Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod
Sent: Mið 10. Júl 2019 11:50
Þetta er gamalt mod sem ég gerði árið 2013 áður en ég var of vitur um ágæti Noctua eða almennilegt loftflæði yfir höfuð. Kassinn er Mac Pro G5 sem ég fékk gefins frá félaga, efnið keypti ég hjá thelaserhive.com í Bretlandi (https://www.thelaserhive.com/kits/power ... sion-kits/).
Áður hafði ég gert G4 Mac Pro mod fyrir mATX, efnið í það keypti ég á sama stað en ég finn því miður engar myndir eins og er.
Tilgangurinn með þessu moddi var að nota kassann dags daglega og vera sem allra hljóðlátastur. Ég endaði með að fjarlægja hörður diskana og setja þá í E-SATA hýsingu sem var í sama stíl og kassinn.
Mesta vinnan fór sennilega í að fjarlægja allt gamla apple draslið úr kassanum, sérstaklega power supplyið sem var þónokkuð mörg kíló. Ég notaði harðadiska festingu úr öðrum kassa sem ég fann í ruslinu, boraði stórt gat með hulsubor fyrir aflgjafa viftuna og víraði 230VAC aftan úr kassanum, meðfram hurðinni og upp í aflgjafann. Hurðin virkar, en það þarf að rífa festinguna alveg í spað til að ná aflgjafanum úr.
Einnig tók ég IO brettið að framanverðu og skrapaði öll viðnám, þétta osfrv. af því og lóðaði nýja enda fyrir USB, Power, Audio og Ljósdíóðu. Ég lét FireWire alveg eiga sig.
Cable management er ekki gott, en það mætti laga það í framtíðinni ef kassinn ratar til mín aftur. Eins og er veit ég ekki hvar hann er niður staddur.
Þetta er ekki buildlog, en ef einhver skyldi liggja á svona kassa þá ekki vera smeikur að ná í gott sagblað og gefa honum nýtt líf!
Hýsing:
Áður hafði ég gert G4 Mac Pro mod fyrir mATX, efnið í það keypti ég á sama stað en ég finn því miður engar myndir eins og er.
Tilgangurinn með þessu moddi var að nota kassann dags daglega og vera sem allra hljóðlátastur. Ég endaði með að fjarlægja hörður diskana og setja þá í E-SATA hýsingu sem var í sama stíl og kassinn.
Mesta vinnan fór sennilega í að fjarlægja allt gamla apple draslið úr kassanum, sérstaklega power supplyið sem var þónokkuð mörg kíló. Ég notaði harðadiska festingu úr öðrum kassa sem ég fann í ruslinu, boraði stórt gat með hulsubor fyrir aflgjafa viftuna og víraði 230VAC aftan úr kassanum, meðfram hurðinni og upp í aflgjafann. Hurðin virkar, en það þarf að rífa festinguna alveg í spað til að ná aflgjafanum úr.
Einnig tók ég IO brettið að framanverðu og skrapaði öll viðnám, þétta osfrv. af því og lóðaði nýja enda fyrir USB, Power, Audio og Ljósdíóðu. Ég lét FireWire alveg eiga sig.
Cable management er ekki gott, en það mætti laga það í framtíðinni ef kassinn ratar til mín aftur. Eins og er veit ég ekki hvar hann er niður staddur.
Þetta er ekki buildlog, en ef einhver skyldi liggja á svona kassa þá ekki vera smeikur að ná í gott sagblað og gefa honum nýtt líf!
Hýsing: