Síða 1 af 1

Of mikill hiti

Sent: Þri 05. Apr 2005 01:04
af prg
Sælir, ég er með hérna eina druslu (Athlon XP 2200+, 512 MB, 180GB) sem ég er að nota sem nokkurs konar home theater PC (download + afspilun). Er með hana inni í skáp og því eru mikil hitunarvandamál hjá mér (jafnvel þótt hún verði ekki óstabíl er oft mikil frost í henni.

Var að setja upp speedfan og sá mér til skelfingar að hitinn er nokkuð normal svona:

Temp1: 46°C
Temp2: 55°C (fer upp í 57)
Temp3: 44°C
HD0: 48°C
HD1: 41°C
Temp1: 48°C

Fan01 er á 4300 rpm
Fan02 er á 2100 rpm

Hvað ráðleggið þið mér? Stærra heat sink, reyna að koma loftræstingu í skápinn eða hvað...? Tek það fram að ég hef ekki hugmynd hvers konar örgjörvavifta er í gangi... e.t.v. nóg að uppfæra hana og jafnvel opna kassann (hann er lokaður og skápurinn yfirleitt lokaður.

Takk fyrir allar ráðleggingar!

Sent: Þri 05. Apr 2005 07:39
af kristjanm
Getur prófað að setja kassaviftu á tölvukassann, og einhvern veginn bora loftgat í þennan skáp.

Sent: Þri 05. Apr 2005 07:53
af gnarr
fínn hiti á öllu nema hörðudiskunum.

hvað meinaru annars með þessari setningu?:

mikil hitunarvandamál hjá mér (jafnvel þótt hún verði ekki óstabíl er oft mikil frost í henni.

Sent: Þri 05. Apr 2005 08:53
af Stutturdreki
Bætir ekkert með því að bæta við viftum eða stærri heatsink, nærð aldrei að kæla niður fyrir lofthita í skápnum.

Hitinn myndi hugsanlega lækka ef þú gerðir td. loftunar göt á skápin á gáfulegum stöðum. Svo er reyndar vatnskæling ideal fyrir tölvur sem eru lokaðar inn í skáp, amk. svo framarlega sem þú getur komið varmaskiptinum fyrir á öðrum stað heldur en inn í skápnum.

Hinsvegar á þetta ekki að vera hættulegur hiti, allt undir 60-70 gráðum er bara fínt nema kannski á hörðudiskunum.

Sent: Þri 05. Apr 2005 23:47
af prg
OK, gott að heyra að hitinn sé ekki óeðlilegur, en þá kviknar auðvitað önnur spurning... hvað ætli sé að valda því að þessi elska er stundum með stæla, þ.e.a.s. hún frýs heilu mínúturnar. Eða öllu heldur er spurningin hvernig er best að bilanagreina slík vandamál? Skipta út hardware-i einn hlut í einu, það er nú ekki eins og maður eigi beinlínis alla íhluti á lager! :)

Takk fyrir góð og skýr svör eins og alltaf!

Sent: Mið 06. Apr 2005 07:32
af gnarr
það hljómar frekar eins og drivera, forrita vandamál. það er að segja, það er eitthvað forrit driver/vírus að stela öllum process tíma. ef hún myndi ofhitna, þá myndi hún líklegast alveg hætta að vinna, ekki bara mínútu í einu.

Sent: Mið 06. Apr 2005 08:49
af Stutturdreki
Þegar þú segir að tölvan frjósi, meinarðu að hún stoppi alla vinnslu í nokkrar mínútur og haldi svo bara áfram eins og ekkert hafi gerst?

Sent: Mið 06. Apr 2005 14:58
af Cary
Hár hiti... ekki mikill..