Síða 1 af 1

Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 13:14
af Aimar
sælir.

Er að hugsa um að setja 2 140mm viftur að framan. 2 120mm á vatnskælilnguna og 1 140mm viftu að aftan. Jafnvel 1 i botninn til að blása upp í kortið.

Er að hugsa um að vera með svart hvítt þema. og myndi vilja hafa vifturnar með hvítu ljósi.

Spurningin er. Eru til góðar viftur í þetta verkefni hérna á landi? Viftur í cpu kælingunni yrðu að blása í gegnum kælinguna.

Auðvitað þurfa þær að vera mjög lágar í hljóði þar sem þetta er í stofunni.

Thermaltake 12 RGB TT Premium Edition
sá þessar. https://www.amazon.com/dp/B01L0OABKS/?tag=xtremegaminer-20

En nenni ekki að bíða eftir þessu ef eitthvað gott er til á klakanum og eg get keypt i dag.

https://www.youtube.com/watch?v=SmQJ9f5vdks[url][/url]
https://www.tolvutek.is/vara/thermaltake-riing-3x140mm-kassaviftur-svartar-med-rgb-led-lysingu 140mm að vísu.

einhver með hugmynd um þessar?

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 13:31
af jonsig
Hef ekki séð noctua eða bequiet með led sem eru snilld. Minnir að corsair hafi skástu led vifturnar smkv forum úti, sem eru fekar háværar samt fyrir minn smekk.

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 13:47
af HalistaX
Vá, fæ smá flashback til fortíðar yfir þessum þræði. Í tímana þegar menn kepptust um að eiga vél sem gat best fylgt fraktskipum í höfn.

Ég skildi það aldrei samt, því ég ímyndaði mér bara massa höfuðverk eftir að hafa setið við hliðina á vitanum í 3 tíma með slökkt ljós.

Annars fann ég þetta: https://www.reddit.com/r/hardware/comme ... d_led_fan/

Reyndar 3 ára gamalt, en ég ímynda mér að ef eitthvað hafi eftirspurn, og þar af leiðandi framboð, á LED viftun minnkað síðustu ár allavegana miðað við að það eru fáar nýjar Google niðurstöður varðandi þetta umræðuefni.

Myndi allavegana athuga með NZXT Hue og Bitfenix Alchemy strips hvað varðar 140mm viftuna.

Skal tékka með 120mm líka. Ask and you shall receive: http://www.tomshardware.co.uk/answers/i ... 120mm.html

Reyndar síða 2015, en, aftur, þetta með framboð og eftirspurn.

Enermax segja þeir þarna hjá Vélbúnaði Tomma karlsins, og þeir eru oft með góð ráð þar.

Vona að þetta hjálpi eitthvað. Hef því miður enga persónulega reynslu af svonalöguðu, svo ég er algjörlega tilgangslaus, eins og svo oft áður, í þeirri deildinni. :)

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 13:59
af Njall_L
Aimar skrifaði:https://www.tolvutek.is/vara/thermaltake-riing-3x140mm-kassaviftur-svartar-med-rgb-led-lysingu 140mm að vísu.
einhver með hugmynd um þessar?

Ég var í svipuðum pælingum og þú og keypti mér þessar í tölvu hjá mér og þær skítlúkka. Hinsvegar þurfti að stilla snúningshraðan nokkuð lágan til að þær væru hljóðlátar. Ef ég væri í þinni stöðu þá myndi ég versla BeQuiet (svartar) og gleyma LED viftum. Hef allavega ekki prófað hljóðláta þannig ennþá.

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 14:00
af jonsig
Bequiet! rúla

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 14:09
af HalistaX
jonsig skrifaði:Bequiet! rúla

Eru Bequiet að koma sterkir inn í viftumálunum? 1000w aflgjafinn minn er Bequiet og hann er alveg að standa sig. Er orðinn aðeins yfir eins og hálfs árs gamall og hefur ekki slegið feil púls.

Er Noctua hætt að vera töff, eða? Einmitt þegar ég fékk neyddist til þess að henda vatnskælinguni og fá mér svoleiðis. Ég get svo svarið það, ég er alltaf nokkrum mánuðum á bakvið trend'in. :fly

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 14:17
af Njall_L
HalistaX skrifaði:
jonsig skrifaði:Bequiet! rúla

Eru Bequiet að koma sterkir inn í viftumálunum? 1000w aflgjafinn minn er Bequiet og hann er alveg að standa sig. Er orðinn aðeins yfir eins og hálfs árs gamall og hefur ekki slegið feil púls.

Er Noctua hætt að vera töff, eða? Einmitt þegar ég fékk neyddist til þess að henda vatnskælinguni og fá mér svoleiðis. Ég get svo svarið það, ég er alltaf nokkrum mánuðum á bakvið trend'in. :fly

Ég hugsa þetta svona
Viltu fá mjög hljóðlátar viftur og ert sama um útlit = Noctua
Viltu fá frekar hljóðlátar viftur og hugsa um útlit = BeQuiet

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 14:27
af HalistaX
Njall_L skrifaði:
HalistaX skrifaði:
jonsig skrifaði:Bequiet! rúla

Eru Bequiet að koma sterkir inn í viftumálunum? 1000w aflgjafinn minn er Bequiet og hann er alveg að standa sig. Er orðinn aðeins yfir eins og hálfs árs gamall og hefur ekki slegið feil púls.

Er Noctua hætt að vera töff, eða? Einmitt þegar ég fékk neyddist til þess að henda vatnskælinguni og fá mér svoleiðis. Ég get svo svarið það, ég er alltaf nokkrum mánuðum á bakvið trend'in. :fly

Ég hugsa þetta svona
Viltu fá mjög hljóðlátar viftur og ert sama um útlit = Noctua
Viltu fá frekar hljóðlátar viftur og hugsa um útlit = BeQuiet

Ahh, skil þig.

Mér hefur alltaf fundist Noctua alveg einstaklega ljótar. Hvaðan fengu þeir þetta color scheme? Uppúr starfsmanna klósettinu í kaffi stofuni í höfuð stöðvum þeirra eða? Hvað fær þá til þess að halda sig við þetta color scheme? Þeir hljóta að vita hvað þetta er einstaklega ljótt hahahaha :lol:

En þannig að Noctua eru að perform'a betur en Bequiet? Það er amk gott að vita. Þá er ég safe. Ég hef nefninlega þessa þörf að vera með eins og allir hinir hahahaha, nei djók :lol:

Á meðan Bequiet vifturnar eru alveg einstaklega fallegar, sleek og sexy... Myndi vel fara með einni svoleiðis heim eftir djamm. Myndi ekki öfunda lim minn það kvöldið. Vont en það venst, right?

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 14:55
af Njall_L
HalistaX skrifaði:
Njall_L skrifaði:
HalistaX skrifaði:
jonsig skrifaði:Bequiet! rúla

En þannig að Noctua eru að perform'a betur en Bequiet?

Veit svosem ekki hvernig þessir tveir framleiðendur berast saman í dýpstu prófunum, fer líka örugglega eftir týpum. En eftir að hafa átt frá báðum framleiðendunum þá er ég heilt yfir sáttari með Noctua

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 15:06
af HalistaX
Njall_L skrifaði:
HalistaX skrifaði:
Njall_L skrifaði:
HalistaX skrifaði:
jonsig skrifaði:Bequiet! rúla

En þannig að Noctua eru að perform'a betur en Bequiet?

Veit svosem ekki hvernig þessir tveir framleiðendur berast saman í dýpstu prófunum, fer líka örugglega eftir týpum. En eftir að hafa átt frá báðum framleiðendunum þá er ég heilt yfir sáttari með Noctua

Ait, það er mjög gott að vita.

Eru verslanir hérlendis með eitthvað af Bequiet vörum, annars? S.s. þessar viftur og allt hitt sem þeir hanna og framleiða?

Annars hef ég varla heyrt múkk úr minni vél með Noctua síðan hún kom heim 1. Maí síðastliðinn. Það var að vísu fyrstu vikurnar eitthvað skrítið hljóð úr henni, eins og blað á viftuni væri skakkt eða eitthvað. Ég hugsaði ekki tvisvar útí það því það virtist koma og fara bara eins og því sýndist. Svo fór það bara alveg á endanum og hef ég ekkert útá neitt að setja. Hef svo sem ekki prufað eitthvað load á örgjörvann uppá hitatölur, en það er ekkert hljóð frá þeim. Þær eru nánast bókstaflega algjörlega hljóðlausar.

Sama má segja um Gigabyte GTX 1080 G1 kortið mitt. Það heyrist ekki múkk frá því idle, kannski vegna þess að það slökkvi á viftunum þegar það er ekki undir load? Ég veit það ekki almennilega. En hef ekki tekið eftir neinum hávaða í leik heldur. Ótrúlega hljóðlátt kort, finnst ég vera mjög heppinn að hafa náð að detta niður á það og að gæjinn sem var að selja það samþykkti að taka eitt R9 290 uppí fyrir 15k, þannig að ég borgaði bara 80k fyrir kortið sjálft.

Ég er allavegana sáttur með allar þessar viftur mínar. Þessar þrjár eða fjórar sem eru í kassanum sjálfum, vifturnar á Gigabyte GTX 1080 G1 og svo auðvitað Noctua viftan mín. Geggjað combo! :D

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 15:19
af Aimar
https://www.youtube.com/watch?v=YYtBKaYop0g&t=839s

Mynd



Þetta look er ég að leita af.

er með fractial psu og r5 kassa. þarna eru ekki ljosviftur og þvi strip bönd nóg.

hverjir selja be quiet? enginn með umboð herna?

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 15:25
af Viktor
Aimar skrifaði:https://www.youtube.com/watch?v=YYtBKaYop0g&t=839s

Mynd



Þetta look er ég að leita af.

er með fractial psu og r5 kassa. þarna eru ekki ljosviftur og þvi strip bönd nóg.

hverjir selja be quiet? enginn með umboð herna?


Þú getur svo kannski selt mjólkursamsölunni tölvuna þegar þú ert búinn að nota hana, myndi passa vel við þar \:D/

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 23:11
af jonsig
HalliX

Noctua eru komnir með line-up með öðrum litum. Annars fatta ég ekki þetta led show, eða ísvélina hérna að ofan.

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Þri 13. Jún 2017 23:47
af worghal
jonsig skrifaði:HalliX

Noctua eru komnir með line-up með öðrum litum. Annars fatta ég ekki þetta led show, eða ísvélina hérna að ofan.

nauh, þarna komstu með hugmynd að góðu theme.
er ekki málið að hafa samband við ms-ís í spons fyrir eitt stykki "ísvél"? :lol:

Re: Góðar viftur með ljósi. eru þær til?

Sent: Mið 14. Jún 2017 13:49
af Emarki
lol