Síða 1 af 1

Hitastig í kassa 20gráður en örri 41gráða

Sent: Mán 13. Des 2004 16:41
af Pepsi
Sælir, ég var að spá í hvort að þetta væri eðlilegt . það er að segja hitastigið í kassanum 20gráður en örrinn í 41 (idle). Þarf ég ekki að skoða þetta aðeins????

Sent: Mán 13. Des 2004 17:16
af hahallur
Er það kannski fast í 41°C.
Annars hef ég séð það gerast, XP örar eiga held ég að vera heitir í idle og hækka svo lítillega í load.
Svo er það líka oftast vitlausar mælingar.

Sjá grein hjá Tomma
http://www.tomshardware.com/cpu/20041115/pentium4_570-20.html

Re: Hitastig í kassa 20gráður en örri 41gráða

Sent: Mán 13. Des 2004 18:32
af MezzUp
Pepsi skrifaði:Sælir, ég var að spá í hvort að þetta væri eðlilegt . það er að segja hitastigið í kassanum 20gráður en örrinn í 41 (idle). Þarf ég ekki að skoða þetta aðeins????

Nei, afhverju heldurðu það? Finnst þér þetta þá of hátt eða?
Ég held að þú sést nokkuð góður með 41° Sjálfur er ég í 55°-70° og hef litlar áhyggjur á meðan það fer ekki ofar.

Með hverju mælirðu annars hitann í kassanum?

Sent: Mán 13. Des 2004 19:31
af Pepsi
Það er hitamælir í viftustýringunni sem ég hef svona miðsvæðis í kassanum. svo mæli ég hitastigið á örranum með litlu forriti sem fylgir móðurborðinu. Þetta hitastig er nú reyndar bara ágætt. Að vísu þegar ég opna gluggann þá fæ ég örrann stundum niður 33 gráður, fer að vísu eftir veðri utandyra

Sent: Mán 13. Des 2004 19:49
af MezzUp
flotter, myndi ekkert hafa áhuggjur af þessu nema að þetta rísi eitthvað svakalega :)

Sent: Mán 13. Des 2004 19:55
af Pepsi
Einmitt, held ég sé bara í þrusumálum með þetta þar sem Thermaltake Tsunami kassinn verður tekinn í notkun á Fimtudaginn :D