Kínversk lóðbolta dauðagildra.
Sent: Sun 23. Maí 2021 18:17
Sælir.
Eins og þið vaktara félagarnir eru farnir að vita þá er gamli oft með sniðuga random pósta hérna
Í þetta skiptið varð ég bara að minnast á hætturnar sem fylgja því að panta eitthvað kína dót, þótt tiltekið apparat sé vinsælt á samfélagsmiðlunum.
Þar sem ég er farinn að dunda mér frekar mikið heima að laga dót þá vildi ég kaupa auka lóðstöð til sem getur notað sömu lóðodda og mín trausta Hakko Fx-941 sem ég nota tugi klst á mánuði í vinnunni. Hinsvegar er hakkóinn ágætlega dýr ef hann er keyptur genuine, en af skærri tilviljun lenti ég á youtube video sem gæji var að prufa fluss, fyrir smd lóðningar. Og mælti hann sérlega með þessari græju, sem er PERFORMER fyrir 8 þús innflutt, og er hún vinsæl í beinu hlutfalli hversu góð hún er og notar osom T-12 hakkó odda / bæði genuine og fake,,, nice !! Svo gamli hugsaði sig ekki tvisvar um og keypti 1x stk svona gerpitrýni þó gleymdi "sérfræðingurinn" á youtube að minnast á að hún er vel þekkt fyrir að vera stórhættuleg græja og hefur hann líklega lagað hana því annars væri helmingurinn af öllum viðgerðunum hans líklega ónýtar eða hann undir torfu.
*edit* gæjin var með 24V útgáfuna sem notar utanáliggjandi aflgjafa sem er líklega mjög öruggur ef hann er ekki frá kína. Hinsvegar gæti ESD vörnin verið eitthvað glötuð eða ekki til staðar og íhluta zapp gæti átt sér stað.
Svo hérna er fjörið.
Þettar byrjar á að stöðin krassar... skjárinn fer í FOKK, og sé ég að þetta er tengt einhverju af zappinu sem ég gaf stöðinni áður og hugsa ekkert meira útí þetta.. Síðan kemur að því að helv. borðið sem ég lóða gefur mér ágætis stuð, þá ekki bara þetta venjulega ZApp, heldur í hvert einasta skipti sem ég snerti stellið á græjunni sem ég er að laga þó hún sé algerlega ótengd ! Þá fer ég að pæla, þar sem ég er alltaf með anti-esd úlnliðsstrapp á hendinni þá fer maður að leggja tvo og tvo saman þar sem einu tengingarnar eru lóðboltinn og úlnliðsbandið og bæði tengt sömu jörð. Svo ég fer að mæla.
Hérna sjáum við hvorki meira né minna en heil 70V riðspennu til jarðar. Svo ef ég er að lóða eitthvað þá fara 70V gegnum íhlutinn þaðan í gegnum prentið og endanum í jörðina á prentpötunni og endar þar í stellinu sem hendin á mér liggur við...
70V
Næst er draslið skrúfað í sundur, og ENGAR sjáanlegar jarðbindingar, nema skitinn smd 1Mohm (1/8W) viðnám frá lóðboltajörð til jarðar, sem skýrir spennuna sem ég fékk.
Síðan er helvítins draslinu breytt, eða í raun bara klárað það sem sá sem setti draslið saman í verksmiðjunni átti að gera...
1.Ég gegnumbora bakhlífina og set skrúfu sem tengd er jörð. PE(varnarleiðari)
2.Skrapa einangrandi álhúðina úr öllum skrúfugötum bæði aftan og framan. Þó ég ætti í raun að setja teina allstaðar á alla fleti skeljarinnar þá virkar þetta fyrir mig. Hinsvegar er það ekki proper leiðin til að hafa þetta 100%. En nota bara það sem hendi er næst.
3.Tek helvítins viðnámið, frá lóðbolta jörð og set beint á PE(varnarleiðari) . Viðnámið væri ágætis ANTI-static varnaraðgerð ef það væri ekki svona mikill "leki" í spennunum. Hinsvegar fer MIL-spec frammá <5ohm til jarðar, og sá sem notar stöðina nýtur vafans yfir einhverja íhluti.
4. Set 1.5q koparvír frá PE(varnarleiðari) á neikvæða skautið á smáspennuhliðinni. Hann hefði mátt vera gulgrænn á litinn en hafði ekkert þannig.
Útkoman:
22mV er eðlileg loftnetsáhrif, þegar mælt er frá jörð í tengli 1 gegnum loftadós og niður í tengil 2. Lægra ef ég setti ESD strappið mitt í sama fjöltengi og lóðboltinn er.
Og.. smá PID stillingar til að fá hann perfect. Og chekka hvort það sé ekki jörð á öllu núna.
Og voilà ! Græjan er núna töluvert öruggari og SVÍN virkar, mæli virkilega með einni svona af banggood á 50ish dollara. Hinsvegar geta módelin reikað í útgáfum, og eru líklega mishættulegar. Og ekket við í öðru en að gera svipaðar breytingar og ég gerði, nema kannski í spekka, og gegnumbora alla fleti á hlífinni og nota 400V skilgreint raflagnaefni. Auk þess að athuga hvort einhver af þessum kæliplötum fyrir díóðuna og mosfetinn sé nálægt heitum 230V trakka eða íhlut og gera ráðstafanir. Annars var þetta uþb 1klst fun project í alla staði og flott útkoma fyrir klink.
Eins og þið vaktara félagarnir eru farnir að vita þá er gamli oft með sniðuga random pósta hérna
Í þetta skiptið varð ég bara að minnast á hætturnar sem fylgja því að panta eitthvað kína dót, þótt tiltekið apparat sé vinsælt á samfélagsmiðlunum.
Þar sem ég er farinn að dunda mér frekar mikið heima að laga dót þá vildi ég kaupa auka lóðstöð til sem getur notað sömu lóðodda og mín trausta Hakko Fx-941 sem ég nota tugi klst á mánuði í vinnunni. Hinsvegar er hakkóinn ágætlega dýr ef hann er keyptur genuine, en af skærri tilviljun lenti ég á youtube video sem gæji var að prufa fluss, fyrir smd lóðningar. Og mælti hann sérlega með þessari græju, sem er PERFORMER fyrir 8 þús innflutt, og er hún vinsæl í beinu hlutfalli hversu góð hún er og notar osom T-12 hakkó odda / bæði genuine og fake,,, nice !! Svo gamli hugsaði sig ekki tvisvar um og keypti 1x stk svona gerpitrýni þó gleymdi "sérfræðingurinn" á youtube að minnast á að hún er vel þekkt fyrir að vera stórhættuleg græja og hefur hann líklega lagað hana því annars væri helmingurinn af öllum viðgerðunum hans líklega ónýtar eða hann undir torfu.
*edit* gæjin var með 24V útgáfuna sem notar utanáliggjandi aflgjafa sem er líklega mjög öruggur ef hann er ekki frá kína. Hinsvegar gæti ESD vörnin verið eitthvað glötuð eða ekki til staðar og íhluta zapp gæti átt sér stað.
Svo hérna er fjörið.
Þettar byrjar á að stöðin krassar... skjárinn fer í FOKK, og sé ég að þetta er tengt einhverju af zappinu sem ég gaf stöðinni áður og hugsa ekkert meira útí þetta.. Síðan kemur að því að helv. borðið sem ég lóða gefur mér ágætis stuð, þá ekki bara þetta venjulega ZApp, heldur í hvert einasta skipti sem ég snerti stellið á græjunni sem ég er að laga þó hún sé algerlega ótengd ! Þá fer ég að pæla, þar sem ég er alltaf með anti-esd úlnliðsstrapp á hendinni þá fer maður að leggja tvo og tvo saman þar sem einu tengingarnar eru lóðboltinn og úlnliðsbandið og bæði tengt sömu jörð. Svo ég fer að mæla.
Hérna sjáum við hvorki meira né minna en heil 70V riðspennu til jarðar. Svo ef ég er að lóða eitthvað þá fara 70V gegnum íhlutinn þaðan í gegnum prentið og endanum í jörðina á prentpötunni og endar þar í stellinu sem hendin á mér liggur við...
70V
Næst er draslið skrúfað í sundur, og ENGAR sjáanlegar jarðbindingar, nema skitinn smd 1Mohm (1/8W) viðnám frá lóðboltajörð til jarðar, sem skýrir spennuna sem ég fékk.
Síðan er helvítins draslinu breytt, eða í raun bara klárað það sem sá sem setti draslið saman í verksmiðjunni átti að gera...
1.Ég gegnumbora bakhlífina og set skrúfu sem tengd er jörð. PE(varnarleiðari)
2.Skrapa einangrandi álhúðina úr öllum skrúfugötum bæði aftan og framan. Þó ég ætti í raun að setja teina allstaðar á alla fleti skeljarinnar þá virkar þetta fyrir mig. Hinsvegar er það ekki proper leiðin til að hafa þetta 100%. En nota bara það sem hendi er næst.
3.Tek helvítins viðnámið, frá lóðbolta jörð og set beint á PE(varnarleiðari) . Viðnámið væri ágætis ANTI-static varnaraðgerð ef það væri ekki svona mikill "leki" í spennunum. Hinsvegar fer MIL-spec frammá <5ohm til jarðar, og sá sem notar stöðina nýtur vafans yfir einhverja íhluti.
4. Set 1.5q koparvír frá PE(varnarleiðari) á neikvæða skautið á smáspennuhliðinni. Hann hefði mátt vera gulgrænn á litinn en hafði ekkert þannig.
Útkoman:
22mV er eðlileg loftnetsáhrif, þegar mælt er frá jörð í tengli 1 gegnum loftadós og niður í tengil 2. Lægra ef ég setti ESD strappið mitt í sama fjöltengi og lóðboltinn er.
Og.. smá PID stillingar til að fá hann perfect. Og chekka hvort það sé ekki jörð á öllu núna.
Og voilà ! Græjan er núna töluvert öruggari og SVÍN virkar, mæli virkilega með einni svona af banggood á 50ish dollara. Hinsvegar geta módelin reikað í útgáfum, og eru líklega mishættulegar. Og ekket við í öðru en að gera svipaðar breytingar og ég gerði, nema kannski í spekka, og gegnumbora alla fleti á hlífinni og nota 400V skilgreint raflagnaefni. Auk þess að athuga hvort einhver af þessum kæliplötum fyrir díóðuna og mosfetinn sé nálægt heitum 230V trakka eða íhlut og gera ráðstafanir. Annars var þetta uþb 1klst fun project í alla staði og flott útkoma fyrir klink.