Síða 1 af 1

Að kæla skjákort.

Sent: Þri 10. Jún 2003 23:51
af Gunnar Dagur
Ég var að kaupa mér skjákort nýlega og fannst viftan hávær í því svo ég Áhvað að fá mér salman vga kælingu. Sem virkar fínt nema að kortið er svolítið heitt. Er búinn að skjóta á það með svona laiser sem mælir hita og sýndi 46 c ofan á og þar sem heatsinkið snerti kubbin 50 c.
Svo að ég var að pæla í að bora gat og setja viftu í það. En þá er það eitt ef ég er að fara að gera gat ég alveg eins haft það 120 mm í stað 80 þá kæli ég allt saman.
( móðurborð, minni, örgjörva og skjákort). En ég er ekki að finna neina almennilega viftu. Hún þyrfi þá að vera hægt að breita hraða hennar, helst að vera með svona grind og hljóðlát í hægasta snúnig.

Nú spyr ég ykkur er þetta bara tómt rugl hjá mér þarf ég ekkert að kæla þetta. Og myndi hávaðinn verða mun meiri þegar ég opna kassan svona. Og eruð þið með einhverja góða viftu í huga hef verið að leita svolítið.
Er með aopen svarta kassan h600, radeon 9500 pro,hyper X minni 512
og 2500 xp barton.



Með fyrir fram þökkum og von um góð svör.

Sent: Mið 11. Jún 2003 00:25
af Voffinn
Skella zalman á allt draslið, líka CPU, annars veit ég lítið um VGA coolerinn... en zalman er stálið ef þú vilt hljóðlátt. Svo ef þú ert alveg extreme, þá skellurðu heatsinki á minnið líka... ertu með hljóðlát PSU ?

hvar fær maður svona mæli ?

Sent: Mið 11. Jún 2003 02:41
af Jakob
Ertu með hliðarviftu á kassanum?

Ef ekki, get one asap... Allir (sem ég þekki) sem nota Zalman VGA cooler eru með hliðarviftu sem blæs á kortið.

Ég er með tvær viftur!

Sent: Mið 11. Jún 2003 08:04
af Gunnar Dagur
Já ég er með mjög hljóðlátt pcu og fína örgjörvaviftu láværa. Einnig er ég með hyper X minni sem er með álkappu. Ég er einmitt að spurja um þessa hliðarviftur á mar ekki bara að fá sér soleiðis?

Tillögur

Sent: Mið 11. Jún 2003 10:30
af OverClocker

Sent: Mið 11. Jún 2003 16:36
af Voffinn
Falleg tölva Jacob, hvernig kassi er þetta ? Ekki værirðu til í að taka fleiri myndir og koma með specca ? :)

Sent: Mið 11. Jún 2003 16:40
af gumol
Líka flott skrifborð :)

Sent: Mið 11. Jún 2003 17:01
af MezzUp
Voffinn skrifaði:Jacob

???? :)
Jakob, virkar Nexus dæmið alveg með Linux?

Sent: Mið 11. Jún 2003 18:27
af Voffinn
:oops: Jakob meina ég :D

Sent: Mið 11. Jún 2003 19:04
af halanegri
Jakob: hvernig skjár er þetta hjá þér?

Sent: Mið 11. Jún 2003 19:10
af kemiztry
Mezzup, afhverju ætti það ekki að virka með Linux? :)

Sent: Mið 11. Jún 2003 19:19
af halanegri
Segi það, er þetta ekki bara svona stillir fyrir viftur og svona? (sem kmr stýrikerfinu ekkert við)

Sent: Mið 11. Jún 2003 19:39
af Voffinn
þetta er líka auka-usb og firewire ef ég man rétt, svo er einhver skjár líka á þessu.

Sent: Mið 11. Jún 2003 20:14
af MezzUp
USB og firewire er bara hardware en það er líka hitastig eða eitthvað solleis á skjánum sem að þarf software. gæti vel verið að það sé til linux driver fyrir ettta

Sent: Mið 11. Jún 2003 20:44
af kiddi
Skjárinn í þessum græjum styðst við upplýsingar sem fást úr vanalega 3stk hita-sensora vírum sem þú þarft að koma fyrir, þ.e., no software needed whatsoever. :)

Sent: Mið 11. Jún 2003 22:25
af MezzUp
ahh, ok, ég hélt að þetta sýndi kannski CPU load eða notaði hitainfo úr móbóinu

Sent: Fim 12. Jún 2003 00:21
af Fletch
[quote="Voffinn"]Skella zalman á allt draslið, líka CPU, annars veit ég lítið um VGA coolerinn... en zalman er stálið ef þú vilt hljóðlátt. Svo ef þú ert alveg extreme, þá skellurðu heatsinki á minnið líka... ertu með hljóðlát PSU ?

The road to silence is WATER :8)

Fletch

Sent: Fim 12. Jún 2003 01:22
af kemiztry
Þarf maður ekki viftur til að kæla vatnið? :wink:

Sent: Fim 12. Jún 2003 10:38
af Fletch
kemiztry skrifaði:Þarf maður ekki viftur til að kæla vatnið? :wink:


Margar leiðir til að kæla vatnið en getur t.d. notað silent viftu og náðu sömu kælingu og bestu loftkælingar með SCREAMER viftu

Fletch

Sent: Fim 12. Jún 2003 11:18
af Jakob
Rétt hjá Kidda, þessi unit þurfa ekkert software.