Síða 1 af 1

vatnskælingar

Sent: Mán 20. Feb 2017 01:00
af scarface
Hvort mælið þið með, Thermaltake ultimate 3.0 eða. Arctic Liquid Freezer 360

Re: vatnskælingar

Sent: Mán 20. Feb 2017 08:43
af Hnykill
Á milli þessara tveggja myndi ég taka Thermaltake ultimate 3.0. vatnsdælan er solid og alls ekki hávær og vifturnar eru fínar. en sum review af Arctic Liquid Freezer 360 segja að dælan sé ekki alveg uppá sitt besta og svo er radiatorinn úr áli en ekki kopar.

Ég myndi taka Thermaltake ultimate 3.0 og skipta svo yfir í einhverjar high pressure viftur síðar. en þessi hlunkur á eftir að kæla hvaða overclocked ögjörva sem til er í heiminum í dag létt.

Re: vatnskælingar

Sent: Mán 20. Feb 2017 09:13
af scarface
Takk

Re: vatnskælingar

Sent: Mán 20. Feb 2017 12:39
af I-JohnMatrix-I
Ég er með Corsair H100i V2 glænýja í kassanum með 5 ára ábyrgð frá corsair sem þú getur fengið á 20k ef þú hefur áhuga.



Mynd

Re: vatnskælingar

Sent: Mán 20. Feb 2017 18:59
af scarface
það er frekar dýrt miðað við að ég keypti thermaltake 3.0 ultimate nýja fyrir 14.000

Re: vatnskælingar

Sent: Mán 20. Feb 2017 19:17
af I-JohnMatrix-I
scarface skrifaði:það er frekar dýrt miðað við að ég keypti thermaltake 3.0 ultimate nýja fyrir 14.000


Ég ætla að leyfa mér að efast um að það verð hafi verið með VSK og sendingu. H100i v2 kostar ódýrast 25.750 kr í verslunum hér á landi. En til hamingju með nýju kælinguna þína :happy

Re: vatnskælingar

Sent: Þri 21. Feb 2017 00:10
af Hnykill
I-JohnMatrix-I skrifaði:
scarface skrifaði:það er frekar dýrt miðað við að ég keypti thermaltake 3.0 ultimate nýja fyrir 14.000


Ég ætla að leyfa mér að efast um að það verð hafi verið með VSK og sendingu. H100i v2 kostar ódýrast 25.750 kr í verslunum hér á landi. En til hamingju með nýju kælinguna þína :happy


Já, er bara alveg með þér í þessum fullyrðingum. það er enginn tölvuverslun hér á Íslandi að selja Thermaltake ultimate 3.0 á 14.000 kall nýja. þegar ég sá hana síðast hjá tölvuverslunum hér á landi þá var hún rétt yfir 30.000 kall. man vel eftir því, því ég keypti tegundina fyrir neðan. samt.. ofur góð
kæling :happy

En allavega við spurningunni hjá þér. þá er Thermaltake ultimate 3.0 ógeðslega góð kæling. og ég meina góð því hún er svona stór líka. .þú getur verið með 3x viftur að snúast hratt, á hraða á við 1x 360mm viftu hægt. sami blástur, ef ekki meiri. ég get bara ekki mælt meira nóg með stórum viftum. þær flytja meira loft með minni hávaða.. en það eina sem þær gera er að taka meira pláss.