Viftur í Molex með adapter


Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Viftur í Molex með adapter

Pósturaf Swanmark » Fös 14. Feb 2014 21:26

Ef að ég kaupi adapter fyrir molex í viftu, þá er hún að keyra stanslaust á 12v, er það ekki? Semsagt alltaf 100% RPM? Annað, viftur sem koma með Corsair kössum, veit einhver eitthvað um þær?(Corsair Vengeance C70 nánar tiltekið).
Hversu hratt geta þær snúist?
Er með tvær svoleiðis, ein intake og ein exhaust, og svo CoolerMaster 412s, viftuna á því, veit ekki hvað það hefur að segja með airflowið .. hjálpar kannski aðeins exhaustinu.
En málið er það að ég er með 280x kort í 99% load 24/7 (crypto currency ftw!) og þessi vél fer uppá loft þar sem að er frekar einangrað .. þessvegna er ég að spá í þessu. Get ég stillt einhvernegin vifturnar í gegnum software þegar þær eru tengdar í móðurborðið?
Mynd
Svona er þetta núna hjá mér, veit ekki alveg hvað FANIN1 er, ætli það sé ekki bara önnur viftan.. :s

Hvernig get ég maxað þessar viftur? :D Og hversu hratt geta þær snúist?


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

billythemule
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2013 01:15
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Viftur í Molex með adapter

Pósturaf billythemule » Lau 15. Feb 2014 01:56

Ég held að viftan geti einungis keyrt á 100% með molex tengi þar sem þessir adapters eru bara með tvær línur áfram (eftir minni bestu vitneskju). Þú þarft 3ja pinnann til þess að geta stjórnað hraðanum og viftan þarf að tengjast beint við móðurborðið. 4 pinna viftur beita nýstárlegri hraðastjórnun en 3 pinnar ættu að duga. Þú átt að geta fundið hraðastillingar í BIOS eða í gegnum speedfan forritið. Ef þú ætlar að nota molex tengið með 2 línum en vilt lækka hraðann úr viftunni geturðu gert smá hack og breytt frá 12v yfir í annaðhvort 7v eða 5v (leiðbeiningar finnast auðveldlega á google). Ég held að CoolerMaster 412s viftan sé 4 pinna og corsair ættu að minnsta kosti að vera 3 pinna, er ekki viss með þær. Kassinn minn var með svona low power viftur (0.1 amper) sem hægt var að stjórna með því að tengja í 4 pinna tengi á móðurborðinu. Þær voru hannaðar til að keyra á 100% og undir 1000 rpm minnir mig (sem er frekar hljóðlágt) þannig að það breytti litlu hvernig ég tengdi þær því ég vildi bara hafa þær áfram á 100%.

2 pinnar = engin stýring,
3 pinnar = voltage stjórnun,
4 pinnar = straumur gefinn í púlsum en alltaf á sama voltage (ef móðurborðið hefur upp á þetta að bjóða).