Síða 1 af 1

Viftufilterar, viftur og fleira.. :)

Sent: Þri 14. Sep 2004 11:16
af Snorrmund
Jæja ég er að spá. hitinn á örgjörvanum var vanalega 40-48c° en núna er hann 54-60 í idle(hitinn sem hann var vanalega í full load) og í full load núna þá er hitinn 65-70 sem mér finnst alls ekki nógu gott.

er að spá í að kaupa auka viftu (er með tvær núna 1 inn eina út) er að spá hvort ég ætti að kaupa eitt stykki silenx 80mm í viðbót og láta hann blása inn að framan hja hörðudiskunum fyrir ofan hina, eða láta hana blása út, hafa hana þá fyrir neðan hina viftuna :).

en svo er ég að spá í að kaupa rykfiltera.(2 ef ég set nýju viftuna framan á og 1 ef að ég set viftuna aftan á..)

Ein pæling með örgjörvahita, þ.e. ég er með retail viftuna (er með P4 2.8c)
ég setti ekkert thermal grease milli örgjörvans og viftunar þegar ég setti þetta saman því að það stóð í leiðbeiningunum að svarti púðinn undir heatsinkinu gerði sama gagn( einhver svört filma eiginlega) og ég er að spá hvort ég ætti kannski að vippa heatsinkinu af og setja thermal grease á ? eða er það kannski algjör óþarfi ? (var sett saman í byrjun maí)..

Sent: Þri 14. Sep 2004 12:23
af gumol
Þessi thermal grece límmiði sem var á heatsinkinu á að vera alveg nóg. Er þetta ekki bara ryk sem er að stoppa loftflæðið? (afþví þetta garðist svona allt í einu)

Sent: Þri 14. Sep 2004 12:31
af Stutturdreki
Myndi láta hana blása út að aftan, kemur sennilega meiri hreyfingu á loftið í kringum örgjörvan með því.

Púðarnir eiga að gera sama gagn og thermal greese en eru yfileitt ekki eins góðir. Púðin kemur alveg á millið örgjörvans og heatsinksins þannig að það snertist hvergi, með thermal greese (rétt ásettu) snertir heatsinkið örgjörvan beint (og thermal greese fer í allar misfellur þar sem annars væri loft).

En hefurðu eitthvað spáð í afhverju hitinn hefur hækkað svona mikið? Overclocking, lélegt loftflæði eða eitthvað sem hitar upp loftið í kassanum?

Sent: Þri 14. Sep 2004 12:36
af Snorrmund
hitinn er normal núna :? þurfti bara að víruskanna.. ég fór i task manager og sá að explorer var alltaf í 70-90 % vinnslu... svo ég viruskannaði henti einum virus ut og þetta lagaðist..

Re: Viftufilterar, viftur og fleira.. :)

Sent: Þri 14. Sep 2004 13:14
af Stutturdreki
Snorrmund skrifaði:..en núna er hann 54-60 í idle(hitinn sem hann var vanalega í full load)..


Þannig að 'hann' var í raun ekki idle :)

Sent: Þri 14. Sep 2004 13:33
af Snorrmund
satt.. :)

Sent: Þri 14. Sep 2004 15:14
af Sveinn
Hehe, hefðiru ennþá verið í vandræðum, myndi ég mæla með þessari viftu já, en fyrst að prófa að seta Arctic Silver á örgjörvan(þá á þetta sem þú kallar filmu :), og rykhreinsa og smyrja vifturnar :)

Sent: Þri 14. Sep 2004 15:36
af Snorrmund
þarf ekki að smyrja neina viftu hér allavega, allar að keyra á sínum hraða.. þ.e cpu, 2600 nb, 4500 (fer uppí 5300 við mikla vinnslu)

Sent: Þri 14. Sep 2004 15:52
af Sveinn
neinei, hefði bara mælt með því

Sent: Mið 15. Sep 2004 15:27
af Snorrmund
Eitt annað, passa svona filterar í dragon medi ? ef svo, hvernig :)

Sent: Mið 15. Sep 2004 16:17
af BlitZ3r
fer það ekki bara á undan í klemmuna og svo viftuna. Ef ekki þá þarf að bora fyrir vitunni og filterinum og taka klammuna í burtu