Síða 1 af 1
Leið til silent tölvu
Sent: Sun 16. Jan 2005 23:15
af Andri Fannar
Sælir,
ég er í smá vandamáli, tölvan mín er freeekar hávær
Svona kassi
http://www.qtec.info/products/product.htm?artnr=13481
Svona aflgjafi
http://www.home2000.net/client/fspgroupusacom/proddetail.asp?linenumber=4
og síðast en ekki síst zalman kopar blómið á prescottinum mínum...
ég er með hann í 55°c í load..
en vélin er alveg voðalega hávær
með hverju mæliði til að lækka hávaða ?
Sent: Sun 16. Jan 2005 23:22
af skipio
Sent: Sun 16. Jan 2005 23:51
af sveik
Fá sér bara einn
svona næstum ókeypis
Sent: Mán 17. Jan 2005 01:43
af gumol
Hvað kosta þessi kassi og aflgjafi? (svo við vitum hvaða verði þú ert að spá í)
Sent: Mán 17. Jan 2005 07:36
af kristjanm
Fáðu þér hljóðlátar kassaviftur, held að aflgjafinn eigi að vera hljóðlátur.
Sent: Mán 17. Jan 2005 12:07
af Andri Fannar
Jáh ég hélt að hann væri hljóðlátur..annaðhvort hann eða zalmaninn eru með þessi læti, zalmanninn er alltaf í botni að vísu, nýtt psu og cpu kæling? hvaða?
Sent: Mán 17. Jan 2005 12:48
af hahallur
Eru ekki komnir hljóðlausir aflgjafar frá SilenX
Sent: Mán 17. Jan 2005 12:51
af kristjanm
Ætli þetta séu ekki kassavifturnar þínar sem eru háværar.
Svo getur líka verið hávær vifta á skjákorti og norðurbrú.
Sent: Mán 17. Jan 2005 17:06
af Daz
SvamLi skrifaði:Jáh ég hélt að hann væri hljóðlátur..annaðhvort hann eða zalmaninn eru með þessi læti, zalmanninn er alltaf í botni að vísu, nýtt psu og cpu kæling? hvaða?
Zalmann Blómið í botn er mjög hávært, það er ekki almennilega silent nema í lægstu stillingu. Prescotinn er líklega of mikill hitaframleiðandi til að það sé hægt.
Sent: Mán 17. Jan 2005 17:13
af CendenZ
isss
fá sér bara Sonata... skella 2x 120 silenX 11 db í hann
1x 11 dba 400 w psu frá silenX
og síðan skera í hliðina gat fyrir 120silenX viftu fyrir ofan örrann..
og skella zalman 7700
það gerir tölvu hljóðláta
Sent: Mán 17. Jan 2005 17:20
af MuGGz
Zalman CNPS-7000B-Cu
er þetta mjög hávært í botni ?
mér vantar nefnilega aðra kælingu á örgjörvann, langar að oc meira
Sent: Mán 17. Jan 2005 17:25
af Daz
MuGGz skrifaði:Zalman CNPS-7000B-Cuer þetta mjög hávært í botni ?
mér vantar nefnilega aðra kælingu á örgjörvann, langar að oc meira
Afhverju rolleyes? Þessi kæling er mjög hávær í botni og er alls ekki hentug fyrir overclock.
Sent: Mán 17. Jan 2005 17:31
af CendenZ
30 dB er svosem ekkert mikið miðað við stock
en samt, já... 7700 er ekki kúl fyrir overclock
en samt mjög góð ef þú er með gott PSU og góðan kassa sem "andar" vel
Sent: Mán 17. Jan 2005 17:32
af MuGGz
hvaða vifta er þá "kúl" fyrir oc ?
Sent: Mán 17. Jan 2005 18:21
af Dingo
TORNADO!!!!!
Sent: Mán 17. Jan 2005 18:22
af kristjanm
CendenZ skrifaði:isss
fá sér bara Sonata... skella 2x 120 silenX 11 db í hann
1x 11 dba 400 w psu frá silenX
og síðan skera í hliðina gat fyrir 120silenX viftu fyrir ofan örrann..
og skella zalman 7700
það gerir tölvu hljóðláta
Hann getur örugglega fengið OCZ Powerstream aflgjafa fyrir sama verð og SilenX, og OCZ Powerstream eru mjög hljóðlátir og eflaust miklu betri en SilenX aflgjafarnir.
Sent: Mán 17. Jan 2005 19:13
af Andri Fannar
Ég minnkaði hraðann á zalmaninum, tók 1 kassaviftu úr og núna er hún miklu hljóðlátari en hvaða aflgjafa ætti ég að fá mér? +400w og silnet?
Sent: Mán 17. Jan 2005 19:37
af kristjanm
OCZ Powerstream ef þú vilt fá það besta.
Ég nota Fortron 400W aflgjafa sem ég keypti í Task og er mjög hljóðlátur.
Sent: Mán 17. Jan 2005 19:56
af Daz
SvamLi skrifaði:Ég minnkaði hraðann á zalmaninum, tók 1 kassaviftu úr og núna er hún miklu hljóðlátari en hvaða aflgjafa ætti ég að fá mér? +400w og silnet?
En hversu heitur er þá örgjörvinn hjá þér núna? Annars skaltu nú athuga hvort að það er aflgjafinn sem er að valda hávaðanum, getur prófað að stinga penna eða einhverju öðru inn í aflgjafan til að stoppa viftuna í honum (í stutta stund), þá veistu betur hvort það er aflgjafinn sem er að valda hávaðanum.
Sent: Mán 17. Jan 2005 21:08
af CendenZ
kristjanm skrifaði:CendenZ skrifaði:isss
fá sér bara Sonata... skella 2x 120 silenX 11 db í hann
1x 11 dba 400 w psu frá silenX
og síðan skera í hliðina gat fyrir 120silenX viftu fyrir ofan örrann..
og skella zalman 7700
það gerir tölvu hljóðláta
Hann getur örugglega fengið OCZ Powerstream aflgjafa fyrir sama verð og SilenX, og OCZ Powerstream eru mjög hljóðlátir og eflaust miklu betri en SilenX aflgjafarnir.
WRANG DING DING DING
SilenX eru 11 dB en OCZ powerstream fara bara "niður" í 21 eða 23
Sent: Þri 18. Jan 2005 11:11
af Andri Fannar
Hann er í um 60°c í load
Sent: Þri 18. Jan 2005 11:51
af skipio
CendenZ skrifaði:WRANG DING DING DING
SilenX eru 11 dB en OCZ powerstream fara bara "niður" í 21 eða 23
Það er ekkert að marka specca á hávaða í viftum eða aflgjöfum. Maður verður að prófa þetta sjálfur. Annars er ég ágætlega ánægður með minn SilenX aflgjafa - nokkuð hljóðlátur.
Ég var líka búinn að breyta minni tölvu talsvert mikið til að gera hana hljóðláta, ef þú hefur áhuga þá póstaði ég
stuttu yfirliti um það fyrir nokkru síðan.
Skoðaðu svo aflgjafadómana á silentpcreview.com
Sent: Þri 18. Jan 2005 12:34
af ponzer
Dingo skrifaði:TORNADO!!!!!
Tornado er nú bara eins og flugvéla mótor... Heyrist GEGGJAÐ hátt í þeim !!
Sent: Þri 18. Jan 2005 12:42
af Pandemic
Enda er ekki mælt með að vera með Tornado í venjulegum heimilistölvum vegna þess að þær geta valdið skemmdum á heyrn eða svona leiðinlegu suð hljóði.
Ég er með Tornado 92mm í server sem ég geymi útí skúr og það er þvílíkur hávaði.