Nú langar mig að fá mér kassaviftur í tölvuna og mig langar að vita hvort þær eigi að blása út eða inn til að fá sem best loftflæði.
Vifturnar eru á þessum stöðum:
Ein framan á (neðarlega), ein aftan á (rétt fyrir ofan miðjuna), svo láta eina á plexigler sem ég læt kannski setja í á hliðina. Kannski ég láti viftu uppá kassan líka.
En málið er að það eru bara tvær viftuinnstungur á móðurborðinu (ABIT VT7) mínu, eru til einhver svona fjöltengi eða eitthvað fyrir þetta?
Kassaviftur
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur