Síða 1 af 1

overclock á i7 1366, PCI-e að valda vandræðum?

Sent: Þri 01. Apr 2014 17:49
af gardar
Sælir vaktarar.

Er að yfirklukka i7 920, er búinn að ná honum í 4.2ghz á ásættanlegum hita og stable með prime í rétt tæpa 2 sólarhringa.

Þegar ég nota pci express kort í x1 rauf frýs hinsvegar vélin og endurræsir sig eftir smá stund í notkun. Virkar fínt til að byrja með.

Hvað er til ráða? Hækka volt og mhz á PCI? Er pínulítið smeykur við að steikja PCI kortin mín í einhverjum þannig æfingum.

Re: overclock á i7 1366, PCI-e að valda vandræðum?

Sent: Þri 01. Apr 2014 18:35
af Saber
Byrja bara á spennunni. M.v. mína reynslu, þá eiga PCI slottin bara að vera föst á 100 MHz.

Re: overclock á i7 1366, PCI-e að valda vandræðum?

Sent: Þri 01. Apr 2014 18:43
af kizi86
viss um að' það er ekki einhver stilling í bios sem er eitthvað á þessa leið: FSB-PCI-e ratio? allaveganna er það þannig á mínu borði, get haft það á auto, þe sama hraða og á fsb, eða fastann

Re: overclock á i7 1366, PCI-e að valda vandræðum?

Sent: Þri 01. Apr 2014 23:01
af gardar
Saber skrifaði:Byrja bara á spennunni. M.v. mína reynslu, þá eiga PCI slottin bara að vera föst á 100 MHz.


Hvað er öruggt að krukka mikið í voltunum?

kizi86 skrifaði:viss um að' það er ekki einhver stilling í bios sem er eitthvað á þessa leið: FSB-PCI-e ratio? allaveganna er það þannig á mínu borði, get haft það á auto, þe sama hraða og á fsb, eða fastann


Engin þannig stilling sjáanleg hjá mér

Re: overclock á i7 1366, PCI-e að valda vandræðum?

Sent: Mið 02. Apr 2014 01:27
af Saber
gardar skrifaði:Hvað er öruggt að krukka mikið í voltunum?


Hef ekki hugmynd, hef aldrei þurft að krukka í spennunni á PCI brautinni. Það hefur pottþétt einhver gert þetta áður samt, þannig að pabbi Google veit pottþétt svarið.