Síða 1 af 1

All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 21:22
af Njall_L
Sælir vaktarar

Nú er ég að plana mitt næsta build sem að verður ITX leikjavél með yfirklukkuðum örgjörva. Við það myndast að sjálfsögðu töluverður hiti sem að þarf að koma út úr litlum ITX kassa. Mér sýnist ekki vera málið að vera með loftkælingu í þessu vegna plássleysis og því fór ég að skoða all in one vatnskælingar.

Ég myndi taka kælingu sem að er með 240 eða 280mm vatnskassa og vantar að heyra reynslusögur um kælingar í þeim stærðarflokki. Ég er mest að pæla í hávaðanum í pumpunni en er næstum því sama um viftuháfaða því að það má alltaf skipta viftunum út. Hef verið að skoða NZXT Kraken X61, Corsair H110 og Thermaltake Extreme 3.0.

Ef að einhverjir geta frætt mig eitthvað um þessar lausnir eða jafnvel komið með aðrar hugmyndir þá væri það algjör snilld. Að sjálfsögðu eru AIO ekki jafn hljóðlátar og góðar viftukælingar en vegna plássleysis mun ég sennilega frekar fara í vatnskælingu

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 21:29
af jojoharalds

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 21:33
af Njall_L
jojoharalds skrifaði:http://www.corsair.com/en-us/hydro-series-h5-sf-low-profile-liquid-cpu-cooler


Þakka innleggið en þessi lausn myndi ekki henta. Það þarf að vera cpu blokk sem að dælir vatninu í 240 eða 280mm vatnskassa sem að er staðsettur annarsstaðar í kassanum

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 21:59
af Jonssi89
Keypti nýlega Corsair h100i gtx 240mm frá tecshop og þetta er hörku græja :) Er með 3770k yfirklukkaðan uppí 4.4ghz @1.22v og fæ 23-24c á idle og 65-67c á prime 95 maximum heat test :)

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 22:13
af Njall_L
Jonssi89 skrifaði:Keypti nýlega Corsair h100i gtx 240mm frá tecshop og þetta er hörku græja :) Er með 3770k yfirklukkaðan uppí 4.4ghz @1.22v og fæ 23-24c á idle og 65-67c á prime 95 maximum heat test :)


Hljómar mjög vel. Hvernig er hávaðinn í honum?

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 22:24
af Steinman
Er líka með H100i GTX frá corsair. Veit ekki hvort þetta sé svipað í þeim og H110, en mitt eintak er langt frá því að vera hljóðlátt. Heyrist alltaf í pumpunni þó stillt sé á quiet mode og svipað má segja um stock vifturnar. Svo verða bara læti ef stillt er á performance mode á báðum. Hef séð aðra í svipuðum málum á vefnum svo þetta er eithvað til að passa sig á ef maður vill hljóðláta græju.
Hef annars ekki nógu mikið vit á þessu til að geta mælt með einhverjum öðrum.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 22:34
af demaNtur
Ég er líka með H100i, heyri ekkert í pumpunni en viftunar hinsvegar eru hrikalegar, sérstaklega þegar þær fara örlítið upp á snúning. Rosalegur hávaði þá og kæla EKKERT í samanburði við lætin. Hef heyrt um að fólk svissi út viftunum í H100i og það sé allt annað líf eftir það.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 22:50
af Jonssi89
Njall_L skrifaði:
Jonssi89 skrifaði:Keypti nýlega Corsair h100i gtx 240mm frá tecshop og þetta er hörku græja :) Er með 3770k yfirklukkaðan uppí 4.4ghz @1.22v og fæ 23-24c á idle og 65-67c á prime 95 maximum heat test :)


Hljómar mjög vel. Hvernig er hávaðinn í honum?


Það er enginn hljóð fra pumpunni en hávaði frá stock viftur á 100% load er svakalegt. En hljóðið undir quiet eða performance mode finnst mér alveg ásættanlegt :)

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 23:02
af Hnykill
Er með NZXT Kraken X61 og 2x Noctua NF-A14 PWM 140mm á þessu. http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2883

Er með vifturnar tengdar á viftustýringu á 80% sem er 1200 RPM og þetta er eins hljóðlátt og hugsast getur. 140mm viftur þurfa ekki að snúast mjög hratt til að flytja mikið loft nefnilega. er með Intel Core i7 5820K overclockaðan í 4.4 Ghz núna en hef farið uppí 4.6 og undir Full load í Prime 95 fór hitinn uppí 65C° mest. þurfti að setja 1.3v inná örgjörvan til að halda honum stöðugum á þessum hraða ..og að halda 6 kjörnum í 100% load á 65C° er frekar öflugt :)

CAM software-ið sem fylgir þessu er líka þrusuöflugt. þarft enga viftustýringu heldur tengir USB kapal beint frá vatnkælingunni í móðurborðið og stjórnar svo öllu frá CAM.

Tók þessa framyfir allar aðrar vatnkælingar og gæti ekki verið sáttari. vertu bara viss um að 280mm passi í kassan hjá þér. gott stuff :happy

það góða við AIO kælingar er líka það að þær eru ekkert að hindra vinnupláss í kringum minniskubbana og annað eins. betri loftkælingar eru frekar miklar um sig og ná sumar hverjar yfir minniskubbana hreinlega.

Svo auðvitað þarftu helst að vera með 2x 140mm viftur að blása lofti inní kassan til að vega uppá móti þessum 2 í kælingunni. svona uppá gott jafnvægi. Er sjálfur með Corsair Obsidian 450D og setti orginal vifturnar úr Kraken X61 að framan. tók svo netið af sem er á bakvið framgrillið á kassanum. er frekar snyrtilegur og kassinn uppá borði svo ryk og annað er ekki vandamál. en loftflæðið í kassanum hjá þér á eftir að spila stóran þátt í hversu vel örgjörvakælingin hjá þér virkar.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 23:05
af Njall_L
Hnykill skrifaði:Er með NZXT Kraken X61 og 2x Noctua NF-A14 PWM 140mm á þessu. http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2883

Er með vifturnar tengdar á viftustýringu á 80% sem er 1200 RPM og þetta er eins hljóðlátt og hugsast getur. 140mm viftur þurfa ekki að snúast mjög hratt til að flytja mikið loft nefnilega. er með Intel Core i7 5820K overclockaðan í 4.4 Ghz núna en hef farið uppí 4.6 og undir Full load í Prime 95 fór hitinn uppí 65C° mest. þurfti að setja 1.3v inná örgjörvan til að halda honum stöðugum á þessum hraða ..og að halda 6 kjörnum í 100% load á 65C° er frekar öflugt :)

CAM software-ið sem fylgir þessu er líka þrusuöflugt. þarft enga viftustýringu heldur tengir USB kapal beint frá vatnkælingunni í móðurborðið og stjórnar svo öllu frá CAM.

Tók þessa framyfir allar aðrar vatnkælingar og gæti ekki verið sáttari. vertu bara viss um að 280mm passi í kassan hjá þér. gott stuff :happy


Var akkúrat að skoða þessa kælingu. Hún lítur vel út á blaði og flest review segja akkúrat að hún kæli vel og pumpan sé ekki of hávær en vifturnar sem að komi með henni séu ekki alveg málið fyrir hljóðláta vél.
Fékkstu þína kælingu hér á landi eða pantaðirðu hana að utan?

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 23:12
af Hnykill
Fékk mína hjá Start.is ..held þeir séu enn með hana. ég hef aldrei heyrt í dælunni neitt. samt er kassinn uppá borði hjá mér svona 60 cm frá mér. þessi kæling og Noctua vifturnar er alveg skothelt setup. kælir hvað sem er næstu árin.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 23:23
af Steinman
Hmmm... afsaka að fara úr topic en veit einhver hvort þetta gæti verið galli og mögulega undir ábyrgð þegar pumpan er með þessi læti? :svekktur
Sit sjálfur næstum 3 metra frá vélinni og í performance mode þá heyri ég nokkuð vel í henni. Ef ég sæti við vélina þá væri þetta aldrei að ganga upp, þó hún væri í quiet mode.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 23:25
af Hnykill
Dælurnar eiga alls ekki að vera háværar. vifturnar já en aldrei dælan. ertu viss um að þetta sé dælan sjálf ? hefuru stoppað vifturnar í nokkrar sek til að vera viss ?

Ef svo er þá er það alveg ábyrgðarmál myndi ég segja. haha sérstaklega ef þú heyrir í henni í 3 metra fjarlægð, klárlega.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Þri 02. Feb 2016 23:40
af Steinman
Já hef prufað það og hljóðið alltaf til staðar. Svo er þetta alls ekkert líkt viftuhljóði, meira eins og harður diskur undir álagi. Héllt alltaf að þetta væri bara hluti af all in one kællingum og væri betra eða verra eftir framleiðlanda. Gott að sjá hérna frá öðrum að þetta er yfirleitt ekki vandamál, Vaktin ftw! :happy
Ætla klárlega að spurja þá í Att útí þetta og vonandi fær maður nýtt hljóðlátara eintak.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Mið 03. Feb 2016 00:42
af Hnykill
Er þetta svona hljóð ?

https://www.youtube.com/watch?v=GGJmO86igHA

Myndi heyra í ATT allavega og athuga hvað þeir segja með þetta. því þetta er ekki eðlilegt dæluhljóð.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Mið 03. Feb 2016 01:02
af Steinman
Vá þetta syncaðist við hljóðið í pumpunni minni :D. Jú þetta er akkurat hljóðið.
Geggjað, þá get ég bennt þeim á þetta myndband sem gerir ferlið vonandi fljótlegra. Takk fyrir þessa hjálp hnykill, ert meistari :happy

Edit: Hlustaði betur á vídeoið og þetta er ekki alveg svona slæmt hljóð hjá mér, hljómar samt eins bara ekki alveg jáfn hátt. En hver veit hvort þetta verði ekki bara verra með tímanum...

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Mið 03. Feb 2016 11:58
af Hnykill
Steinman skrifaði:Vá þetta syncaðist við hljóðið í pumpunni minni :D. Jú þetta er akkurat hljóðið.
Geggjað, þá get ég bennt þeim á þetta myndband sem gerir ferlið vonandi fljótlegra. Takk fyrir þessa hjálp hnykill, ert meistari :happy

Edit: Hlustaði betur á vídeoið og þetta er ekki alveg svona slæmt hljóð hjá mér, hljómar samt eins bara ekki alveg jáfn hátt. En hver veit hvort þetta verði ekki bara verra með tímanum...


Þessar dælur eru ekkert að bila neitt. og þetta er mjög góð kæling. efast um að þetta versni nokkuð. en eftir að "googla" þetta aðeins þá virðast þónokkrir hafa fengið svona leiðinda eintak af vatnsdælu frá Corsair. og það lýsa þessu allir eins. þetta er bara eins og vifta með lélegar legur segja þeir. og ég tel að það sé bara nákvæmlega það :/

Þetta á samt ekkert að vera svona. best væri auðvitað að hitta einhvern sem er með alveg eins kælingu og þú og fá að heyra hvernig hún er í samanburði við þína. talaðu samt við ATT og lýstu þessu bara vel fyrir þeim.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Fim 04. Feb 2016 00:07
af Steinman
Hnykill skrifaði:
Steinman skrifaði:Vá þetta syncaðist við hljóðið í pumpunni minni :D. Jú þetta er akkurat hljóðið.
Geggjað, þá get ég bennt þeim á þetta myndband sem gerir ferlið vonandi fljótlegra. Takk fyrir þessa hjálp hnykill, ert meistari :happy

Edit: Hlustaði betur á vídeoið og þetta er ekki alveg svona slæmt hljóð hjá mér, hljómar samt eins bara ekki alveg jáfn hátt. En hver veit hvort þetta verði ekki bara verra með tímanum...


Þessar dælur eru ekkert að bila neitt. og þetta er mjög góð kæling. efast um að þetta versni nokkuð. en eftir að "googla" þetta aðeins þá virðast þónokkrir hafa fengið svona leiðinda eintak af vatnsdælu frá Corsair. og það lýsa þessu allir eins. þetta er bara eins og vifta með lélegar legur segja þeir. og ég tel að það sé bara nákvæmlega það :/

Þetta á samt ekkert að vera svona. best væri auðvitað að hitta einhvern sem er með alveg eins kælingu og þú og fá að heyra hvernig hún er í samanburði við þína. talaðu samt við ATT og lýstu þessu bara vel fyrir þeim.


Ég sá einmitt í commentunum á youtubue myndbandinu að það eru einhverjir sem hafa fengið nýtt eintak en svo lent bara aftur í sama vandamálinu.
Þetta er einmitt dúndur kæling og ef maður splæsir í nýjar viftur þá er maður golden. Svo er ég aldrei með stillt á performance mode svo þetta er ekkert að pirra mig. En ef ég væri að með vélina nær og við skrifborð þá er þetta alltof ljótt hljóð til þess að hafa í eyrunum stanslaust, þó það sé stillt á quiet mode.
Allavega, ég ætla að nefna þetta við þá næst þegar maður á leið þangað og pósta kannski niðurstöðunum hérna.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Fim 04. Feb 2016 01:09
af Hnykill
Ef þetta hljóð hækkar eða lækkar með "performance mode " þá ertu að tala um hávaða í viftum. því það er bara viftuhraðinn,

Þú þarft að hafa það á hreinu að þetta sé dælan. vökvadælan snýr alltaf á sama snúning sama hvaða hraða þú ert með vifturnar á. svo ef hávaði kemur frá kælingunni þegar þú setur í "performance Mode" eða annað þá er það frá viftunum. "performance Mode"

"performance Mode" er bara viftuhraði.. ekkert annað.

Taktu allar viftur úr sambandi í nokkrar sekúndur.. vertu 100% viss um að hún sé vandamálið. útilokaðu alla aðra möguleika. það er í lagi að hafa tölvukassan opinn og kippa viftunum úr sambandi á meðan hún er í gangi.

Ef þetta væri tölvan mín þá myndi ég gera eftirfarandi.

Fara í Fallout 4 og spila í 5 mínótur.

Setja á pásu í leiknum og taka allar viftur úr sambandi. spila í svona 30 Sek og hlusta. setja svo allt aftur í samband. því aðeins skjákortið, aflgjafinn og vatnsdælan væru þá í gangi. leggðu eyrað við kassan og finndu út hvaðan þetta kemur ;)

Þetta er bara bilanagreining. þú ert ekki með aðra kælingu til að bera saman við þína. svo útilokunar aðferðin er best. ef hljóðið er að trufla þig þá slekkuru fyrst á einu.. svo hinu þar til þú finnur út hvaðan það kemur. svo berðu þig saman við hvernig það er hjá öðrum ..hvort þetta sé eðlilegt.

Ég er sjálfur með NZXT Kraken X61 og ég myndi ekki sætta mig við svona hljóð ef það kæmi frá henni.. alls ekki ! ..þú gætir meira að segja beðið þá í ATT að setja í samband sömu vatnskælingu frá þeim án þess að festa hana á hörgjörvan.. bara til að hafa samanburð á dæluhljóðinu.. þar sem dælan þarf bara rafmagn frá móðurborðinu.. þá hefurðu samanburð.

Ég hef keypt þónokkra tölvu parta frá @tt.. góð verslun. þetta er ekki "handmade" frá þeim og ekki útí þá að sakast. þeir senda sjálfir gallaðar vörur út og fá nýjar. þetta er partur af framleiðsuferli tölvuíhluta. þetta er allt framleitt á færibandi. en þetta á að standast ákvenðnar kröfur.

Það fyrsta sem maður gerir auðvitað þegar maður er að kaupa íhluti í tölvur er að gera samanburð "Reviews" ..ef eitthvað er ekki eins og það á að vera þá talaru beint við verslunina sem þú keyptir hlutinn hjá. málið er bara að að senda hluti út til skiptingar, er leiðinlegt ferli. það tekur langan tíma en Tölufyrirtæki eins og @TT eins og önnur eru með þetta ferli hjá sér og hvernig það virkar.

Nr 1. vertu 100% viss um að þetta sé dælan með útilokunar aðferðinni. ekki borga öðrum fyrir örfá handtök sem getur gert sjálfur.

Talaðu svo bara við ATT.. þetta eru fínir strákar. það er ekki eins og þeir séu að borga þér nýja kælingu uppúr eigin vasa. þetta er allt í ábyrgð hjá þeim og þér "kostir við að búa í Evrópu ;)" bara tekur þá smá tíma að fá endursendingu frá Corsair eða hvaðan sem þeir pöntuðu þetta.

Ábyrgð nær yfir gallaða hluti. og mér sýnist þetta alveg ná yfir það.

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Fim 04. Feb 2016 01:55
af Steinman
Þetta er snilld að geta gert, fékk gott yfirlit yfir hvaðan öll hljóð eru að koma í vélinni. Alltaf er maður að læra eithvað nýtt :happy
Prufaði það sem þú sagðir, tók allar vifur úr sambandi, vifturnar á skjákortinu voru á 0 rpm þannig ekkert viftuhljóð þaðan. Flakkaði svo á milli performance og quiet og heyrði þá alveg klárlega að lætin eru í pumpunni sjálfri. Munur að geta farið til þeirra og sagt þeim með öryggi að þetta er pumpan.
Svo er reyndar sitthvor stillingin fyrir vifturnar og pumpuna í Corsair Link. Pumpan fer úr ca 1900rpm í 2900rpm í performance á meðan vifturnar haldast í ca 900rpm.
Mynd

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Fim 04. Feb 2016 22:53
af Njall_L
Var að skoða þessi mál betur og ég mun ekki koma 240mm kælingu í kassann hjá mér með skjákortinu sem að ég hef. Hefur því einhver reynslu af 120mm eða 140mm kælingum, svipuðum NZXT Kraken X31 eða X41?

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Fös 05. Feb 2016 05:56
af Hnykill
Ef þú kemur NZXT Kraken X41 140mm fyrir hjá þér mæli ég alveg með henni. hún fær mjög góða dóma. annars er X31 120mm bara næsta val fyrir neðan :) ..hehe ég er mjög sáttur við þessar NZXT kælingar. kæla vel, góðar viftur, góð ábyrgð á þessu ..hef ekki heyrt að þær séu að bila neitt.. bara go for it ! :happy

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Fös 05. Feb 2016 07:40
af Njall_L
Hnykill skrifaði:Ef þú kemur NZXT Kraken X41 140mm fyrir hjá þér mæli ég alveg með henni. hún fær mjög góða dóma. annars er X31 120mm bara næsta val fyrir neðan :) ..hehe ég er mjög sáttur við þessar NZXT kælingar. kæla vel, góðar viftur, góð ábyrgð á þessu ..hef ekki heyrt að þær séu að bila neitt.. bara go for it ! :happy


Snilld, mér sýnist Kraken X41 vera the way to go

Re: All in one vatnskælingar?

Sent: Fös 05. Feb 2016 17:37
af Squinchy
Er með H80i og hef verið sáttur þar sem ég er með vel hljóðeinangraðann kassa, annars væri þetta löngu farið úr kassanum þar sem pumpan framkallar leiðindar hljóð ef vel er hlustað, en aðrir virðast ekki heyra það.

kannski er ég bara með ofur heyrn :P

Forritið frá corsair er hreint sorp og virðist ekki hafa neina stjórn yfir dælunni, en virkar að lækka niður í viftunum.

Fyrir utan það þá er þetta þrusu kæling sem heldur hitanum lágum