Síða 1 af 1

Vantar hjálp með psu mitt, og kannski við að velja nýtt

Sent: Sun 03. Okt 2004 02:49
af Takai
Svona 10 mín áður en að ég skrifaði þessa grein var ég að koma með sirka 3 ára vélina mína af lani. Hún var í gangi í rúmlega 17 tíma.

Fyrsta sem að ég tek eftir á laninu eftir að ég er nýbúinn að setja hana upp er það að ég kveiki á henni og hún skrúfar sér í gang en stoppar strax .... ég ýti aðeins við rafmagnstenginu og slæ rofan á bakvið á ps-inu (litli takkinn sem að tengir eða aftengir ps mitt) af og aftur á. tölvan startar sér og ég byrja að mestu áhyggjulaus að lana.
Svo þegar að ég kom heim áðan og var að tengja vélina og er búinn að kveikja, stopp, ég reyni aftur og stopp, svo ýti ég snúrunni þétt og vel inn (var búinn að setja hana vel í en reyndi að gera það aðeins betur) slæ rofann á ps-inu af og aftur á og starta henni ... success.

Þá er bara pælingin ... er ps mitt að gefa sig?
Ég er með powersupply sem að fylgdi með gömlu (3 ára) BT pakkavélinni minni.

Eða er þetta kannski bara snúran mín í einhverju rugli eða eitthvað?

Allavega ef að það gerist að tölvan mín stoppi snögglega og ég þurfi að replace powersupply mitt, á ég þá að kaupa mér nýjan kassa með meðfylgjandi powersupply eða ætti ég að kaupa mér sér powersupply?

Er það mikið betra að kaupa powersupply sér? Ef svo er hvað gerir það þá betra en hin powersupply-in sem að fylgja með kössum?

Sent: Sun 03. Okt 2004 08:25
af elv
Algjör óþarfi að fá sér kassa með PSU! (Breyti titli hjá þér)
Fáðu þér bara almennilegt PSU, Getur ekki klikkað á OCZ http://task.is/?webID=1&p=93&sp=114&item=1212, annars finnst mér Silenx-inn minn ágætur, hef svo sem ekkert slæmt um Forton heyrt en OCZ er toppurinn :twisted:

Sent: Sun 03. Okt 2004 16:13
af dabb

Sent: Sun 03. Okt 2004 19:47
af Takai
hmm .... mér líst betur á þennan seinni sem að kostar 7600 staðgreiddur.

En þegar að ég var að meina að kaupa mér kassa sem að fylgdi með powersupply þá hafði ég reyndar auga með þessum vegna þess að hann er líka með viftu (eða viftum .. er ekki alveg viss), og svo er hann líka nokkkuð nettur.

Gamli kassinn minn er nú ekkert pretty og þar að auki er engin kassa vifta á honum.

Þannig að ég er að pæla í tvennu, annarsvegar hvort að þessi kassi sé eitthvða almennilegur, og hvort að ég þurfi í alvöru 500w? Eru 400w ekki alveg nóg? Og ef svo er ... er ekki einhver góður aflgjafi sem að þið mælið með sem að er undir 10 kalli?

Sent: Sun 03. Okt 2004 21:02
af goldfinger
ég á svona kassa, reyndar annar litur og hann er svalur en samt ekki fá þér svona, otrulega leiðinlegt að setja allt doteríið í hann.... og vesen þrátt fyrir rennisýstemið..

Sent: Sun 03. Okt 2004 21:11
af Takai
Hmm er eina slæma við hann að það sé óþægilegt að pakka inní hann? .. hvernig þá?

En það er samt ekkert það mikill galli þar sem að ég ætla mér ekkert að vera að því daglega.

En þá er bara spurningin hvort að það sé eitthvað mikið betra fyrir mig að kaupa mér ps sér eða fá mér ps sem að fylgir með kassa.

Sent: Mán 04. Okt 2004 05:33
af dabb
Takai skrifaði:hmm .... mér líst betur á þennan seinni sem að kostar 7600 staðgreiddur.

En þegar að ég var að meina að kaupa mér kassa sem að fylgdi með powersupply þá hafði ég reyndar auga með þessum vegna þess að hann er líka með viftu (eða viftum .. er ekki alveg viss), og svo er hann líka nokkkuð nettur.

Gamli kassinn minn er nú ekkert pretty og þar að auki er engin kassa vifta á honum.

Þannig að ég er að pæla í tvennu, annarsvegar hvort að þessi kassi sé eitthvða almennilegur, og hvort að ég þurfi í alvöru 500w? Eru 400w ekki alveg nóg? Og ef svo er ... er ekki einhver góður aflgjafi sem að þið mælið með sem að er undir 10 kalli?



ógeðslega ljótur kassi :lol:

Sent: Mán 04. Okt 2004 07:54
af gnarr
þetta "500w" powersupply er líklgast ekkert nálægt 500w, nema kanski ef þú ert að fara að vatnskæla það.

ég mæli með fortron og zalman. ég hef ekki skoðað silenX nóg til að geta mælt með þeim. eina sem ég veit um þau eru að þau eru hljóðlát.

Sent: Mán 04. Okt 2004 19:02
af Takai
Gnarr .. einhver sérstakt psu sem að þú mælir með?? þarf líklega ekki mikið meira en 400w, en má alveg vera 500w ef að það er virkilega gott en það má ekkert vera neitt svaka dýrt ... undir 10þús.

Sent: Mán 04. Okt 2004 22:03
af Stebbi_Johannsson
420w OCZ Powersteam - 12.990 kr. hjá task :)

Sent: Þri 05. Okt 2004 08:51
af gnarr
Takai: farðu á anandtech og tomshardware og athugaðu hvort aþð er ekki eitthvað nýlegt review á powersupplyum. ég er ekki búinn að skoða PSU í soldinn tíma, þar sem að mitt er miklu meira en nóg.

Sent: Mið 06. Okt 2004 01:29
af BlitZ3r

Sent: Mið 06. Okt 2004 16:00
af Birkir
Snilldar review á http://www.3dgameman.com eitt sem ég hata samt við þau... hann segir alltaf "This is a kickass product" eins og honum sé borgað fyrir það :D

Sent: Mið 06. Okt 2004 17:55
af Bendill
Birkir skrifaði:Snilldar review á http://www.3dgameman.com eitt sem ég hata samt við þau... hann segir alltaf "This is a kickass product" eins og honum sé borgað fyrir það :D

Ég er sammála, samt finnst mér hann einungis vera að dæma drasl sem varið er í...

Annars myndi ég mæla með öllum Antec aflgjöfum... þeir rúlla

Sent: Fim 07. Okt 2004 03:24
af Takai
Ok .. takk allir.

Ef að tölvan mín lendir í critical meltdown bráðlega þá hef ég þetta til að styðjast við. Thnx!

Sent: Fim 07. Okt 2004 22:57
af surtur
sko.. ég er mðe einhvað Chieftec 360w að ég held og það er að virka fínt fyrir: 2 hdd, 2geisladrif, flopy drif, skjakort sem tekur aukamolextengi, 3 neonljós og 4 ljósaviftur ... allt að virka vel.

Sent: Fim 07. Okt 2004 23:31
af SolidFeather
Öh, 250W hér með 2.8Ghz, 512Mb, 9700Pro (tekur molex). og 2 viftur, CD og DVD og 1 HD \:D/

Re: Vantar hjálp með psu mitt, og kannski við að velja nýtt

Sent: Fös 08. Okt 2004 20:41
af Manager1
Takai skrifaði:ég kveiki á henni og hún skrúfar sér í gang en stoppar strax .... ég ýti aðeins við rafmagnstenginu og slæ rofan á bakvið á ps-inu (litli takkinn sem að tengir eða aftengir ps mitt) af og aftur á. tölvan startar sér og ég byrja að mestu áhyggjulaus að lana.

Nákvæmlega það sama gerðist með gamalt PSU hjá mér, þurfi reyndar að reyna miklu oftar, þ.e.a.s. tölvan startaði sér ekki alltaf í fyrstu eða annarri tilraun, en svo fékk ég nýtt PSU og hún gengur enn þá því :)

Sent: Lau 09. Okt 2004 17:40
af Takai
Ok ... en ég ætla að sjá hvað núverandi psu mitt lifir af þannig að kannski er það survivor og ég þarf ekkert að skipta í bráð :)