Síða 1 af 1

Utanáliggandi hard drive mod

Sent: Sun 07. Nóv 2004 01:31
af Pandemic
Mér leiddist rosalega í kveld hafði akkurat ekkert að gera.
Þannig að ég tók legoið af háaloftinu og fataði hvað það er geðveikt gaman að legoa þannig ég tók mig til og gerði hús fyrir harðadiskinn minn og setti kælingu á hann.
Ég notaði bara alla kubba sem ég fann þannig þetta er ekkert sérstaklega samstætt en ég er að plana að gera einhvað meira með þetta.

Sent: Sun 07. Nóv 2004 02:37
af Birkir
Töff :P

Sent: Sun 07. Nóv 2004 03:03
af ErectuZ
Hei, þetta er nett!

En ertu ekki vaxinn upp úr legói...?...?...?

Sent: Sun 07. Nóv 2004 03:10
af MezzUp
ErectuZ skrifaði:En ertu ekki vaxinn upp úr legói...?...?...?

Uss nei, maður vex aldrei upúr legói :P

Sent: Sun 07. Nóv 2004 04:38
af gnarr
lego er hlutur sem ég mun alltaf sakna! ég asnaðist til að gefa alla legó kubbana mína fyrir einhverjum árum síðan ;(

Sent: Sun 07. Nóv 2004 11:28
af hahallur
Jamm cool.

Mætti sammt vera simitíst (þetta er örugglega vitlaust stafsett)

Það er synd að Lego er núna í kröppum dansi.

Sent: Sun 07. Nóv 2004 11:31
af MezzUp
hahallur skrifaði:simitíst

heh, say wh0t?

Sent: Sun 07. Nóv 2004 12:14
af BlitZ3r
eru að samlitað. en annars cool mod ég á haug af þessu kanski að kubba tolvunna upp :lol:

Sent: Sun 07. Nóv 2004 13:11
af noizer
Ég á mjög lítið að legoi þannig að ég gæti ekki kubbað utan um neitt svona
En annars töff mod hjá þér

Sent: Sun 07. Nóv 2004 13:18
af Pandemic
Ég á Mindstorm dótið og alla aukapakkana þannig ég er að hugsa um að gera einhvað úr þeim


btw. Maður vex aldrei upp úr lego.

Sent: Sun 07. Nóv 2004 14:25
af Pandemic
Viftan blæs út ætti ég að láta hana blása inn annars titrar boxið frekar mikið þannig ég þarf að setja einhvað efni undir til að minka titring.

Sent: Sun 07. Nóv 2004 15:20
af hahallur
Superglue-aðiru eitthvað

Sent: Sun 07. Nóv 2004 16:05
af Pandemic
Neibb annars er ég búinn að breyta þessu styrkti allt húsið og allt er komið á svamp sem minkar titring.

Sent: Sun 07. Nóv 2004 18:47
af Snorrmund
Snilld, uss ef ég ætti pening þá myndi ég kaupa mér svona mini itx og kubba það allt :)

btw, maður vex aldrei, ALDREI upp úr legói :D

Sent: Sun 07. Nóv 2004 18:52
af Lazylue
Það væri nú töff að búa til heilann tölvukassa u lego-i.:) Maður á nú eitthvað af gamla lego-inu eftir en asnaðist til að gefa stóran hluta af þessu.
Einhver sagði mér líka að fyrirtækið sem framleiðir lego sé að fara á hausinn því þetta er ekki "inni" lengur.

Sent: Sun 07. Nóv 2004 22:49
af MezzUp
Lazylue skrifaði:Það væri nú töff að búa til heilann tölvukassa u lego-i.:) Maður á nú eitthvað af gamla lego-inu eftir en asnaðist til að gefa stóran hluta af þessu.
Einhver sagði mér líka að fyrirtækið sem framleiðir lego sé að fara á hausinn því þetta er ekki "inni" lengur.

Ekki að fara á hausinn, en minnka mikið við heyrði ég. Flytja höfuðstöðvarnar til Indlands eða álíka.

Sent: Sun 07. Nóv 2004 22:55
af everdark
Ég byggði einusinni legokassa á föstudagskvöldi, það var nú ekki mikið varið í greyið (móbóið lá á 'bakinu', fyrirferðamikið ;)) en það var samt helvíti gaman að þessu. Var nú samt með nokkur sniðug functions uppá gamanið. :-)

Sent: Mán 08. Nóv 2004 13:35
af surtur
vááááá hvað ég átti mikið legó mar.. =) gat aldrei haft þá alla i einu.. var vanur að loka mig klukkutímana af byggja ALLT stóru formulu bilana og svona =) það var aldrei pláss til að hafa þá alla í einu :)... heilu balarnir :D erfði einhvað af þessu.. en gaf þetta allt fyrir einhverri 1 -2 vikum :) lítill snáði i familíunni sem hefur meira not fyrir þetta.. :D