Síða 1 af 1

Zalman örgjörvavifta

Sent: Fös 01. Júl 2005 20:43
af Chimaera


Var að kaupa mér svona http://start.is/product_info.php?cPath= ... cts_id=963
og er búinn að vera eitthvað að vesenast með því að koma þessu í gagnið.
Og svo þegar ég hélt að þetta væri komið og örgjörvinn á réttum stað þá ræsti ég tölvuna en það kviknað ekki á henni :? .

Rafmagnið var alveg á og allt kveikt en tölvan ræsti sig ekki, kom bara svartur skjár....og já hann var í sambandi og tengdur :P .

Því næst ákveð ég að taka viftuna aftur úr því ég hélt að örgjörvinn væri eitthvað skakkur í en þegar ég tók hann upp sá ég að það voru beyglaðir nokkrir pinnarnir og einn dottinn af
:? ....

ER ÖRGJÖRVINN ÓNÝTUR?!?!.....reyndar er ég ekki með neitt glæsilegan aflgjafa (300 w) og systemið mitt er :

Msi 648 max-l, intel p4 2.6 ghz, radeon 9800 xt, 4 kassaviftur, spectrum fan card, 768 mb minni

S.s. er örgjörvinn ónýtur vegna þessa beygluðu pinna eða er aflgjafinn ekki að höndla þetta???

Sent: Fös 01. Júl 2005 20:47
af galileo
örgjörvin er því miður mjög líklega ónæytur hjá þér kallin

Sent: Fös 01. Júl 2005 20:59
af einarsig
möguleiki á að lóða pinnann aftur á .. ef það næst ekki þá þarftu að versla þér nýjann .....

þurftiru nota e-ð brutal force að koma örrann aftur fyrir þegar þú setir viftuna á hann ?

Sent: Fös 01. Júl 2005 21:20
af axyne
örgjörvinn er því miður ónýtur, ég tel litlar líkur að þú náir að lóða hann aftur í.

getur prufað að taka cat5 kapal, afeinangra einn vír og stínga ofaní þannig hann stendur uppúr og rekst í brotna örgjörvapinnan.
Muna samt að rétta bognu pinnana.

ábyrgist ekkert að það virkar, en það hefur virkað hjá mér á AMD 233 mhz.

ekkert að aflgjafanum hjá þér. :wink:

afhverju varstu annars að taka örgjörvan uppúr ef eina sem þú varst að gera var að skipta um viftu ?

það hefur tekið dáldið afl að troða honum þannig að pinni brotni og sumir beyglist.

Sent: Fös 01. Júl 2005 21:21
af Hognig
skrítið... hvernig fórstu að því að taka ekki eftir að örrinn var ekki rétt í? þarf líklega ekkert mikið átak til að beygla þá en þó, þetta á bara að vera eins og smjör nýkomið úr örbylgjuofninum í mínútu :P hehe

Sent: Fös 01. Júl 2005 23:05
af galileo
ef þú ýttir einhvað á örran setiru hann líklega vitlaust í maðru á bara að geta sleppt honum oní

Sent: Fös 01. Júl 2005 23:09
af Hognig
galileo skrifaði:ef þú ýttir einhvað á örgjörvan setiru hann líklega vitlaust í maðru á bara að geta sleppt honum oní


jep, gott að láta einhvern vin/kunningj/ættingja (eða w/e) sem KANN á tölvur gera svona hluti fyrir mann :) s.s. ef maður kann það ekki sjálfur :D

Sent: Fös 01. Júl 2005 23:59
af Viktor
HAHA

Kom líka fyrir mig....setti tölvuna bara niður í ELKO, þar sem hún var enn í ábyrgð og sagði þeim að tölvan vildi ekki starta sér. Nokkrum dögum seinna hringdu þeir í mig og sögðust ætla að panta nýtt móðurborð og örgjörva :D

Sent: Lau 02. Júl 2005 00:21
af axyne
Viktor skrifaði:Kom líka fyrir mig....setti tölvuna bara niður í ELKO, þar sem hún var enn í ábyrgð


aldrei hef ég heyrt um að ábyrgð nær yfir skemmtir af völdum kaupanda.

Sent: Lau 02. Júl 2005 00:56
af MezzUp
Viktor skrifaði:Kom líka fyrir mig....setti tölvuna bara niður í ELKO, þar sem hún var enn í ábyrgð og sagði þeim að tölvan vildi ekki starta sér. Nokkrum dögum seinna hringdu þeir í mig og sögðust ætla að panta nýtt móðurborð og örgjörva :D
Úff :roll: Virkilega slappt af þér. Þú hefur væntanlega „gleymt“ að nefna það við þá í ELKO að þú skemmdir hlutinn? Svo þegar við heiðarlegu ætlum að fara með bilaðan hlut í ábyrgðartjekk lendum við í alls konar vandræðum af því að búðirnar hafa fengið svo slæma reynslu af fíflum eins og þér. Ég vona að þú þroskir, sjáir að þér og gerir ekki svona aftur.
Ætla að muna að stunda aldrei viðskipti við þig...

Sent: Lau 02. Júl 2005 02:05
af Pandemic
Viktor skrifaði:HAHA

Kom líka fyrir mig....setti tölvuna bara niður í ELKO, þar sem hún var enn í ábyrgð og sagði þeim að tölvan vildi ekki starta sér. Nokkrum dögum seinna hringdu þeir í mig og sögðust ætla að panta nýtt móðurborð og örgjörva :D

PRIKK

Sent: Lau 02. Júl 2005 02:13
af Chimaera
þurfti svosem ekkert gífurlegt afl og hann small alveg í en af því að ég þurfti að taka örgjörvann út var að hann var límdur við gömlu viftuna og ég þurfti að losa hann af. Og já ætli maður sé ekki smá klaufi þegar komi að svona tölvumálum :P .

Sent: Lau 02. Júl 2005 14:08
af Mr.Jinx
Skamm Viktor :!:

Sent: Lau 02. Júl 2005 16:23
af Hognig
Chimaera skrifaði:þurfti svosem ekkert gífurlegt afl og hann small alveg í en af því að ég þurfti að taka örgjörvann út var að hann var límdur við gömlu viftuna og ég þurfti að losa hann af. Og já ætli maður sé ekki smá klaufi þegar komi að svona tölvumálum :P .


hehe am, ég hef svosem leikt mér af því að taka einn gamlann örgjörva sem ég átti hérna og það þarf víst meira en smá afl til að brjota þetta, en ekkert til þess að beygja, gat alltaf beyglað þá til baka (beina) :?

og já viktor... lame [-X

Sent: Lau 02. Júl 2005 17:34
af hahallur
Góður Viktor....maður hefur nú lennt í þeim....loksins snérist blaðið við...öss

Sent: Lau 02. Júl 2005 18:00
af Snorrmund
hahallur skrifaði:Góður Viktor....maður hefur nú lennt í þeim....loksins snérist blaðið við...öss
því miður þarf ég að vera sammála halli í þessu máli :)

Sent: Sun 03. Júl 2005 04:21
af galileo
Það er ein góð leið til að tryggja nánast alltaf sigur, og það er að svindla.

Sent: Sun 03. Júl 2005 12:56
af Viktor
Það er ekki eins og ég hafi verið að ljúga að þeim eða eitthvað....tölvan vildi ekki starta sér og þeir spurðu mig ekkert hvort ég hafi reynt að laga hana sjálfur :shock:

Sent: Sun 03. Júl 2005 16:35
af galileo
Nei alveg rétt hjá þér þetta kallast eiginlega bara business :twisted:

Sent: Sun 03. Júl 2005 18:14
af biggi1
galileo skrifaði:Nei alveg rétt hjá þér þetta kallast eiginlega bara business :twisted:


það er ekki eins og elko megi ekki tapa svona 20 kalli....

Sent: Sun 03. Júl 2005 18:17
af hahallur
Haha....tveggja tíma kaupa hjá forstjóranum.

Sent: Sun 03. Júl 2005 19:37
af Viktor
Þeir tapa nú ekki miklu á því að kaupa eitt stk. móðurborð og örgjörva...

Sent: Sun 03. Júl 2005 20:04
af Hognig
Viktor skrifaði:Þeir tapa nú ekki miklu á því að kaupa eitt stk. móðurborð og örgjörva...


margt smátt gerir eitt stórt sjáðu til :)

Sent: Mán 04. Júl 2005 01:50
af Viktor
Not my problem :8)