Síða 1 af 1

Hiti á CPU

Sent: Þri 05. Okt 2004 16:38
af Drulli
Þannig er mál með vexti að ég held að móðurborðið mitt sýni vitlausann hita á örgjafanum mínum. Stundum er það ~20 og stundum ~40. Mér finnst ~40 frekar hátt miðað við að loftið inn í kassanum er núna 21°C og örrinn 40-42°C.

Þannig að, ég setti annað af tveimur hitamælunum sem fylgdu kassanum mínum og setti það ,,inn í" örgjörva heatsinkið og það sýnir núna 30°C.

Ég er með AMD64 3000+ og heatsinkið sem fylgdi með + AS5. Er búinn að setja AS5 3x á núna, liðu allavega 3 vikur á milli þess sem ég skipti svo það ætti að hafa jafnast vel út.

Einnig finnst mér hitinn frekar hár í vinnslu, keyri Prime og hann hoppar upp í ~55 og fer svo hægt upp í ~60.

Haldiði að það sé alveg 10°C mismunur á loftinu sem er ,,inn í" heatsinkinu og á die'inu ?
Hef lengi verið að pæla í að versla mér nýtt heatsink til að OC'a meira, keyri örgjafann daglega á 2,3Ghz á 1.45V. Hann er reyndar núna a 1.5V.

Sent: Þri 05. Okt 2004 16:44
af vjoz
nú er lag að leita sér upplýsinga annarstaðar og lesa sjálfur,
sjáðu til, það eru milljón þræðir um þetta á vaktinni, á þessu sama borði, prófaðu að lesa þá til að byrja með, ...

fyrir utan það þá er þetta mjöög fínn hiti á örgjörfa, þú þarft minni en engar áhyggjur af þessu að hafa ...

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=5418
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=5275
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=4973

og lestu nú sjálfur vinurinn

Sent: Þri 05. Okt 2004 16:57
af Drulli
Nú sjáðu til, ég er búinn að lesa flest hérna, XtremeSystems, [H]Forum og fleiri stöðum. Það á bara enginn sama borð og ég á þessum stöðum sem ég veit um, hef aldrei séð neinn þráð um neitt hita problem með AN51R því það virðist enginn OC'ari eða fólk sem pælir í svona hlutum eiga þetta borð.

Þess vegna var ég að pæla hvort þið vaktarar hafið reynslu á því hvað lofthitinn hjá örgjafanum sé miðað við die'ið.

Þegar ég sagði að mér finndist ~40°C of hátt, veit ég þá ekki sirka hvað A64 örgjafar eiga að vera ? Ef fólk er að OC'a 3000+ í 2500MHz á stock kælingu og á mun lægra hitastigi en ég hlýtur mælirinn að vera bilaður.
Ég veit að örgjafar eru mismunandi, en ég er að keyra örrann 1.5V sem er default og hann er ~40°C þegar fólk með sama örgjörva og sama heatsink er með lægra eða svipað hitastig á 1.55-1.6V.

Sent: Þri 05. Okt 2004 22:17
af gnarr
hitinn er líklegast meira en 10°c hærri á die-inu heldur en á heatsinkinu. annars er þetta ágætis hiti hjá þér. þarft ekkert að hafa áhyggjur.