Síða 1 af 1
Hvaða kassaviftur teljið þið vera bestar?
Sent: Fim 23. Sep 2004 14:24
af FilippoBeRio
Málið er að....
Ég er að pæla í 3 viftum til að kæla kassan minn.. annaðhvort væri það SilenX eða Vantec Stealth.
Væri til í að vita hvað þið teljið vera best af þessu, fínt væri líka að hafa þær hljóðlátar og blása(kæla) vel
Sent: Fim 23. Sep 2004 14:26
af Zkari
Ég er með 3 SilenX viftur og þær eru bara að standa sig vel
Sent: Fim 23. Sep 2004 15:00
af Stutturdreki
Byrjaði að kaupa mér Vantec Stealth.. þær blása vel en eru full háværar fyrir minn smekk, einhver svona víbringur sem magnast upp í drasl-fjólubláa-plast-viftu-haldaranum í Dragon kassanum mínum. Síðustu tvær viftur sem ég hef keypt mér voru hinsvegar SilenX, heyrist nánast ekkert í þeim (amk. miðað við Vantec vifturnar og Intel stock heatsink viftuna) en mér finnst þær ekki blása eins vel.
Sent: Fim 23. Sep 2004 15:02
af Zkari
Samkvæmt þeim reviews sem ég hef lesið á netinu, blása þær ekkert mikið minna en t.d. Vantec Stealth
Sent: Fim 23. Sep 2004 15:12
af Stutturdreki
Well.. þetta voru ekki vísindalegar ransóknir hjá mér. Meira bara svona hendin fyrir útblástursopið
Svo mætti kannski bæta því við að ég mun mjög líklega halda áfram að kaupa mér SilenX, þótt það vanti td. á þær 'hraðamæli' vírinn.
Sent: Fim 23. Sep 2004 18:07
af Zkari
Já það er eini gallinn við þær, ekki hægt að sjá hraðan á þeim. Tengdi þær í viftustýringuna mína, Akasa Fan Control Pro, og hún sýnir bara 0000, get samt stjórnað hraðanum.
Sent: Fim 23. Sep 2004 19:39
af fallen
SilenX