Hvað get/á ég að yfirklukka ?


Höfundur
bardi
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 07. Jan 2005 12:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað get/á ég að yfirklukka ?

Pósturaf bardi » Mið 12. Jan 2005 15:33

Ég er með 2500xp örgjörva
1gb í tveimur kubbum af Kingston hyperX (333 mhz) minni
Geforce 128mb 4200ti skjákort

Ég er með Soyo KT400 Dragon Ultra móðurborð sem mér skilst að dugi uppí 3200xp örgjörva
nýbúinn að fá mér zalman kælingu á örrann etja heatzink á móðurborðið og uppfæra kassavifturnar svo hitastig ætti ekki að verða vandamál.

Gogo komið með hugmyndir og hafið það eins nákvæmt og þið getið því ég kann ekki rassgat á þetta ;) bara búinn að vera að lesa um þetta t.d hérna á Vaktinni og langar að prófa.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mið 12. Jan 2005 15:48

Einfaldasta yfirklukkunin er að finna agp lock í bios.. og hækka síðan fsb í littlum skrefum og prófa stöðuleika tölvunar á milli.




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mið 12. Jan 2005 15:51

Það er ekki AGP/PCI lock á þessu chipsetti. Það ætti samt ekki að stoppa þig í að koma örranum í 3200xp hraða. Ég er með 2400xp @ 3200xp hraða með þessu chipsetti, reyndar er ég með annað móðurborð en ég held að það skipti ekki miklu máli í þessu tilviki þar sem þetta er nú ekkert extreme overclocking. :wink:




Höfundur
bardi
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 07. Jan 2005 12:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf bardi » Mið 12. Jan 2005 15:54

hvaða forrit keyri ég til að prófa stöðugleikann ?
og hvað kallaru að hækka fsb í litlum skrefum :roll: [/quote]




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mið 12. Jan 2005 15:56

bardi skrifaði:hvaða forrit keyri ég til að prófa stöðugleikann ?
og hvað kallaru að hækka fsb í litlum skrefum :roll:

Þegar hann talar um að hækka fsb í litlum skrefum þá meinar hann að þú eigir að hækka t.d. fsb úr 166 upp í 170 til að byrja með, fara í OS og prófa stöðugleika og hita og annað. Til að prófa stöðugleika þá er mjög gott að nota forrit eins og Prime95.




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Mið 12. Jan 2005 16:52

Finndu leiðbeiningar á netinu um hvernig á að overclocka, það er flóknara en að hækka bara fsb í litlum skrefum.