Sallarólegur skrifaði:Ég þarf að láta skera út tvö svona template, ss. fjórar plötur, miðað við að þessi mynd sé A4 blað.
Vitið þið hvað það myndi ca. kosta og hvar væri best að fara? Frekar loðin svör sem ég er búinn að fá hér.
*Mynd*
Það er enginn að fara að svara því hér hvað svona kostar nákvæmlega. Þú ert líklegast best settur með að hafa samband við FabLab og reyna að fá að komast þar sjálfur í laser eða CNC fræs, líklegast ódýrasti kosturinn ef þú hefur ekki 10 þumalputta.
Annars þarftu líklegast að hafa samband við þessi fyrirtæki sem eru nefnd í þessum pósti hér að ofan og leita tilboða frá þeim, líklegast er þetta hlutfallslega dýrt þar sem þú ert að leita eftir fáum hlutum. Þú munt í öllum tilvikum þurfa að græja vectorteikningu af útlínunum af þessum hlut (t.d. autocad teikningu), ef þú getur ekki græjað hana sjálfur þá þarftu að fá einhvern til að græja hana fyrir þig, sem þýðir í flestum tilvikum að þú þarft að borga einhverjum fyrir að teikni þetta fyrir þig (hvort sem það er fyrirtækið sem sker þetta fyrir þig eða einhver annar).
Ballpark verð á þenna skurð (ef gert með laser) er undir 10 þús. fyrir utan efni. Prufaðu bara að hafa samband við þessi fyrirtæki og fáðu tilboð, bestu og nákvæmustu svörin sem þú færð.
Það sem hefur komið fram í þessum þræði:- DIY (FabLab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands)
- Laser (Geislatækni, Héðinn)
- CNC Fræs (Vélvík)
- Vatnsskurður (Héðinn)
- CNC Plasmi (Teknís)
Símanúmer þessara fyrirtækja fást hér.