Síða 1 af 1

Volt stýring á viftum

Sent: Sun 08. Sep 2013 15:21
af Son of a silly person
Daginn.

Verslaði nokkur stykki af 120 og 140mm viftum um daginn. Hafði í huga að keyra þær á 7voltum með kapalframlenginu sem fylgir þeim. En það eru ekki nógu margir 3 og 4 pinna tengi á móðurborðinu, það eru hinnsvegar 4 pinna yfir í molex breyti stykki sem fylgir þeim.

Fæ ég sömu niðurstöðu með því að nota framlengiu yfir í molex eins og að tengja með framleningu í móðurborðið? = Hljóðlát keyrsla á 7voltum.

Kv. Ragnar

Re: Volt stýring á viftum

Sent: Sun 08. Sep 2013 15:37
af playman
Ekkert að því að tengja beint við molex, eini munurin er eiginlega sá að þá geturðu ekki séð á hvaða hraða vifturnar eru í tölvuni.
En til þess að keyra á 7v þá þarftu auðvitað að hafa viðnám sem lækkar 12v í 7v

Re: Volt stýring á viftum

Sent: Sun 08. Sep 2013 15:40
af tdog
Og til þess að finna viðnámsstærðina notar þú ohmslögmálið, U=I*R. Notar U=5, þar sem þú villt brenna 5 voltum og straumtökuna í viftunni sem I.

Re: Volt stýring á viftum

Sent: Sun 08. Sep 2013 17:41
af Son of a silly person
Ég þakka svörin :D Tengi vifturnar með viðnámskapli sem fylgir þeim í molex og ekkert vesen. Þarf ekkert að sjá þær, dugar mér að þær eru hljóðlátar og ekkert brennur yfir :crazy