Síða 1 af 1

Með hverju er best að gera glugga á Sonötuna

Sent: Mán 13. Sep 2004 13:31
af Sveinn
Með hverju er best að gera glugga á Antec Sonata kassann?

Ég meina, ég get gert þetta á verkstæði sem er hérna, en þar er ekki til t.d -> SVONA <-.
Kanski er ekkert hægt að segja akkuratt hvað er best, en kanski er einhver með reynslu í þessu, persónulega kanski?

Svo er hérna önnur spurning: Hvort er betra að líma plexiglerið í eða festa það með skrúfum, ég var að pæla að festa það með skrúfum því að með tímanum á límið örugglega eftir að verða lélegt, og svo getur það líka orðið svo subbulegt, og persónulega finnst mér bara flottara að hafa skrúfur! ;) Hvað finnst ykkur?
Breytt: Hvernig skrúfur þá? :oops:

Sent: Mán 13. Sep 2004 14:19
af Stutturdreki
Náttúrulega hægt að gera þetta bara með bor og stingsög. Fara svo yfir með þjöl og/eða sandpappír eftir á. En þar sem ég hef takmarkaðan áhuga á því að það sjáist mikið inn í kassann minn þá hef ég ekki lagt í þetta sjálfur :)

Með skrúfurnar er náttúrulega bara smekksatriði.. en það er betra að skrúfa upp á framtíðinna ef þú skildir einhvern tíman vilja skipta þessu út.. eða eitthvað. Mjög auðvelt að klúðra sílikoni í eitthvað leiðinda klístur og ógeð..

Sent: Mán 13. Sep 2004 14:27
af Sveinn
Jamm ;) takk kærlega fyrir þetta, meiga endilega fleiri svara ef þeir nenna :)

Sent: Mán 13. Sep 2004 16:30
af Pandemic
Þú getur leigt tólið sem þú leitar af (Dreamel) í Byko :8)

Sent: Mán 13. Sep 2004 18:19
af Sveinn
Pandemic skrifaði:Þú getur leigt tólið sem þú leitar af (Dreamel) í Byko :8)

Takk fyrir frábæra ábendingu, nema hvað, ég er nobbari(Frá Neskaupstað) ;)
Takk samt :P

Sent: Mán 13. Sep 2004 18:56
af demigod
byko á egilsstöðum ?

Sent: Mán 13. Sep 2004 19:41
af Sveinn
Ég vissi ekki að það væri þar, en ókei, geri það kanski :)

Get ég látið þá skera út eða þarf ég að gera það sjálfur?

Sent: Þri 14. Sep 2004 18:59
af Sveinn
demigod skrifaði:byko á egilsstöðum ?

Komst af því að það er ekki á egilstöðum heldur Reyðarfirði! en það er bara betra! mikið stittra þangað ;P

Sent: Þri 14. Sep 2004 20:12
af Snorrmund
Pandemic skrifaði:Þú getur leigt tólið sem þú leitar af (Dreamel) í Byko :8)
það þýðir að þú færð það að láni og gerir þetta sjálfur..

*edit* en þú færð mjög líklega ekki aukahlutinn sem fylgir sko, þessi slanga er aukahlutur svo þú vitir það..

Sent: Þri 14. Sep 2004 22:54
af gumol
Snorrmund skrifaði:*edit* en þú færð mjög líklega ekki aukahlutinn sem fylgir sko, þessi slanga er aukahlutur svo þú vitir það..

Þarf hann nokkuð þessa slöngu (ertu ekki að tala um á myndinni sem Sveinn póstaði annars?)

Sent: Þri 14. Sep 2004 23:14
af Sveinn
Jú hann er að tala um það
Og ég veit ekkert hvort ég þarf hana sko :S

Sent: Mið 15. Sep 2004 00:09
af Snorrmund
það þarf hana alls ekki, bara benda á það..
en ef þú leigjir þér dremel þá skalltu ekkert vonast að þetta komi við fyrstu snertingu á hliðinni, þarf að fara fram og til baka MJÖG oft þangað til þetta tekst :)