Síða 1 af 1

sýnir rangan hita í speedfan!

Sent: Lau 11. Des 2004 00:09
af Meso
Long time reader, first time writer :)
Af einhverjum dularfullum orsökum stendur alltaf sama hitastig á Örgjafanum og northbridge í speedfan, sem er 25°C. Veit einhver af hverju þetta gæti verið?
Ég er með P4 2.8 Prescott örgjörva og Gigabyte GT 2004 Edition Móðurborð (Model name:GA-8IPE1000 Pro-G)

Sent: Lau 11. Des 2004 00:11
af hahallur
Ég hef séð svo mörg Gigabyte borð mæla einhverja vitleysu.
Örugglega bara það

Re: sýnir rangan hita í speedfan!

Sent: Lau 11. Des 2004 01:49
af MezzUp
Meso skrifaði:Long time reader, first time writer :)

Welcome :D
Meso skrifaði:Af einhverjum dularfullum orsökum stendur alltaf sama hitastig á Örgjafanum og northbridge í speedfan, sem er 25°C.

Gæti ekki verið að þetta sé sami mælirinn? Þykir ólíklegt að örrinn sé svona svakalega lágur hjá þér ;) Hækkar hitinn ekkert í load? Eru ekki aðrir mælar í Speedfan? Hvað segir BIOS?

Sent: Lau 11. Des 2004 11:45
af hahallur
Prófaðu líka nokkur mismunandi forrit.

s.s. PC Wizard á http://www.cpuid.com

Sent: Lau 11. Des 2004 21:44
af Meso
Ég hef prófað SiSof Sandra og það kemur sama þar, og einnig það sama i Bios. Svo er þessi PC Wizard ekki að virka, tölvan bara frýs!
Einhverjar hugmyndir hvað hægt sé að gera?

Sent: Lau 11. Des 2004 22:02
af Birkir
Gætir prófað forrit sem kallast "AIDA32" man ekki hvar það er að finna.

Sent: Lau 11. Des 2004 22:14
af gumol
Ef sami hitinn er alltaf í BIOS þá gæti virkað að uppfæra BIOSið. Ef ekki þá er þetta galli í móðurborðinu.

Sent: Sun 12. Des 2004 11:33
af Stutturdreki
Er með sama móðuborð og þessi forrit, td. SpeedFan og MBM eru ekki að virka alltof vel með því. Td. hjá mér í speedfan er Temp1 og Temp2 alltaf 25°C en Temp3 virðist hinsvegar passa við hitan á CPU. Td. ef þú berð hann saman við hitan í EasyTune (btw.. að keyra upp EasyTune á eftir SpeedFan virðist ekki vera heilbrigt fyrir uppitíman á tölvunni minni..).

EasyTune mælir hinsvegar bara einn hita, CPU, og er gefið út með móðurborðinu þannig að það er frekar líklegt að það sé bara verið að nota einn hitamæli á því.

Og ástæðan fyrir því að þessi forrit virka ekki nóguvel er vís sú að framleiðendur móðrborðanna eru ekkert að hjálpa til. Td. las ég einhvern tíman að gaurinn sem býr til MBM væri við það að gefast upp því hann fengi engar upplýsingar frá framleiðendunum sjálfum.

Sent: Sun 12. Des 2004 11:35
af hahallur
gumol skrifaði:Ef sami hitinn er alltaf í BIOS þá gæti virkað að uppfæra BIOSið. Ef ekki þá er þetta galli í móðurborðinu.


Huggsa að þetta sé vandinn.
Veit um einn gaur sem var með heavy kælingu og Gigabyte borðið hans sýndi 290°C