte RTX 3070 Gaming OC. Er forvitinn um þetta líka

Re: 3070 Coil whine

Sent: Fim 30. Sep 2021 13:03
af gisli98
bjornvil skrifaði:Hvernig kort ertu með? Ég tók eftir þessu hjá mér líka. Það er kannski ekki það slæmt að ég heyri það í gegnum headset. En vifturnar hjá mér eru líka frekar háværar, á eftir að reyna að túna þetta eitthvað betur. Er með Gigabyte RTX 3070 Gaming OC. Er forvitinn um þetta líka


Er með Gainward Phoenix sem var eina í boði í skjákorta faraldrinum, ég er búinn að underclocka allt í minnsta í gegnum afterburner en heyrist samt alveg jafn mikið

Re: 3070 Coil whine

Sent: Fim 30. Sep 2021 15:25
af nardo
Þegar spólan og þéttir í vrm rásinni hitta á marktíðni sem er á heyranlega sviðinu gerist þetta. Þetta er skaðlaust, hef "lagað" þetta með að skipta út spólunum fyrir nýjar með 5% lægra span gildi. Sem hefur bara áhrif á skiptitíðnina á vrm einingunum og keyrir þær örlítið "harðar" en hækkar tíðnina yfir heyranlega sviðið okkar. Yfirleitt er þetta minniháttar hönnunar vandamál.

En stundum geta það verið aðrar ástæður fyrir þessu eins og MLCC þétta söngl.

Re: 3070 Coil whine

Sent: Fim 30. Sep 2021 15:31
af Zethic
nardo skrifaði:Þegar spólan og þéttir í vrm rásinni hitta á marktíðni sem er á heyranlega sviðinu gerist þetta. Þetta er skaðlaust, hef "lagað" þetta með að skipta út spólunum fyrir nýjar með 5% lægra span gildi. Sem hefur bara áhrif á skiptitíðnina á vrm einingunum og keyrir þær örlítið "harðar" en hækkar tíðnina yfir heyranlega sviðið okkar. Yfirleitt er þetta minniháttar hönnunar vandamál.

En stundum geta það verið aðrar ástæður fyrir þessu eins og MLCC þétta söngl.


Mhm ég skildi nokkur orð :-k

Re: 3070 Coil whine

Sent: Fim 30. Sep 2021 15:35
af 0zonous
Þetta getur líka stafað af coil whine frá aflgjafanum. Þetta var þekktur vandi þegar að 1000 línan frá NVIDIA kom út og fólk var að henda nýjum skjákortum í tölvuna en var með budget aflgjafa.

Ég var að starfa hjá tölvufyrirtæki í bænum og ég held að við höfum skipt út hátt í 200 aflgjöfum á einu ári út af þessu vandamáli.