Síða 1 af 1
yfirklukkun á 3900x
Sent: Mán 06. Apr 2020 15:01
af emil40
Sælir félagar.
einhver með reynslu af yfirklukkun á 3900x ? Væri gaman að heyra hvernig það gengur.
Re: yfirklukkun á 3900x
Sent: Mán 06. Apr 2020 19:42
af Fletch
Það er frekar lítið headroom á OC á þessum nýju kynslóðum af CPU's, þeir fylgjast sjálfkrafa með thermal/voltage load og klukka sig eftir því.
Þú getur náð all core OC í 4.1 - 4.3/4.4 en það er á kostnað single core boost, en 3900x boostar í allt að 4.6GHz stock single core. Performance í leikjum fer því oft niður við all core OC
Færð fínt performance boost með því að tweak'a memory timings með DRAM Calculator
Re: yfirklukkun á 3900x
Sent: Mán 06. Apr 2020 20:12
af Bourne
Eins og Fletch sagði þá sér þessi kynslóð örgjörva hálfpartinn um að yfirklukka sig sjálf.
Það litla sem þú getur bætt við er mjög lítið extra juice
Re: yfirklukkun á 3900x
Sent: Mán 06. Apr 2020 21:30
af emil40
Ég sótti forrit sem heitir ryzen master sem sér um að stilla þetta sjálft
takk fyrir góð svör.
Re: yfirklukkun á 3900x
Sent: Þri 07. Apr 2020 09:19
af Sydney
Ef þú ert að keyra heavy vinnslu eins og video rendering þá gæti all core OC verið gott move, minn nær 4.3 all core (með helvíti hárri spennu), en ef ég skil hann eftir stock og leyfi honum að boosta sjálfkrafa boostar hann upp í 4.5-4.6 á hröðustu kjörnunum sem skilar sér í betri performance í leikjum og léttri vinnslu.
Lykillinn að performance í þessum örgjörvum er vinnsluminnið eins og fletch sagði, klukka það og þétta timings.