Ah, hlaut að vera, heilmikið um ranga misskilninga í gangi hérna (tókst mér að skrifa jafn torskilda setningu og icemaster)?
Eníhú, þá átti ég við að miðað við lýsinguna í greininni sem vitnað er til þá er þetta að virka og það bara nokkuð vel. Það kemur heim og saman við það sem aðrir hafa skrifað um sömu málefni.
Sem áhugamaður um hljóðlátar tölvur til lengri tíma, þá get ég sagt að þetta virkar, en hafa verður þann vara á að hitastig hækkar oft í kassanum (eins og sagt var hér fyrir ofan).
Einnig er lyktin af þessum bílaeinangrunarefnum ekkert til að hrópa húrra yfir. Þetta sem ég þekki er svipað og tjörupappi, nema bara þykkra og sveigjanlegra og lyktin eftir því.
Munið svo, að eftir því sem vélin verður hljóðlátari, þeim mun dýrari verður hún