Síða 1 af 1

Ryk og kælikrem

Sent: Fim 23. Jan 2014 17:21
af kthordarson
Tók smá hreingerningu í gær á servernum mínum. Dustaði rykið úr kæliplötum, örgjörfavitum og setti svo nýtt thermal paste. Hefði ekki trúað að þetta hefði svona mikil áhrif.
Efri línunar sýna örgjörva hita, neðri sýnir hita í kassanum.
Mynd

Re: Ryk og kælikrem

Sent: Fim 23. Jan 2014 17:54
af Saber
Vó, þetta eru næstum því 20° munur. Hvað ertu að nota til að logga svona flott línurit?

Re: Ryk og kælikrem

Sent: Fim 23. Jan 2014 18:08
af kthordarson

Re: Ryk og kælikrem

Sent: Fim 23. Jan 2014 18:32
af kthordarson
Er líka með mælingu á hraðanum á viftunum. Mikill munur þar líka:
graph_image.png
fan
graph_image.png (38.43 KiB) Skoðað 2138 sinnum

Græna er kassavifta, gulu eru örgjörfaviftur. Töluvert minni viftuhávaði.

Re: Ryk og kælikrem

Sent: Fim 23. Jan 2014 18:41
af Stutturdreki
:happy

Það borgar sig að gera þetta reglulega.

Re: Ryk og kælikrem

Sent: Fim 23. Jan 2014 21:52
af littli-Jake
dam samt hvað það hefur verið kominn tími á þetta. Hitinn á örranum mínum er sirka 3-4°c hærri núna en þegar ég setti vélina saman fyrir um 15 mánuðum. Hef að vísu hreinsað filterana nokkrum sinnum og sennilega tvisvar úr vélinni. En cool að fá þetta svona uppsett :happy

Re: Ryk og kælikrem

Sent: Fös 24. Jan 2014 08:45
af Stutturdreki
Myndi samt giska á að hjá OP hafi örgjörva kælingin ekki setið nógu vel á eða kælikremið 'farið'. Það þarf að vera alveg svakalega mikið ryk til að útskýra svona hitamun á load. Td. ef það er mikið ryk í örgjafakælingunni hjá mér er ég að fá svona max 2-3°c lækkun við að blása úr því.

Re: Ryk og kælikrem

Sent: Fös 24. Jan 2014 09:29
af kthordarson
Þetta er gömul vél. Ég veit ekki betur en þetta sé í fyrsta sinn sem kælikremið er endurnýjað frá vélin var keypt. Sennilega 2004/2005.

Re: Ryk og kælikrem

Sent: Mið 05. Feb 2014 10:09
af kthordarson
Það er fleira en ryk og kælikrem sem hefur áhrif á hita:
graph_image.png
graph_image.png (17.34 KiB) Skoðað 1919 sinnum

Er með gamla linux vél með ATI HD4850 skjákorti, viftulaust. Bara við að að uppfæra linux karnann úr 3.10 í 3.13 kólnaði kortið mikið :)