Yfirklukkun á skjá - Pælingar


Höfundur
ishare4u
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Mán 09. Feb 2015 14:51
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Yfirklukkun á skjá - Pælingar

Pósturaf ishare4u » Mið 15. Apr 2020 13:34

Góðan dag vaktarar,

Ég er með Massdrop VAST 35" Ultrawide 3440x1440 100hz
Ég hef verið að lesa mér til um að sumir hafi náð að yfirklukka þennan skjá í 119z-120hz

Ákvað að prufa það á mínum, 120hz var ekki stöðugt, mikið af flökkti en 119hz virðist vera í lagi.
Notaði UFO frame skipp test og virðist hann ekki vera að skippa neinum römmum.

Þekkir þetta einnhver betur, er ég að skaða skjáinn minn með að yfirklukka hann ?
Eða er þetta eins og með CPU styttir líftímann kanski í 8ár sem var áður 9 eða eitthvað álíka ?

Allar pælingar vel þegnar :)


3900x - GB Aorus Elite - RTX 3080 - 32gb DDR4 (3600Mhz) - 1x 1TB m.2 + 1x 2TB m.2 - Lian Li O11 - Be Quiet 850w gold - Custom Loop

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Yfirklukkun á skjá - Pælingar

Pósturaf Fletch » Mið 15. Apr 2020 15:51

hef ekki heyrt um að þetta skaði skjái, ert ekki að hækka spennu eða slíkt. Mögulega hitnar hann eitthvað meira af hærri tíðni..
Yfirleitt fara skjáir bara að frame skip'a eða sýna bara svartan skjá ef tíðnin er of há.

Sjálfur hef ég lengi átt 2 27"Qnix ("kóreu" skjái) sem ég hef keyrt á 90Hz í mörg ár (eru 60Hz), ekki lent í neinu veseni með þá


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED