Custom loop brainstorm. Ultra Nerd edition.

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Custom loop brainstorm. Ultra Nerd edition.

Pósturaf jonsig » Sun 13. Des 2020 13:11

Ég var að brainstorma í framhaldi af öðrum þræði hérna áðan CPU:Ryzen kald- skölun

Þar sem ég mun þurfa að bíða eftir 6900XT til 2022 örugglega, og er að detta í frí eftir 3ára bið, þá þarf ég að starta eitthvað project.
Og var því að hugsa þá líklega gölnu hugmynd að festa t.d. 2x140mm rad með neodymium seglum á rúðuna hjá mér áður en ég fer að bora eitthvað gegnum fínu klæðninguna á húsinu hjá mér. Og í leiðinni keyra niður all svakalega "umhverfishitann" þar sem custom loopan hjá mér gerir ekki neitt meira heldur en að draga kælivökvann nær 20c° stofuhita og þar sem varmaflutningurinn frá gpu/cpu er ekki betri þá sé ég enga aðra lausn nema:
1. Fara í svona æfingar.
2. Nota kalt neysluvatn með varmaskipti
3. Splæsa í chiller af alphacool sem fylgir svakalegur hávaði.


Ef maður tæki full NERD á þetta, og þá ef dropamyndun eða sagg yrði vandamál.
Forrita sjálfstæða tölvu (arduino,raspi)
1. Regla hitastig kælivatns með öðrum radiator sem er innandyra.
2. Regla flæði á kælivatni inná GPU/CPU á eitthvað miðgildi (Líklega PID reglun).

Auðvitað myndi ég deila forrituninni með ykkur.


Hefur einhver skoðun á þessu eða er þetta eitthvað rugl ?



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Custom loop brainstorm. Ultra Nerd edition.

Pósturaf mercury » Sun 13. Des 2020 13:45

Hef aðeins spáð í þessu sjálfur og er jafnvel að spá í þessari lausn https://www.ekwb.com/shop/ek-quantumx-delta-tec
Veit að derbauer er búinn að modda þetta á am4 Socket. Notaði svo intel vél til að keyra hugbúnaðinn. Rakamyndun er alltaf vandamálið við að fara undir stofuhita..



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Custom loop brainstorm. Ultra Nerd edition.

Pósturaf jonsig » Sun 13. Des 2020 14:01

mercury skrifaði:Hef aðeins spáð í þessu sjálfur og er jafnvel að spá í þessari lausn https://www.ekwb.com/shop/ek-quantumx-delta-tec
Veit að derbauer er búinn að modda þetta á am4 Socket. Notaði svo intel vél til að keyra hugbúnaðinn. Rakamyndun er alltaf vandamálið við að fara undir stofuhita..


Já, datt í hug að þetta yrði eitthvað fubar útaf saggi. En það er kannski sniðugt að regla kælivatnið svo það haldist í ambient. Nokkuð viss um að það hafi farið oft 40-50c°+ með tvö vega64 +3900x á fullu í góðan tíma.

Ælti ég fari ekki að litast um eftir varmaskipti, hef bara "fríspólandi" external loopu með frostlegi og með framhjáhlaupsloka sem skammtar inná varmaskipti þar til kælivatnið í tölvunni er komið þar sem ég vill hafa það.. þá er mesti kostnaðurinn í varmaskiptinum og lokanum. Og nota bara 500kr arduino til að stýra einum PWM framhjáhlaupsloka.

Ég er með mitt eigið dótaherbergi, en þarf líklega leyfi frá konunni til að hafa allt þetta slöngurusl útum allt.
Annars kemst ég ódýrt í 1*1mtr kopar vatnskassa? kannski það haldi ambient kjurru og bara festur á vegginn heima ? Þá er samt vesen með hitamyndun inní herberginu. Þetta er eins og að hafa 1kW hitablásara í botni inní ekkert allof stóru herbergi
Síðast breytt af jonsig á Sun 13. Des 2020 14:09, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Custom loop brainstorm. Ultra Nerd edition.

Pósturaf jonsig » Sun 13. Des 2020 17:24

Annars hugsa ég að þetta sé fubar pæling, ég bætti við 1x240mm við kælinguna og svo virðist kælivökvinn hvort sem er vera á pari við stofuhita. Svo ekkert breyttist. Þá giska ég á að varmaskiptin ná ekki lengra á þessum 3600X og því verð ég að láta draslið sagga ef ég ætla að keyra hann neðar.

held að rakamyndun byrji samt ekki að ráði fyrr en 7-10°C neðar en umhverfishita, en þetta er kannski full mikið vesen fyrir þetta lítið gain.
Síðast breytt af jonsig á Sun 13. Des 2020 17:28, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6495
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Custom loop brainstorm. Ultra Nerd edition.

Pósturaf gnarr » Sun 13. Des 2020 17:29

ég hugs að það sem myndi skila þér mestum afköstum væri að koma heita loftinu betur útúr herberginu, reyna að koma því í þurkarabarka eða eitthvað álíka og beint útum gluggann.

Þá nærðu niður meðalhitanum í herberginu og það skilar þér sömu deltu í hitalækkun á búnaðinum.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Custom loop brainstorm. Ultra Nerd edition.

Pósturaf jonsig » Sun 13. Des 2020 18:03

Ég er með herbergið svalt, vill helst ekki vera í snjógalla í herberginu:(



Skjámynd

Gislos
Nörd
Póstar: 127
Skráði sig: Þri 01. Sep 2020 21:58
Reputation: 16
Staðsetning: Selfoss
Staða: Ótengdur

Re: Custom loop brainstorm. Ultra Nerd edition.

Pósturaf Gislos » Sun 13. Des 2020 19:41

Sebastian hefur gert eitthvað svipað, bara ennþá klikkaðara. Bæði notað vatn, olíu og kælikerfi.

Hér er eitt dæmi um eina tilraun.

https://youtu.be/1WLIm4XLPAE
Síðast breytt af Gislos á Sun 13. Des 2020 19:42, breytt samtals 1 sinni.


CPU: AMD Ryzen 5 3600 /
MB: MSI Z690 Tomahawk /
GPU: Hellhound AMD Radeon RX 7700 XT /
Display:32" Oddisey 240Hz Qled /
Case: Mastercase SL600M black /
PSU: Seasonic focus plus 750 gold /
RAM: Trident Z 32GB 3600mhz CL16 /
Storage: 1TB Cardea zero /
Cooling: Be quiet - Dark rock pro 4