Síða 1 af 1

Radiator viftur...

Sent: Fös 28. Feb 2014 17:18
af Hnykill
Eru menn ekki almennt á því að þessar.. http://www.att.is/product/corsair-sp120 ... vifta-4pin séu bestu radiator vifturnar í dag ?

Ég pantaði líka viftustýringu til að skrúfa aðeins niður í þeim því þetta eru "high Performance edition" útgáfan. 2350 RPM er víst aðeins of hávært fyrir minn smekk.

er þetta ekki annars málið ?

Re: Radiator viftur...

Sent: Fös 28. Feb 2014 17:22
af MatroX
GentleTyphoon eru enþá bestu radiator viturnar

Re: Radiator viftur...

Sent: Fös 28. Feb 2014 17:28
af mercury
GT AP-15 eru jú sennilega enþá bestar. Og alls ekki háværar.
http://kisildalur.is/?p=2&id=2005

Re: Radiator viftur...

Sent: Fös 28. Feb 2014 17:48
af Hnykill
já valið stóð milli þeirra 2 einmitt.. valdi high perfomance SP 120 og viftustýringu til að finna svona "sweet spot" milli hraða og hávaða. mér fannst miðjan á GT svo mikil um sig eitthvað.. og svo finnst mér gott að hafa þessa litahringi sem fylgja SP 120, uppá framtíðar setup hjá mér.

Er með Thermaltake Water 3.0 Performer http://tolvutek.is/vara/thermaltake-wat ... -amd-intel á AMD FX 8350. vifturnar sem fylgdu eru vægast sagt hristingur og hávaði. ég velti því mikið fyrir mér hver gæti hannað svona ílla gerðar viftur og komist upp með það á svona stórum skala :klessa

Re: Radiator viftur...

Sent: Fös 28. Feb 2014 18:45
af Squinchy
Hef verið í sömu hugleiðingum með mína H80i, hvað með GT AP-15 vs Noctua NF-F12?

Re: Radiator viftur...

Sent: Fös 28. Feb 2014 18:47
af MatroX
Squinchy skrifaði:Hef verið í sömu hugleiðingum með mína H80i, hvað með GT AP-15 vs Noctua NF-F12?

GT AP-15 eru bestar :D

Re: Radiator viftur...

Sent: Fös 28. Feb 2014 19:29
af Hnykill
http://linustechtips.com/main/topic/360 ... n-1850rpm/ fann þetta... ég tók High performance SP 120 og viftustýringu til að keyra þær í svona 1800 RPM.. er með 120mm radiator og held það komi best út þannig.. annars er GT greinilega það sem menn eru að mæla með hérna.


ahh sá þú sagðir Noctua ekki SP 120.. sorry :Þ

Re: Radiator viftur...

Sent: Þri 04. Mar 2014 17:13
af Squinchy
Var að skipta út stock SP120 fyrir GT AP-15, heyri svo sem ekki mikinn mun á þeim og stock nema auðvitað við boot, vatns dælan yfirgnæfir viftuna, er það normal ?

Re: Radiator viftur...

Sent: Þri 04. Mar 2014 19:07
af Hnykill
Ef vatnsdælan er háværasti hluturinn væri ég bara sáttur... en bæði GT og SP120 vifturnar eru frekar hljóðlátar.. nema þær séu á 2000 RPM og yfir kannski.

Re: Radiator viftur...

Sent: Þri 04. Mar 2014 19:33
af Heidar222
Ég er sjálfur með SP120 quiet version og gæti ekki verið sáttari, er með viftustýringu og hef þær á ca 9v og þær eru nánast hljóðlausar.

Re: Radiator viftur...

Sent: Fim 06. Mar 2014 15:44
af Hnykill
Fékk vifturnar áðan og skellti þeim í.. önnur skröltir "eða tikkar einhvernvegin" og það hvín svona lágt í hinni.. tók þær báðar úr vélinni og henti þeim inní skáp. verstu kaup sem ég hef gert í langan tíma :mad

Ætla fá mér NZXT Kraken X60 í staðinn.. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=2410 140mm viftur ættu að blása vel án þess að vera með mikinn hávaða.. djöffull fór þetta í mig :evil:

Re: Radiator viftur...

Sent: Fim 06. Mar 2014 16:42
af vesley
Hnykill skrifaði:Fékk vifturnar áðan og skellti þeim í.. önnur skröltir "eða tikkar einhvernvegin" og það hvín svona lágt í hinni.. tók þær báðar úr vélinni og henti þeim inní skáp. verstu kaup sem ég hef gert í langan tíma :mad

Ætla fá mér NZXT Kraken X60 í staðinn.. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=2410 140mm viftur ættu að blása vel án þess að vera með mikinn hávaða.. djöffull fór þetta í mig :evil:



Hugsa að það sé nú skárra að fara þá og skila viftunum :lol:

Re: Radiator viftur...

Sent: Fim 06. Mar 2014 16:55
af MuGGz
keyptiru sp120 og settir þær á viftustýringu ?

Búinn að prufa keyra þær án þess að nota viftustýringuna ?

þessar viftur láta ekki vel á öllum viftustýringum, þekki það af persónulegri reynslu

Re: Radiator viftur...

Sent: Fim 06. Mar 2014 16:59
af oskar9
Ég er með bæði AP og AF viftur í mínum kassa (Corsair 650D) og þær eru tengdar við viftustýringuna sem er í kassanum, ég verð ekki var við nein aukahljóð eftir því hvernig þær eru stilltar

Re: Radiator viftur...

Sent: Fim 06. Mar 2014 17:01
af MuGGz
Enda sagði ég ég ekki allar, enn sumar viftustýringar ganga ekki með þessum viftum og láta þær svona "buzza" og tikka einhvernveginn, hálf asnalegt

Re: Radiator viftur...

Sent: Fim 06. Mar 2014 17:11
af Hnykill
pantaði þessar http://www.att.is/product/corsair-sp120 ... vifta-4pin því það stóð "afkastamikil" kassavifta.. og hélt þetta væru "high Performance" útgáfan... kom í ljós að þetta eru "Quiet Edition".. ok hugsaði ég.. ætlaði hvort eð er að skrúfa vel niður í þeim með viftustýringu. málið er bara að önnur "tikkar" og hin hvín.. þetta eru ekki spaðarnir sem eru að gera þessi hljóð heldur mótorarnir. þetta er ekki mikið en ég er með kassann uppá borði svona 40 cm frá mér og þetta breytti öllu andrúmsloftinu í stofunni.

ætla að fá mér Thermaltake Armor Revo
http://tolvutek.is/vara/thermaltake-arm ... si-svartur og

og NZXT Kraken X60
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=2410

og treysta frekar á stærri viftur til að keyra á hægari hraða.

ég ætlaði bara ekki að kaupa þennan kassa og kælingu strax.. ekki fyrr en ég fer í nýtt setup.. og ég ætlaði að bíða eftir DDR4 allavega. ég setti bara gömlu vifturnar aftur í.. örgjörvinn fór úr 55C° í 100% load niður í 45 C° með SP 120.. svo þær eru gífurlega öflugar.. neita því ekki.. en þær áttu að vera hljóðlátar líka :(.

ég sel bara kælinguna með þessum 2 viftum síðar.. það er örugglega einhver sem er ekki með svona rosalegt tóneyra eins og ég :klessa