Corsair H100 + 7970 Build log
Sent: Þri 28. Jan 2014 15:45
Jæja, þá er ég að pæla í að skella Corsair H100 kælingunni sem ég á uppí hillu á skjákortið mitt. Ég las á sínum tíma þennan viewtopic.php?f=1&t=57485 þráð þar sem GullMoli setti Moli setti Thermaltake Water 3.0 Performer á 480 kortið sitt og fannst það æðisleg hugmynd á sínum tíma en svo bara gleymdi ég því. Nú var oskar9 að setja Corsair H70 á 6970 kortið sitt viewtopic.php?f=1&t=59214 og mér fannst það kjörin hugmynd. Er búinn að vera í vandamálum með hitann á 7970 kortinu mínu sérstaklega þegar ég spila CS:GO þar sem leikurinn gefur mér bara mouselag þegar ég reyni að setja v-sync á svo ég neyðist til að hleypa honum upp í 300fps sem hitar skjákortið svo skuggalega mikið að tölvan hefur verið að krassa. Svo sá ég þennan þráð og fattaði að ég á ennþá H100 uppí hillu sem ég hef ekkert betra að gera við svo ég ákvað bara að láta vaða. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég ríf í sundur skjákort svo öll tips eru vel þegin, svo var ég líka að pæla hvernig það er með thermal paste. Þarf ég eitthvað sérstakt í þetta eða dugir túban sem ég á núna?
Myndir og fullt build log koma í vikunni!
Myndir og fullt build log koma í vikunni!