Er að velta fyrir mér hvað menn eru að nota í lúppurnar hjá sér.
Sjálfur hef ég verið með kopar lúppu fyrir 7700k og Vega 64 CF, og notaði til þess kranavatn og 10-20% af gömlum frostlegi. Og hef ekki orðið var við neina þörungamyndun eða útfellingar völdum tæringar. Hef ekki skipt um vatn í bráðum tvö ár. En er að fara stækka lúppuna og velti fyrir mér hvort ég hafi verið heppinn, eða hvort vatnsgæðin hafi verið betri í póstnúmeri 111 heldur en 109
