Panta kassa að utan

Skjámynd

Höfundur
Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Panta kassa að utan

Pósturaf Jimmy » Lau 01. Feb 2014 17:08

Hæbb.

Mig langar ofboðslega mikið í Silverstone TJ08-E en þar sem verslanir hérna á klakanum hafa ekki verið sérstaklega mikið í því að panta inn kassa frá Silverstone þá er ég að spá í að panta hann að utan.

Hvaðan er best að panta kassa þannig að þeir komi á ágætis tíma og ekki mangled eftir flutninginn?


~

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Panta kassa að utan

Pósturaf FreyrGauti » Lau 01. Feb 2014 19:56

Ég pantaði minn Silverstone kassa á sínum tíma af Amazon og tók hann heim í gegnum Shop USA, félagi minn fékk Tölvutek til þess að panta fyrir sig Silverstone kassa.

Myndi líklega taka í gegnum TT í dag upp á ábyrgð og slíkt, þá lendiru ekki í að fá skemmdan kassa eftir flutning.