Vantar álit á minnis oc


Höfundur
Takai
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Mán 19. Júl 2004 01:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar álit á minnis oc

Pósturaf Takai » Mán 13. Des 2004 00:00

Jæja, þá er maður búinn að vera að dunda sér við það í kvöld að fikta í timings á minninu mínu.

Minnið er Mushkin Basic Green 512mb DDR400 Cl. 2.5 og keyrir það á default timings 2.5-3-3-8 með DDR400.

Ég byrjaði á að prófa það venjulega og setja það svo í DDR333 og prófa með 2.5-3-3-7.

Með þeirri stillingu prufaði ég að fara allt niður í 2-3-2-2 og var það fullkomlega stable (keyrði memtest allavega í klukkutíma villulaust).

Til að benchmarka útkomuna notaði ég PcMark04 og keyrði System test, CPU test og Memory test.

Það sem að ég fékk útúr því var það að ég fékk mest minnis skor á DDR400 2.5-3-3-8 (sem sagt default), ég fékk mest CPU og system skor úr DDR333 2.5-3-3-7.

Það sem að mér fannst aftur á móti skrýtið var það að á DDR333, timings 2-3-2-2 (sem að var það lægsta sem að ég náði) var 2 hæsta í system skor, 4 hæsta í CPU og 4 hæsta í memory. Samtals prufaði ég 7 stillingar og var aldrei það mikill munur á milli mælinga í stigum.

Mesti munur á stigum var í system 32, CPU 86 og Memory 10.

Ég er bara að pæla ætti ég ekki að vera að fá meira útúr minninu á lægri timings á lægri hraða??
Minnir að ég hafi alltaf lesið að það væri gott að lækka DDR ef að marr gæti og setja lægri timings í staðinn.

[Edit. Breytti smá rugli hérna.]



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 13. Des 2004 00:07

Afhverju prófaðiru ekki að overclocka það bara í ddr400 það getur ekkert gerst nema þegar þú hækkar voltin það eina sem gerist þegar þú breyttir timings á mininu í of lága stillingu þá bootar tölvan ekki. Ef það gerist þá seturu bara bios í default með cmos pinnanum




Höfundur
Takai
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Mán 19. Júl 2004 01:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Takai » Mán 13. Des 2004 00:28

Já kannski ætti ég að reyna það meira. Ég prufaði að breyta því einu sinni og svo hef ég minnir mig reynt að setja cas í 2 og þá bootaði hún ekki.

En ég tók eftir því áðan að ég náði ekki að hagga ras to cas tölunni úr 3 villulaust, jafnvel þó að ég væri í DDR333. En já .. ég prufa fleiri timings á DDR400 á morgun, nenni ekki meiru í kvöld.

Læt vita hvernig gekk.




Höfundur
Takai
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Mán 19. Júl 2004 01:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Takai » Mið 15. Des 2004 16:39

Jæja, búinn að klukka þetta og ég eina sem að ég náði var að breyta 2.5-3-3-8 í 2.5-3-3-2 og ég fæ engan mikinn mun í pcmark en ég ætla bara að skilja við þetta svona.