Síða 1 af 1

Yfyrklukka AMD Phenom II X4 955 og 8gb minni

Sent: Lau 08. Mar 2014 21:51
af DoofuZ
Ég er með eftirfarandi vélbúnað og mig langar að yfirklukka sem mest af þessu

Móðurborð: Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P
Örgjörvi: AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz
Minni: 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP
Skjákort: EVGA Geforce GTX 760

Fyrst vil ég byrja á einni spurningu varðandi minnið, ég var með 4gb (2 x 2gb) Corsair XMS3 1600mhz en bios-inn stillti það alltaf sjálfkrafa á 1033mhz, svo þegar ég skipti um minni þá fór það nýja sjálfkrafa í 1333mhz, afhverju fer hvorugt í 1600mhz? Er það rétt skilið hjá mér að það tengist öðrum stillingum í bios? Sé að ef ég fikta í cpu frequency þá hefur það áhrif á memory clock minnisins, hef lesið aðeins um það en er samt mikill nýgræðingur í þessu enda bara rétt að byrja svo ég er ekki alveg að skilja allt eins og er. Ég prófaði fyrr í dag að hækka minnið uppí 1600mhz manual og setja rétt timings líka en það virðist gera tölvuna eitthvað óstöðuga

Gleymið þessu fyrir ofan, fattaði ekki að móðurborðið styður bara 1600 og uppúr ef ég yfirklukka í það :roll: :)

Hefur svo einhver hérna yfirklukkað þennan örgjörva? Hef lesið töluvert um yfirklukkun, bæði varðandi þennan örgjörva og bara almennt, en það er pínu erfit að tengja það sem talað er um við réttar stillingar í þessum bios sem ég er með 8-[ Og hvað með minnið? Einhver til í að fara aðeins í gegnum þetta með mér hérna?

Re: Yfyrklukka AMD Phenom II X4 955 og 8gb minni

Sent: Lau 08. Mar 2014 22:35
af Moldvarpan
Ég hef látið minn 955 í 4ghz stable með góðri kælingu.
Ég prófaði að fikta í þessu en preset yfirklukkunar stillingar í móðurborðinu voru það fínar að ég notaði þær. Er með eh ódýrt asrock borð.

Re: Yfyrklukka AMD Phenom II X4 955 og 8gb minni

Sent: Sun 09. Mar 2014 01:39
af DoofuZ
Var að byrja að fikta aðeins í þessu, byrjaði á að hækka cpu voltage um 0.125, það var í 1.325 og er því nú í 1.45, og hækkaði líka multiplyer-inn um 1, það var í 16 (=3.2ghz) en er núna í 17 (=3.4ghz), er svo kominn með Prime95 í gang. Ætti ég að fikta eitthvað meira áður en ég keyri það í sólahring eða er þetta nóg til að byrja með? Hvenær geta svo minnin farið uppí 1600mhz?

Re: Yfyrklukka AMD Phenom II X4 955 og 8gb minni

Sent: Sun 09. Mar 2014 01:50
af Minuz1
DoofuZ skrifaði:Var að byrja að fikta aðeins í þessu, byrjaði á að hækka cpu voltage um 0.125, það var í 1.325 og er því nú í 1.45, og hækkaði líka multiplyer-inn um 1, það var í 16 (=3.2ghz) en er núna í 17 (=3.4ghz), er svo kominn með Prime95 í gang. Ætti ég að fikta eitthvað meira áður en ég keyri það í sólahring eða er þetta nóg til að byrja með? Hvenær geta svo minnin farið uppí 1600mhz?


Getur í raun fiktað í öllu dótinu, bara passa sig á voltunum, þau skemma dótið ef þú ferð óvarlega. 1.65V er fín lína sem þú ættir ekki að fara yfir.

Hérna eru einhver timings sem fólk hefur verið að nota.
http://www.tomshardware.co.uk/forum/271 ... -overclock